Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Side 30

Bókasafnið - 01.10.1982, Side 30
7. landsfundurinn og námskeid Ný lög félagsins en sama nafnid — upplýsingamiölun í nútíö og framtíð og þjónusta við börn I tengslum við þennan 7. landsfund Bókavarðafélagsins var haldið námskeið fyrir bókaverði dagana 6.-9. september. Tvö námskeið hafa áður verið haldin, á vegum bókafulltrúa ríkisins, árin 1972 og 1974 fyrir almenningsbókaverði, en þetta er í annað sinn sem haldið er námskeið beinlínis af landsfundi, hið fyrra var haldið 1980. Margir bókaverðir hafa notið góðs af þessum námskeiðum en aldrei hafa jafn margir sótt námskeið og að þessu sinni. Námskeiðið skiptist í tvö megin efni. Annarsvegar upplýsingamiðlun í nútíð og framtíð og hinsvegar þjónustu við böm. Upplýsingamiðlun í nútíð og framtíð Hið fyrrnefnda hófst mánudaginn 6. september með kynningu á íslenskum og erlendum handbókum fyrir lítil og meðalstór almenningsbókasöfn. Sá Anna Torfadóttir um þennan þátt af röggsemi á heimavelli sínum Lestrarsal Borgarbókasafns. Sama dag var almenn tölvukynning hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavík- urborgar, þar sem m.a. var lýst tölvu- vinnslu. Á mánudagskvöld var safnast saman í Ólafsstofu Bókasafns Kópavogs þar sem fólki gafst kostur á að ræða málin og „bera saman bækur sínar.“ Á þriðjudeginum var síðan haldið áfram og tekin fyrir tölvunotkun bóka- safna. Skiptu með sér vekum þau Sól- veig Þorsteinsdóttir og Hrafn Harðar- son. Fjallaði hún um tölvuleitir í upp- lýsingabönkum í fyrirlestri sínum, en hann greindi frá framförum í örtölvu- tækni og lýsti hugtökum. Bókasafn Kópavogs var búið 4 tölvuskjám í tilefni dagsins, einum frá Landsspítala, sem tengdur var með síma gegnum Svíþjóð við Bandarískan upplýsingabanka og stýrði Sólveig leit í honum, en hinir þrír voru frá IBM og tengdir tölvu Kópa- vogsbæjar, en í þeim mátti leita í að- fangaskrá Bókasafns Kópavogs eða fé- lagatali Bókavarðarfélagsins. þjónusta við böm Eftir hádegi hófst síðan sá þáttur námskeiðsins, sem fjallaði um þjónustu við börn. í Lögbergi flutti Malin Kold- enius frá Svíþjóð fyrirlestur um starf- semi barnabókasafna í Svíþjóð og um aðferðir til þess að ná til bama með góðar bækur. Miðvikudaginn 8. september tóku þær við stöllurnar Andrea Jóhannsdóttir og Ingibjörg Sverrisdóttirogfjölluðu um mat á efni fyrir börn og þær tvær ásamt Malin Koldenius stjómuðu síðan eftir hádegi hópvinnu þar sem nokkrar ís- lenskar barnabækur voru metnar og léttvægar fundnar flestar. Á fimmtudag var svo farið í heim- sóknir í söfn eftir hádegi. Fyrst var farið í steypubákn það, sem hýsa á Landsbóka- og Háskólabókasöfn í framtíðinni undir samheitinu Þjóðarbókhlaða, en undir- ritaður missti af þeirri skoðun vegna skorts á biðlund. Þá var skoðað hið glæsilega Bókasafn Seðlabanka fslands undir leiðsögn Valborgar Stefánsdóttur og aðstoðarmanns. Mátti heyra þar bæði jákvæðar og neikvæðar stunur og and- vörp meðal gestanna. Að því búnu var haldið í Náms- gagnastofnun þar sem þjónusta hennar var kynnt og lýst var Facit örtölvu og ritvinnslukerfi m.m. svo og mikilfengleg plöstunarvél. Loks var haldið til Garðabæjar og skoðað glæsilegt nýtt samsteypusafn í suðurhluta nýja skólans þar og tók Erla Jónsdóttir bæjar- og skólabókavörður á móti gestum og bauð þeim til „hálf- gerðrar fermingarveislu.“ Bylting á Landsfundi Landsfundur var settur í Norræna húsinu kl. 10 föstudaginn 10. september og hófst hann með aðalfundi Bóka- varðafélagsins. Þessi aðalfundur var sögulegur fyrir það að fyrir honum lágu drög að nýjum og gjörbreyttum lögum fyrir félagið, og voru þau samþykkt með lítilsháttar breytingum. Félagið heitir eftir sem áður Bóka- varðafélag íslands, en með undirtitlin- um Samband bókavarðafélaga og bókasafna. í þessum undirtitli felast meginbreytingamar, þ.e. að stefnt skal að því að deildir þær, sem starfað hafa innan félagsins verða sjálfstæð félög, sem verða aðilar að hinu nýja Bóka- varðafélagi og ennfremur munu bóka- söfn sem stofnanir geta orðið aðilar að því. í greinargerð laganefndar segir svo m.a.: Með því að fá stofnanir inn í félögin og láta þær greiða nokkuð hærri gjöld en einstaklingar er þess vænst að fjárhagur stéttarinnar eflist og félagsstarfið geti orðið kröftugra en ella! í fyrstu tillögum nefndarinnar var raunar ætlast til að Félag bókasafns- fræðinga ætti einnig aðild að stofnun- inni, en þar sem ýmsir hafa látið í ljós efasemdir um þessa tilhögun þykir okk- ur rétt að gera ráð fyrir að aðeins nú- verandi deildir verði stofnendur. Með því að breyta deildum í sjálfstæð félög veitist þeim meira svigrúm til at- hafna og ákvarðana enda ræður sam- bandið ekki öðrum málum þessara fé- laga en þeim sem varða beinlínis aðild að sambandinu: skilyrðum fyrir aðild, fjölda fulltrúa og gjöldum til sambands- ins. í stað venjulegra aðalfunda koma nú ársþing með föstum fjölda fulltrúa. Einnig má halda aukaþing með sömu fulltrúum ef þörf krefur. Við teljum að fulltrúafundir af þessu tagi tryggi mark- vissara starf og betri árangur en aðal- fundir með því sniði sem tíðkast hafa hingað til. Auðvitað breytist Bókavarðafélagið ekki með því einu að lögum þess sé breytt, heldur verðum við öll að leggjast á eitt til þess að það megi eflast og dafna. Með breyttum lögum hefur vonandi skapast betri grundvöllur fyrir slíkum umbótum. Hrafn Harðarson. 30

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.