Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 5
Félag bókssafnslm;du«|o
LESTUR
opinberra starfsmanna innan Félags bókasafnsfræðinga
stofnuð. Starfar hún samkvæmt eigin lögum, hefur
þriggja manna stjórn og starfsmann í hlutastarfi. Sér
deildin m.a. um Vísindasjóð Fb og greiðslur úr honum.
Félagar í deildinni voru 88 hinn 28. desember 1992 og þá
voru félagar í Félagi bókasafnsfræðinga 210, þar af voru
24 nemar með aukaaðild.
Félagið hefur staðið fyrir bókasafnavikum, barna-
bókadögum, -sýningum og -vikum, alþjóðlegum og inn-
lendum, t.d. á vegum Unesco árið 1979. Einnig hefur fé-
lagið staðið að námstefnum, fræðslufundum, ráðstefnum
o.fl., bæði innlendum og alþjóðlegum. Hefur félagið ým-
ist unnið að þessu eitt sér eða í samvinnu við Bókavarða-
félagið og aðra aðila. Upp úr 1980 hófust rithöfunda-
kynningar þar sem höfundar koma og lesa upp úr bók-
um sínum. Er það orðinn fastur liður í starfi félagsins
fyrir jólin.
Á þeim tímamótum sem 20 ára afmælið er, er ástæða
til þess að huga að framtíðinni. Við höfum sannað að það
er þörf fyrir bókasafnsfræðinga í íslensku samfélagi. Það
má ráða af því að þeir hafa verið eftirsóttir til starfa og
allir hafa getað fengið vinnu þar sem menntun þeirra
nýtist. En við þurfum að marka ákveðna stefnu í upplýs-
ingamálum hérlendis og byggja hana á rannsóknum, t.d.
á upplýsingamiðlun og á því hvaða kröfur samfélagið
gerir til bókasafna. Samvinnu félaganna, kennslunnar og
safnanna þarf að auka. Við megum líka gæta okkar á því
að fylla ekki tíma okkar af tæknilegri vinnu á söfnunum,
staðna í daglegum störfum. Við verðum stöðugt að
mennta okkur áfram og besta leiðin til þess er að efla
fagið innan Háskólans. Þangað þurfum við að geta sótt
þann styrk sem okkur er nauðsynlegur til þess að vera
fagfólk. Við eigum aðeins einn doktor í bókasafnsfræði
og allt of margir láta sér nægja B.A. próf. Við þurfum að
setja markið hærra. Er ekki orðið tímabært að koma upp
framhaldsnámi í bókasafnsfræði við Háskóla Islands til
þess að mæta þörf stéttarinnar fyrir faglega rýni sem er
aldrei brýnni en nú? Við verðum að standa jafnfætis öðr-
um háskólamönnum og fylgja þróuninni í kringum okk-
ur.
Til þess er menntun besta leiðin.
Heimildir:
Anna Torfadóttir og Sigurður Vigfússon. 1983. Félag bóka-
safnsfræðinga á tímamótum. Bókasafnið 7:19-20.
Kristín H. Pétursdóttir. 1983. Litið til baka - stofnun og fyrstu
ár Félags bókasafnsfræðinga. Bókasafnið 7:12-14.
Sigrún Klara Hannesdóttir. 1990. Bókasafnsfræðingar útskrif-
aðir frá Háskóla íslands 1964-1989. Bókasafnið 14:31-35.
Félag bókasafnsfræðinga 1973-1992. Ýmis óprentuð gögn á
skrifstofu félagsins í Lágmúla 7, Reykjavík.
SUMMARY
Association of Professional Librarians - 20th
Anniversary.
The Association of Professional Librarians in Iceland was found-
ed in 1973 and celebrates this year its 20th anniversary. The role of
the Associations is to enhance the status of Icelandic libraries and
their personnel. By founding a professional association the librar-
ians had an association, which enabled them affiliation with the
Confederation of University Graduates “Bandalag háskólamanna”
5