Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 42
Sigrún Magnúsdóttir, háskólabókavörður á Akureyri Staða háskólabókavarða og hlutur þeirra í stjórnun háskóla Grein þessi er samin upp úr verkefni höfundar í mastersnámi í bókasafnsfræði 1. Inngangur Staða háskólabókavarða og hlutur þeirra í stjórnun háskóla hefur verið áberandi í erlendum tímaritum um bókasöfn á undanförnum áratugum. Mikið er skrifað um stöðu bókasafna innan háskólanna, bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi, en svo merkilegt sem það kann að virðast hef ég ekki rekist á þetta í skandinavískum tíma- ritum í jafn ríkum mæli. Hér á Islandi er þessi umræða vart til staðar í faglegri umræðu. Til að útskýra þetta, þarf reyndar að hafa í huga að starfsstéttin er ung og fá- menn. Fyrsti háskólabókavörðurinn var formlega ráðinn til starfa árið 1943. Einnig geta menn velt því fyrir sér hvort þetta bendi til þess að íslenskir háskólabókaverðir séu til þess að gera ánægðir með stöðu sína innan háskól- anna. Hér á eftir verður fjallað um þá staðreynd að íslenskir háskólabókaverðir eiga ekki fast sæti í háskólaráðum eða öðrum nefndum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Eg er þeirrar skoðunar að þetta hafi haft margvís- leg og slæm áhrif á þróun bókasafnanna og svo verði áfram ef ekkert verður að gert. Ég mun reyna að skilgreina stöðuna út frá þeim að- stæðum sem íslensk háskólabókasöfn hafa búið við frá 1940, þegar Háskólabókasafn var formlega stofnað í Reykjavík. Staða háskólabókavarðar þar var lengi sú eina sinnar tegundar og þær sem á eftir komu voru að ein- hverju leyti sniðnar eftir henni. Til samanburðar við ís- lenskar aðstæður mun ég fjalla um stöðu þessara mála annars staðar á Norðurlöndum og í Bretlandi. Þetta er áhugavert, því í Bretlandi tíðkast að háskólabókaverðir sitji í háskólaráðum en það gera háskólabókaverðir á Norðurlöndum almennt ekki. Markmiðið með þessari athugun er að benda á þá augljósu kosti sem þátttaka bókavarðanna í stjórnun háskólanna hefur fyrir bóka- söfnin. I ljósi fyrirliggjandi staðreynda og grundvallarreglna í stjórnun mun ég gera tillögur að breytingum á hlut ís- lenskra háskólabókavarða við stjórnun háskóla í náinni framtíð. Til að rökstyðja þær verða nefnd ýmis dæmi um hagsbætur, sem af hlytust, bæði fyrir bókasöfnin og há- skólana sjálfa. 2. Þróun íslenskra háskólabókasafna Samkvæmt lögum eru þrír háskólar í landinu, Háskóli Islands, stofnaður 1911, Kennaraháskóli Islands stofnað- ur 1971 og Háskólinn á Akureyri sem var stofnaður 1987. Eins og ég sagði fyrr eru háskólabókaverðir mjög fáir. 2.1. Háskóli íslands Háskóli Islands var settur á stofn 1911, þegar þrír skól- ar, Læknaskólinn sem stofnaður var 1876, Prestaskólinn, stofnaður 1847 og Lagaskólinn, stofnaður 1908, voru sameinaðir. Skólarnir þrír áttu hver um sig lítil söfn bóka, sem urðu að mestu leyti eign viðkomandi deilda í hinum nýja háskóla. Mynduðu þessir skólar fyrstu þrjár deildir háskólans. Fjórða deildin, heimspekideild, sem sett var upp 1911, eignaðist fljótlega nokkurt bókasafn líka. Þessar bækur dreifðust víða vegna skorts á húsnæði allt þar til aðalbygging háskólans var byggð 1940. Þá fyrst voru allar bækurnar sameinaðar á einn stað og Há- skólabókasafn formlega stofnað 1. nóvember 1940.1 Það tók reyndar nokkur ár að ná öllum bókunum saman. Nokkrir mikilsvirtir prófessorar höfðu ákveðnar skoðanir á því hvernig ætti að flokka bækur og voru andvígir sameiningarhugmyndinni. Þrátt fyrir þetta náði sameiningin fram að ganga og Háskólabókasafn dafnaði vel næstu 15 árin. Árið 1957 var afdrifarík ákvörðun tekin. Alþingi sam- þykkti að sameina Háskólabókasafn og Landsbókasafn og byggja Þjóðarbókhlöðu yfir söfnin á háskólalóðinni.2 Landsbókasafni var ætlað að þjóna æðri menntun og rannsóknum, en Háskólabókasafni stúdentum og há- skólakennurum. Meginrökin fyrir sameiningunni voru þau að fámennt ríki eins og ísland hefði ekki ráð á tveimur bókasöfnum og á þennan hátt nýttist fé best.3 Björn Sigfússon háskólabókavörður var á þessum tíma mjög hlynntur sameiningunni.4 Ekki var þó hafist handa við bygginguna strax. Það var ekki fyrr en 1970 að Alþingi ákvað að gefa þjóðinni Þjóðarbókhlöðuna í afmælisgjöf á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar 1974.5 Framkvæmdir hófust 1978 og er ekki lokið enn eins og allir vita. 2.1.1. Háskólabókavörður í Háskóla íslands Staða háskólabókavarðar varð til samkvæmt lögum 13. feb. 1943. Einar Ólafur Sveinsson hafði séð um safnið frá 1940, og var þá formlega settur í stöðuna. Hann gegndi henni til 1945, en þá tók við Björn Sigfússon sem unnið hafði á safninu með honum.6 Lögin, sem eru mjög stutt, segja í 1. gr. að komið skuli á stöðu háskólabókavarðar við Háskóla íslands og skuli menntamálaráðherra veita stöðuna, að fenginni umsögn háskólaráðs. I 2. gr. er tekið fram að háskólabókavörður skuli hafa sömu laun og fríðindi og prófessor.7 Það er eftirtektarvert, að staðan jafngildir prófessorsstöðu, en ef háskólabókavörður er ekki prófessor áður en hann hlýt- 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.