Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 57

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 57
Bókarýni Ritdómar Island í skrifum erlendra manna um þjóðlíf og nátt- úru landsins : ritaskrá / Haraldur Sigurðsson. - Reykja- vík : Landsbókasafn Islands, 1991. Nú eru liðin 400 ár síðan Arngrímur Jónsson lærði tók sér penna í hönd og snerist til varnar gegn þeim skrök- sögum sem sagðar voru af Islandi og Islendingum í út- löndum. Þótt viðleitni Arngríms bæri ekki tilætlaðan ár- angur strax, þá féllu skrif erlendra manna fljótlega eftir hans daga í nokkuð annan farveg, og má án efa þakka honurn það að hluta. Ahugi útlendinga á ævintýraland- inu íslandi og þjóðinni, sem byggir það, hefur þó haldist vakandi alla tíð og endurspeglast í hinum fjölbreytileg- ustu ritsmíðum. Ekki hafa aðrir fylgst með skrifum útlendinga um Is- land af meiri áhuga en við Islendingar sjálfir. Nú höfum við eignast þann lykil að þessum ritum, sem lengi hefur vantað, því að árið 1991 gaf Landsbókasafn út skrá um ísland í skrifum erlendra manna um þjóðlíf og náttúru landsins, eftir dr. Harald Sigurðsson fyrrverandi bóka- vörð og deildarstjóra í Landsbókasafni. Haraldur, sem er kunnastur fyrir hina miklu Kortasögu íslands, hóf snemma „að tína saman á seðla heiti ferðabóka og ann- arra rita, sem fjalla um ísland, mannlíf þess og náttúru“, eins og hann kemst sjálfur að orði í formála. A starfsár- um sínum í Landsbókasafni 1946-1978 vann hann öðrum þræði að þessu verki á vegum safnsins, og þegar hann lét af starfi, urðu seðlar þessir eftir í safninu. Nokkrir menn vissu af þeim þar, og var talsvert sótt í að fá að leita í þeim. Það var svo fyrir forgöngu landsbókavarðar og með styrk úr Vísindasjóði, að Haraldur var fenginn til að búa skrána til prentunar. Síðar veitti Eimskipafélag Is- lands nokkurn styrk til útgáfunnar. Skráin er allmikil að vöxtum, 163 bls., og má giska á að í henni séu hátt á fjórða þúsund færslur. Höfundur hefur leitað fanga víða, og sjálfsagt hafa Landsbókasafn og Há- skólabókasafn verið þar drýgst. En hann hefur einnig viðað að sér efni í öðrum söfnum, innlendum og er- lendum, einkabókasöfnum, svo og ýmsum bókaskrám. I tíma nær skráin frá öndverðu til ársloka 1973. Rétt er að leggja á það áherslu, að skráin tekur fyrst og fremst til rita um „þjóðlíf og náttúru landsins“, eins og segir í heiti hennar; því má finna þar hvað eina, sem lýtur að náttúru landsins, en skrif um bókmenntir og sagnfræði, svo eitt- hvað sé nefnt, eru auðvitað ekki tekin með. Eg hygg, að öllum, og þá höfundinum manna best, sé ljóst, að slík skrá getur aldrei orðið fullkomin; til þess er of erfitt að skilgreina efnið, og mikið af því er auk þess bæði tor- fundið og torfengið. En sem betur fer hefur höfundur ekki látið það draga úr sér kjark. Ekki munu öll þau rit, sem þarna eru nefnd, vera til á Islandi. Landsbókasafn og Háskólabókasafn reyna eftir föngum að safna því sem þau ná til af erlendum ritum, sem varða Island og íslensk málefni, en auk þess er tals- vert af slíkum ritum að finna í sumum sérfræðibókasöfn- um. Mikið vantar þó af þessu efni, einkum hið smæsta. Otulum bókasöfnurum hefur tekist með áhuga og þekk- ingu að skapa verðmæt söfn þessa efnis, og eins og ýms- um er kunnugt, hefur Haraldur Sigurðsson sjálfur dregið saman merkilegt safn á þessu sviði. Okkur Islendingum eru kannski stundum minnisstæð- astir þeir höfundar, sem skrifað hafa um okkur með hvað mestum endemum. Eg trúi því að Arngrímur lærði gæti allvel við unað, ef hann mætti líta yfir þessa skrá og kynna sér þau rit, sem þar er að finna. Þegar öllu er á botninn hvolft, ber þarna hæst hvers konar vísindarit og önnur verk, sem unnin eru af vandvirkni og góðum hug til lands og þjóðar. Skrá Haraldar hefur reynst mér hið mesta þarfaþing, og þótt sitthvað smálegt kunni að vanta í hana af því, sem þar mætti vera, þá vil ég ekki síst miða ágæti hennar við það, að gaman er að fletta henni. Þar hef ég rekist í fyrsta sinn á margt forvitnilegt, sem ég hafði ekki hug- mynd um að væri til. Þorleifur Jónsson, bókavörður á Landsbókasafni og Háskólabókasafni Reykjavík : valdar heimildir 1974-1991 / Bryndís Áslaug Óttarsdóttir. - Reykjavík : Lindin hf., 1992 Nýlega kom út lítil bók á vegum Lindarinnar hf. sem heitir Reykjavík. Valdar beimildir 1974-1991. Hún er skrá yfir helstu heimildir um sögu Reykjavíkur á 18 ára tímabili. Bryndís Áslaug Óttarsdóttir tók skrána saman og er hún að grunni til lokaverkefni í bókasafns- og upp- lýsingafræði við Háskóla íslands. Eins og kernur fram í titlinum er þó aðeins um valdar heimildir að ræða og má því líta á hana sem eins konar byrjun eða áhlaup á þann gríðarlega fjölskrúðuga flokk prentaðra heimilda sem ár- lega birtast um höfuðborg landsins. I inngangi er nákvæmlega tilgreint hvernig unnið var að verkinu, hvar var leitað fanga og hverju sleppt. Er því heiðarlega að verkinu staðið. Þeim, sem kunnugur er heimildum um sögu borgarinnar, verður fljótlega ljóst, er hann flettir kverinu, hvar því er helst áfátt. í inngangi er til dæmis tekið fram að æviminningum í bókaformi sé al- gerlega sleppt, en einmitt þar er afar fjölskrúðugur heim- ildaflokkur um borgina og væri þarft verkefni að fara vandlega í gegnum allar endurminningabækur og tína út það sem þar er að finna um Reykjavík. Það er að sjálf- sögðu mikið verk því viðbúið er „að í flestum þeirra séu einhverjar frásagnir um Reykjavík“, eins og tekið er fram í ir.ngangi. Greinar úr blaða- og tímaritaefni eru í þessu verki ein- göngu miðaðar við Lesbók Morgunblaðsins. Þar birtist að vísu reglulega eitthvert efni um sögu Reykjavíkur en það á við um fleiri blöð og tímarit. Kannski er ástæðan fyrir því að Lesbók Morgunblaðsins verður ein fyrir val- inu sú, að árlega birtist í henni ítarlegt og flokkað yfirlit um efni hennar og eru því hæg heimatökin. Þess skal hér getið að á Borgarskjalasafni Reykjavíkur hefur um ára- tugaskeið verið unnið að því að klippa út úr dagblöðum allt efni sem varðar Reykjavík sérstaklega og líma það inn í úrklippubækur eftir efnisflokkum. Þetta safn er 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.