Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 65
14. gr.
Ársþing skal haldið í maí.
15. gr.
Ársþing er lögmætt, ef löglega er til þess boðað.
16. gr.
Ársþing skal boða bréflega með mánaðar fyrirvara.
17. gr.
Dagskrá skal send þingfulltrúum eigi síðar en 10 dögum
fyrir þing, einnig endurskoðaðir reikningar og tillögur
eða mál sem stjórnin eða aðildarfélög óska að leggja fyrir
ársþing. Tillögur einstakra þingfulltrúa eða breytingar-
tillögur við fyrrgreind mál skulu lagðar fyrir skriflega.
18. gr.
Dagskrá þingsins skal a.m.k. vera:
1. Þingsetning.
2. Nafnakall.
3. Kosning fundarstjóra og ritara og varamanna þeirra.
4. Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikn-
ingar til samþykktar.
5. Lagðar fram skýrslur fastanefnda, stjórna aðildarfé-
laga og Þjónustumiðstöðvar bókasafna.
6. Lagabreytingar.
7. Skriflegar tillögur, sem borist hafa, teknar til um-
ræðu og afgreiddar.
8. Framkvæmdaáætlun næsta árs.
9. Fjárhagsáætlun og ákvörðun um gjald til sambands-
ins næsta ár.
10. Tilkynning um þá sem hafa verið kosnir í stjórn af
hálfu aðildarfélaga.
11. Kjör formanns, (annað hvert ár).
12. Kjör tveggja endurskoðenda og eins til vara.
19. gr.
Þingfundum skal stjórnað samkvæmt almennum þing-
sköpum. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum
málum nema öðruvísi sé ákveðið með lögum þessum.
VI. AUKAÞING
20. gr.
Stjórn sambandsins getur kallað saman aukaþing ef henni
þykir nauðsyn til bera, eða ef meirihluti aðildarfélaga eða
félög sem telja meirihluta félagsmanna í sambandinu
krefjast þess skriflega.
Aukaþing má boða með skemmst 5 daga fyrirvara.
VII. ALMENNIR FUNDIR
21. gr.
Stjórn sambandsins er heimilt að halda almenna fundi
hvenær sem hún telur ástæðu til og skulu þeir Qllum
opnir. Fundir þessi hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum
sambandsins, en geta samþykkt ályktanir sem beint er til
stjórnar eða annarra aðila.
VIII. LANDSFUNDUR BÓKAVARÐA
22. gr.
Ársþing tekur ákvörðun um það hverju sinni hvenær
landsfundir bókavarða skuli haldnir. Landsfundir eru
opnir öllum félagsmönnum, svo og öðrum einstaklingum
sem áhuga hafa á bókasafnsmálum.
IX. FJÁRMÁL
23. gr.
Á hverju ársþingi leggur stjórn sambandsins fram fjár-
hagsáætlun fyrir næsta ár.
Reikningsárið er almanaksárið. Reikningsskil skulu
gerð árlega, reikningar yfirfarnir og eignir kannaðar af
kjörnum endurskoðendum.
24. gr.
Hver meðlimur aðildarfélags greiðir árgjald til sam-
bandsins. Ársþing ákveður upphæð þessa gjalds að
fengnum tillögum stjórnar. Félagar í BVFI sem eru 67
ára og eldri skulu vera undanþegnir að greiða árgjald.
X. STJÓRN SAMBANDSINS
25. gr.
Kosning stjórnar: Stjórn sambandsins skipa tveir menn
úr hverju félagi - æskilegt að annar sé í stjórn viðkom-
andi félags - og tveir til vara.
Hvert félag kýs sína fulltrúa í stjórn fyrir ársþing sam-
bandsins.
Formaður er kosinn til tveggja ára í senn skriflegri
kosningu á ársþingi sambandsins af fulltrúum aðildarfé-
laganna. Hann má sitja 2 kjörtímabil.
Stjórnin skal kosin til tveggja ára og skal hún skipta
með sér störfum (varaformaður, ritari, gjaldkeri, ritari fé-
lagatals, meðstjórnendur). Kosning skal fara fram árlega
um helming stjórnar (einn aðalmann og einn varamann
úr hverju félagi).
Heimilt er að kjósa félaga að nýju í stjórn þegar ár er
liðið frá því að hann vék úr henni.
26. gr.
Stjórnarfundi skal kalla saman svo oft sem þurfa þykir,
þó eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði vetrarmánuðina,
ennfremur ef meirihluti stjórnar æskir þess. Dagskrár sé
getið með fundarboðum. Stjórnarfundur er lögmætur
þegar meirihluti stjórnar er á fundi. Einfaldur meirihluti
ræður úrslitum mála á stjórnarfundum.
27. gr.
Stjórn sambandsins stjórnar málefnum þess milli þinga.
Stjórnin annast rekstur sambandsins og hagar störfum
sínum í samræmi við lög og samþykktir þess.
Verkefni stjórnar eru m.a.:
- að koma fram fyrir hönd sambandsins bæði gagnvart
innlendum og erlendum aðilum;
- að afgreiða erindi sem sambandinu berast frá innlend-
um og erlendum aðilum;
- að annast útgáfu blaðs;
- að undirbúa ársþing og aðra fulltrúafundi;
- að halda almenna félagsfundi;
- að hlutast til um að stofnaðar verði nefndir og starfs-
hópar, sem sinni einstökum verkefnum, og setja þeim
starfsreglur;
- að ráða starfsmann.
XI. LAGABREYTINGAR
28. gr.
Lögum sambandsins verður aðeins breytt á ársþingi og
skulu tillögur til lagabreytinga sendar fulltrúum með
fundarboði. Lagabreyting telst því aðeins samþykkt, að
tveir þriðju fundarmanna greiði henni atkvæði.
65