Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 43

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 43
ur stöðuna verður hann það ekki við stöðuveitinguna. Jafnvel þó að lögin tryggðu Háskólabókasafni stöðu deildar og háskólabókaverði stöðu deildarstjóra að ein- hverju leyti, fékk hann hvorki sæti í háskólaráði né öðr- um stjórnarnefndum háskólans. Samkvæmt þágildandi lögum var stjórn háskólans í höndum rektors og deildar- forseta og þeir einir áttu sæti í háskólaráði.8 Það er enn svo að háskólabókavörður situr ekki í háskólaráði. 2.1.2. Árin 1957-85 Háskólabókasafn átti velgengni að fagna fyrstu 15 árin, en eftir það fór að halla undan fæti. I viðtali við dr. Björn Sigfússon sem tekið var 1990 sagði hann: Sérhver utanför mín árin 1957-1961 skerpti þá vitn- eskju að þau árin hafði Island náð að stöðvast á til- tölulega úreltara þrepi en það stóð 1946, þá með óþreytta þjóð meðan aðrir voru þreyttir að moka til stríðsrústum sínum. Því fannst mér allt frá 1957 þurfa ný markmið í stéttarsköpun og eins áherslu á bygg- ingu þjóðarbókhlöðu á Melunum. Meðan þau tvenn skilyrði til undirstöðu vantaði fannst mér ímynd safns míns minna kvalræðislega á hrunda rúst þess hugtaks, sem verðskuldað hefði að heita háskóla- bókasafn. 9 Þetta eru alvarleg orð og ekki sögð sársaukalaust. Á ár- unum 1957-85 óx Háskóli Islands hröðum skrefum. Stúdentum fjölgaði ört svo og háskólamenntuðum starfsmönnum, nýjar deildir og stofnanir urðu til. Því miður naut bókasafnið lítils af þessum vexti. Húsnæði þess var orðið ófullnægjandi og neyddust menn þá til að dreifa bókunum og mynda lítil deildabókasöfn um alla Reykjavík. Voru mörg þeirra ómönnuð. Fjárveitingar til rekstrar voru skornar við nögl og höfðu ekki við verð- bólgunni, sem á þessum árum náði oft 60 %. Þá fjölgaði starfsmönnum safnsins ekki sem skyldi. I ársskýrslu 1983 birtir núverandi háskólabókavörður Einar Sigurðsson nokkrar fullyrðingar sem settar voru fram vegna nefnd- ar, sem vinna átti að áætlunargerð um þróun háskólans 1985-1989. Það sem fylgir hér á eftir eru meginatriði úr ársskýrslunni og er ekki hægt að taka þau öðruvísi en sem neyðaróp. - Allt bókarými Hbs. má teljast fullnýtt. . . - Lesstofur eru dreifðar. Þar er víða lélegt skipulag og lítið eftirlit. . . - Ljóst er, að Hbs. flyst ekki í Þjóðarbókhlöðu á þessum áratug. Háskólinn þyrfti að leggja meiri áherslu á það en hingað til. . . - Þrátt fyrir allgóða hækkun ritakaupafjár milli ár- anna 1983/84, verður ekki annað séð en segja þurfi upp allt að þriðjungi tímaritakostsins á árinu 1984. . . - Föstum stöðum í safninu hefur ekki fjölgað síðan 1975. . . - Við stofnun nýrra greina, lengingu náms í öðrum og eflingu rannsókna hefur þess ekki verið gætt að leggja bókasafninu til aukna þjónustugetu, sem svarar hinum nýju þörfum. . ,10 Það var ekki fögur sýn sem við blasti. Hvers vegna og hvernig hafði þetta farið svona? I ársskýrslunni segir Einar einnig: Þetta leiðir hugann að því, að bókasafnið er um of ut- anveltu, þegar um er að ræða töku ákvarðana um ým- is þróunarmál háskólans." Hvers vegna var bókasafnið utanveltu og átti ekki full- trúa í stefnumarkandi nefndum og ráðum, svo sem há- skólaráði? Almennt er talið að fyrirhugaður samruni Há- skólabókasafns og Landsbókasafns sé meginástæðan. Meðfylgjandi rök styðja þá skoðun. Háskólinn sleppti hendinni af bókasafninu að nokkru leyti og tengdist safnið honum því ekki eins náið og fyrstu 15 árin. Eftir að ákveðið var að sameina söfnin tvö var ekki eins nauðsynlegt að huga að þörfum safnsins og áður. Þó að þörfin yxi reyndi háskólinn ekki að finna fram- tíðarlausn á húsnæðisvanda safnsins heldur hélt hann að sér höndum og beið eftir að ríkið hæfist handa við hina fyrirhuguðu byggingu. Háskólinn hafði eigin sjóði, sem ætlaðir voru til bygg- inga, en vildi ekki deila þeim með ríkinu. Skólinn átti því ekki gott með að reka á eftir ríkinu við bygginguna. Nú- verandi háskólarektor, sem þá var prófessor og formaður bókasafnsnefndar, Sveinbjörn Björnsson, skrifaði í árs- skýrslu bókasafnsins 1989 að til þess að ljúka bygging- unni, sem er engin smásmíði, hefði háskólinn þurft að nota alla sína sjóði í 15 ár. Hann skrifaði ennfremur að framkvæmdin væri lúxus, sem háskólinn hefði aldrei lagt út í á eigin spýtur.12 2.1.3. Breytingar til betri vegar Neyðaróp skýrslunnar sem ég nefndi að framan og ástandið í málefnum safnsins varð óhjákvæmilega til þess að umræður spunnust um bókasafnið innan háskólans og í háskólaráði. I febrúar 1986 skipaði háskólaráð vinnu- hóp, sem hafði það hlutverk að skrifa skýrslu um brýn- ustu þarfir safnsins, skilgreina hlutverk þess og gera til- lögur til styrkingar á stöðu þess innan háskólans. Vinnuhópurinn skilaði skýrslu til háskólaráðs í apríl sama ár. I henni voru 5 tillögur til úrbóta. Fyrstu fjórar tillögurnar tóku til þess með hvaða hætti væri hægt að fá stúdenta til að nota safnið meira og hvernig útvega mætti auknar fjárveitingar til starfsmannahalds og rekstrar. Einnig var þarna tillaga til úrbóta í húsnæðismálunum. Fimmta tillagan á erindi hér og vitna ég til hennar. Háskólaráð setji safninu stjórn, sem yrði vinnunefnd ráðsins í málefnum safnsins. Háskólabókavörður sitji í háskólaráði með málfrelsi og tillögurétt, þegar mál- efni tengd safninu eru til umfjöllunar.13 Háskólaráð samþykkti tillögurnar fimm og tilnefndi fulltrúa í bókasafnsstjórn til fjögurra ára. í stjórninni voru háskólabókavörður, þrír fulltrúar kennara og einn fulltrúi stúdenta. Árið 1990, þegar aftur var skipað í stjórnina, var einn af stjórnarmönnunum fulltrúi há- skólaráðs.14,15 Bókasafnsstjórnin hefur verið virk og gert þó nokkrar endurbætur á stjórn bókasafnsins. Gerðar voru áætlanir um framtíð safnsins og því sett markmið. Háskólaráð samþykkti áætlanirnar og ákvað að styrking bókasafns- I 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.