Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 19
Nanna Þóra Áskelsdóttir Bókver í Bókasafni Vestmannaeyja Bókasafn Vestmannaeyja er almenningsbókasafn og er í eigin húsnæði (rúmlega 800 fermetrum), sem það flutti í árið 1977 og er útlit fyrir að verði til fram- búðar, a.m.k. næstu 10 árin. Bókaeign safnsins er rúmlega 50.000 bækur og önnur gögn. Tölvukerfið sem notað er heitir Bókver og er upp- haflega hannað fyrir Bókasafn Kópavogs. Það er íslenskt bókasafnskerfi. Safnið tók kerfið í notkun árið 1984, breyting varð á því árið 1988 og aftur í lok ársins 1991. Bókver var upphaflega byggt upp eins og aðfangaskrá og því takmarkaðar upplýsingar þar að finna, einungis höfund, titil, útgefanda, útgáfuár og tegund gagns. Það var ekki fyrr en í desember árið 1991 sem hægt var að skrá inn ítarlegri upplýsingar. Nú er hægt að skrá og leita eftir höfundi, titli, tegund gagns, marktölu, efni, efnisorði, flytjanda lags, heiti lags, leikstjóra, útgefanda, útgáfustað, útgáfuári, endurútgáfu, þjóðerni höfundar, frumtitli, þýðanda, ISBN-númeri, blaðsíðutali, frágangi bókar ofl. Bókasafn Framhaldsskóla Vestmannaeyja er skráð inn í kerfið, sem er hagkvæmt vegna þess að það gefur meiri yfirsýn yfir bókaeign í bæjarfélaginu og vonast er til þess að söfn grunnskólanna verði einnig skráð inn í kerfið. Helstu gallar kerfisins eru að það er íslenskt og ekki með MARC-sniði, sem er forsenda þess að sem flest söfn noti sams konar skráningarkerfi. Ástæða fyrir því að safnið tók upp þetta tölvukerfi var að spjaldskráin var léleg og ekki var lengur hægt að bíða eftir að almenningsbókasöfn sameinuðust um eitt tölvu- kerfi, enda liðu 6 ár frá því að byrjað var að tölvuvæða í Eyjum þar til (1990) að um 20 söfn völdu kerfið Mikro- MARC. Skráning í kerfið er mjög auðveld, því hver hluti er á sér svæðum sem kalla má fram og einungis þarf að skrá t.d. höfund, einu sinni, eftir það er hægt að „ná í hann“ í sérstaka skrá. Er það mjög hagkvæmt, því með þessu er minni hætta á ósamræmi við skráningu hvers þáttar. Vegna þess hve fá söfn nota þetta kerfi verður öll þjónusta mun dýrari. I dag er Bókver notað í 4 almenningsbókasöfnum. Reynt er að hafa umræðufundi að minnsta kosti annað hvert ár. Helsti kostur kerfisins er útlánaþátturinn sem er þægi- legur í vinnslu og heldur mjög vel utan um allar upplýs- ingar. Bókver er ekki tengt við aðra gagnagrunna. Eg tel það ekki kleift vegna þess að kerfið byggir ekki á MARC- sniði færslna. LENGIÐ LIF BOKANNA! BÓKAPLAST - KORTAPLAST - HÁLFSTÍFT PLAST - STÍFAR KILJUKÁPUR KJALBÖND - STYRKTARB ÖND - LÍM - GRISJA TÍMARITABOX - TÍMARITAMÖPPUR Einnig margs konar smávörur til merkinga og útstillinga fyrir bókasöfn og stofnanir YERIÐ VELKOMIN! ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ BÓKASAFNA Laugavegi 163 - Pósthólf 5331,125 Reykjavík - Sími 91-612130 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.