Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 37

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 37
Ólíkt starfsfólk Ekki nægir að hugsa um skiptingu starfsfólks í bóka- safnsfræðinga, bókaverði, skrifstofufólk o.s.frv., heldur verður að taka með í reikninginn þætti eins og kyn, aldur og persónuleika. Sem dæmi um mun á starfsfólki mætti taka bókasafns- fræðing með margra ára reynslu í upplýsingaþjónustu, sem nýtur þess að finna upplýsingar og heimildir í bók- um og tímaritum á „gamla mátann“. Þessi spennandi „leynilögregluleikur" var e.t.v. ástæðan fyrir því að við- komandi kaus sér þetta starf. Þessi bókasafnsfræðingur er ekkert spenntur fyrir nýrri tækni sem hugsanlega rýrir sérþekkingu hans; þekkingu sem tekið hefur hann mörg ár eða áratugi að öðlast. Aftur á móti vonar ef til vill ný- útskrifaður bókasafnsfræðingur í upplýsingaþjónustu, að tölvutæknin muni bæta úr reynsluleysi hans. I bókasöfnum starfar oft námsfólk í hlutastarfi eða ungt fólk sem ekki er búið að ákveða hvað það ætlar að gera í framtíðinni. Þetta unga fólk er alið upp við tölvur, hefur leikið sér á þær frá barnsaldri og er vant því að vinna skólaverkefnin sín á heimilistölvuna. Unga fólkið lætur sér fátt um finnast þótt bókasafnið tölvuvæðist. Þar starfa líka konur „á besta aldri“, sem unnið hafa ár- um saman á bókasafninu og ætla að vinna þar til starfs- loka. Þær hafa enga reynslu af tölvum og vex það í aug- um að verða nánast eins og nýgræðingar um tíma. Framkvæmd Þátttaka Ekki geta allir tekið jafnan þátt í gagnainnslætti, sem er aðalvinnan fyrst eftir að tölvuvæðingin er komin til framkvæmda. Getur svo farið að sumir telji sig setta til hliðar, t.d. starfsfólk í deildum sem ekki á að tölvuvæða strax. Það er mikilvægt, að menn viti ástæður (fjárhags- legar eða tæknilegar) fyrir þess konar forgangsröðun. í sömu deild eða á sama stað er best að allir taki þátt í vinnunni, þó e.t.v. ekki í nákvæmlega sama mæli. Þótt sumir starfsmenn séu lengur en aðrir að vinna ákveðið verk, bætir betri starfsandi mismuninn upp. Miðlun Oft hugsa yfirmenn ekki um miðlun upplýsinga til starfsmanna eða telja það allt of mikla tímasóun að standa í slíku. Þeir nota þá afsökun að starfsmenn hafi ekki áhuga fyrir tölvuvæðingunni (eða jafnvel bókasafn- inu!), en hugsi aðeins um eigin hag, þægilegri vinnu og hærra kaup. Boðleiðir þurfa að liggja í allar áttir, „upp“, „niður“ og „til hliðar“. Dæmi um boðleiðir eru fréttabréf, orðsending- ar, starfsmannafundir, fundargerðir, fyrirlestrar, heimsókn- ir, hópvinna og „opnar dyr“ (10, s. 33-34 og 15, s. 208). Tölvuvæðing er gott tilefni til að breyta boðleiðum og bæta miðlun. Það er nánast regla, að miðlun upplýsinga innan stofnunar er í verra ástandi en menn telja. Þjálfun Þjálfun er, ásamt almennri þátttöku starfsmanna, grundvallaratriði fyrir því að tölvuvæðing takist vel. Starfsfólk verður að vera þess fullvisst, að það fái góða og næga þjálfun til að takast á við breytta tíma. Aldrei er of snemma farið af stað með kynningu. Ýmsar aðferðir er hægt að nota við þjálfun og kennslu t.d. almenna kynningu fyrir alla starfsmenn, hópkennslu eða einstaklingsþjálfun. Best er að nota allar aðferðir. Sá sem kennir, má hvorki ætlast til of mikils né vanmeta starfsmenn. Seljendur bjóða oft aðeins upp á almenna kynningu tölvukerfisins og þeir eru ekki á staðnum til að svara spurningum sem koma upp síðar. I bókasöfnum er yfir- leitt ekki sérstakur starfsmaður sem sér um þjálfun starfsfólks og kerfisfræðingurinn/-bókavörðurinn er önnum kafinn sérstaklega í upphafi tölvuvæðingar. Þjálf- unin lendir því oft á „millistjórnendum", sem sjálfir eru e.t.v. aðeins skrefi á undan þeim sem þeir eiga að kenna. Sumir vilja aðeins læra það sem þeir þurfa til að geta innt starfið skammlaust af hendi, en aðrir vilja læra meira. Erfitt getur verið að meta hve mikið á að kenna hverjum starfsmanni, en meginreglan ætti að vera sú að kenna hverjum og einum eins mikið og hann ræður við. Hefja ætti þjálfun eldri starfsmanna sem fyrst. Þessir starfsmenn reyna stundum að fresta því að læra á tölvur, og vona að þeir losni við þessa nýju tækni á einhvern dularfullan hátt. Oft er þetta fólk í mikilvægum stöðum og má þjálfun þess því ekki dragast á langinn. Eigin handbók er ómissandi. Seljendur tölvukerfa bjóða handbækur, en þær eru oft yfirborðskenndar og ekki full- nægjandi. Oftast búa bókasöfn til eigin handbækur, sem eru ítarlegri og hafa þá vinnureglur safnsins með. Hand- bók, sem samin er í bókasafninu er auðskiljanlegri, því í henni er hægt að nota málfar sem starfsfólkið er vant. Halda þarf handbókinni stöðugt við, svo starfsmenn geti treyst því að hún sé alltaf rétt. Handbókin er síðan notuð sem kennslubók þegar nýtt fólk hefur störf. Hyggja þarf að fræðslu um annað sem tengist vinnu við tölvur, t. d. líkamsbeitingu og framkomu við lánþega. Leggja verður áherslu á rétta líkamsbeitingu og hvíld frá tölvum með vissu millibili. Þjálfa þarf framkomu við lán- þega og minna starfsmenn á að horfa framan í þá, en stara ekki stöðugt á skjáinn! Neikvæð áhrif tölvuvæðingar, streita og andstaða gegn breytingu Hin mikla breyting sem tölvuvæðing hefur í för með sér, veldur óhjákvæmilega streitu á vinnustað. Streita get- ur bæði verið hvetjandi og letjandi (4, s. 94). Streita er ekki alvond og vinnan væri tilbreytingalítil, ef hún væri alveg streitulaus. Of mikil streita getur hins vegar verið heilsuspillandi. Því er mikilvægt að þekkja einkennin og halda henni innan vissra marka. Margir þættir valda streitu, en helstir eru: Umhverfis- þættir, þættir sem varða starfið, tengsl yfir- og undir- manna og eðli tölvuvinnu (15, s. 50). Tölvuhræðsla getur verið sálrænt vandamál. Fólk er hrætt um að eyðileggja eitthvað og alls konar skilaboð á skjánum ruglar það í ríminu. Fólk sem alltaf hefur verið ánægt í vinnunni, getur farið að kvíða því að mæta næsta dag og eiga jafnvel erfitt með svefn. Tölvuvæðing getur gert störf fábreyttari eða dregið úr mikilvægi sérþekkingar. Bókasafnsfræðingar sem áður unnu við frumskráningu eyða nú í sumum söfnum mest- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.