Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 27

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 27
Kristín Indriðadóttir Gegnir í bókasafni Kennaraháskóla Islands Við val á tölvukerfi fyrir bókasafn Kennaraháskóla Islands réðu fyrst og fremst tvö meginsjónarmið. Annars vegar reynir safnið að styðja sem best markmið móðurstofnunarinnar og stuðla að framgangi kennara- menntunar. Hins vegar er einnig lögð áhersla á að þau gögn sem keypt eru í safnið nýtist öðrum sem kunna að þurfa á þeim að halda. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að vissar námsbraut- ir Kennaraháskólans, eins og t.d. sérkennslufræði, hafi verið kenndar víðs vegar um landið. Nú um áramótin 1992/1993 fór af stað Farskóli KHÍ. Þar er um að ræða almennt kennaranám með fjarkennslusniði sem menn geta stundað, hver í sinni heimabyggð. Mjög fáir úr þessum nemendahópi eiga auðvelt með að koma reglulega í Kennaraháskóla- bygginguna við Stakkahlíð. Við þessar kring- umstæður er því lykilatriði að skráin yfir okkar ritaeign sé aðgengileg gegnum Islenska menntanetið, en allir farskólanemendur eiga að hafa aðgang að því í einhverri stofnun og sama gildir um marga sérkennaranema. Með því að kaupa sérkerfi eins og mörg smærri söfn hafa nú gert, hefði Kennarahá- skólinn auðvitað getað haldið vel utan um sinn ritakost hvað varðar skráningu, útlán og upplýsingar, sem nýst hefðu þeim sem koma í safnið og í stjórnunarlegum tilgangi. Þá hefðu menn hins vegar ekki átt jafn greiðan aðgang að skránni án þess að koma í bygginguna. Sá valkostur var því ekki viðunandi miðað við meginsjónarmið okkar. Stjórnendur Þjóðarbókhlöðusafnanna gáfu strax til kynna að minni söfn gætu tengst Gegni og buðu okkur gott boð sem samrýmdist stefnu okkar. Kennaraháskól- inn fékk fulla aðild að kerfinu og notar Gegni því sem sitt bókasafnskerfi og mun í framtíðinni taka upp alla þá þætti sem það býður upp á. Enn sem komið er höfum við þó aðeins tekið upp skráningarþáttinn, en vonumst til þess að geta tekið upp tölvuskráð útlán haustið 1993. Með því að velja Gegni teljum við að ritakostur þátt- tökusafnanna nýtist betur og efnisval verði markvissara auk þess sem vinna við skráningu dreifist. Þá má geta þess að mikið öryggi hvað snertir viðhald og þróun kerf- isins fylgir því að verða samferða stærstu söfnunum. I bókasafni KHI eru u.þ.b. 55.000 gögn (eintök). Rita- kosturinn er einkum á sviði uppeldis- og kennslumála, en þó einnig einhver í öllum þeim greinum sem kenndar eru sem valgreinar í kennaranáminu. Hluti efnisins er fræðilegur og fellur að venjulegum safnkosti háskóla- bókasafna, en að öðrum hluta er efnið miðað við börn og unglinga. Hér er t.d. átt við allt grunnskólanámsefni og fræðibækur fyrir börn og unglinga auk barnabóka. Árleg útlán hafa verið u.þ.b. 32.000 tvö síðustu ár. Þar af hafa rúmlega 20% farið til lánþega sem ekki stunda nám eða störf við KHÍ í Reykjavík. Fjölmennustu hóp- arnir meðal utanaðkomandi lánþega eru kennarar á öll- um skólastigum og nemendur Háskóla Islands. Það hlýt- ur því að vera hagsmunamál þessara hópa að fá ritakost KHI inn í Gegni. Um leið og skólar tengjast Islenska menntanetinu eiga þeir greiða leið að Gegnisskránni. Fyrir þá sem daglega koma til náms eða starfa í skóla- byggingunni við Stakkahlíð hefði mátt einu gilda hvort Gegnir eða sérkerfi varð fyrir valinu. Háskólakennarar stunda hins vegar rannsóknir sínar oft á tíðum annars staðar og fá til að mynda reglulega rannsóknarorlof sem þeir verja erlendis. Hvar sem þeir komast inn á norrænu háskólanetin eða á Internet er ekkert auð- veldara en að fullvissa sig um ritakost heima- safnsins með því að fletta upp í Gegni. Innan skólans er staðarnet og geta þeir flett þar upp frá eigin skrifborði. Fyrir kennaranema er það mikill kostur að geta séð í sömu skránni ritakost þeirra safna sem þeir nota mest. Forgangsröð í skráningu ræðst af við- fangsefnum innan Kennaraháskólans og þá einkum þeim sem nemendur í fjarnámi eru að fást við. Spjaldskránni var lokað vorið 1992 og allar bækur sem komu í safnið eftir þann tíma voru skráðar inn í Gegni. Um 80% af skráningarfærslum á erlendar bækur er unnt að veiða í OCLC. Þegar um svo viðamikið tölvukerfi er að ræða er ekki að búast við öðru en að það hafi mikla kosti, en um leið einhverja annmarka. Það er kannski ekki jafn auðvelt að þjóna þröngum hagsmunum einstakra stofnana og þegar um minni kerfi er að ræða, en samnýtingarsjónarmiðið vegur þungt á móti. I bókasafni KHI, eins og sjálfsagt öllum söfnum, hefur ákveðið vinnulag orðið til á löngum tíma. Þetta vinnulag hefur rniðað við að gera sem best við tiltölulega frumstæð skilyrði samanborið við þau sem nú blasa við. Bæði þeir sem starfa í söfnunum og þeir sem njóta þjónustu þeirra, þurfa vissan tíma til þess að aðlagast þeirri byltingarkenndu breytingu sem bætt skráning og tölvuvæðing ýmissa verkþátta býður upp á. Þegar nokkur söfn nota sama kerfið sem alhliða bóka- safnskerfi verður nauðsynlegt að koma á samstarfi þeirra. Þetta er kostur og mun örugglega koma notend- um allra safnanna til góða. Viss samræming verður óhjá- kvæmileg, en kerfið leyfir samt nokkurn sveigjanleika og sjálfstæði, t.d. í sambandi við flokkun og röðun. Ég tel þó æskilegt að haft verði formlegt samráð á milli aðildar- safnanna um skráningu, flokkun, efnisorðagjöf og grisj- un til þess að gera skrána betri. Þegar á heildina er litið, trúi ég að þessi sameiginlega skrá muni eiga stóran þátt í því að koma upp markvissum fræðilegum ritakosti við hæfi íslenskra námsmanna, fræðimanna og fróðleiksfúsr- ar alþýðu. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.