Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 20
Súsanna Flygenring, Borgarbókasafni Dobis/Libis Borgarbókasafn Reykjavíkur er almenningsbókasafn sem rekur auk aðalsafns og lestrarsalar fimm út- lánsdeildir, tvo bókabíla, sérþjónustuna Bókin heim, sér- útlán og skipaútlán. Farið var að huga að tölvuvæðingu Borgarbókasafns fyrir allmörgum árum. Helstu ástæður þess voru þörf fyrir betra útlánakerfi og samskrá fyrir allt safnið sem væri aðgengileg í öllum deildum þess. Helstu kröfur safnsins til tölvukerfis voru að það gæti þjónað deildaskiptu safni. Lánþegaskrá varð að vera sameiginleg og kerfið varð að ráða við skráningu á öllurn tegundum safnefnis. Vegna stærðar safnsins var ljóst að einungis kerfi sem keyrt væri á stórtölvu kæmi til greina. Mörg tölvukerfi voru skoð- uð, og var ákveðið að velja bókasafnskerfið Dobis/Libis. Kerfið er í eigu Skýrr og var samningur milli Skýrr og Reykjavíkurborgar um notkun Borgar- bókasafns á öllum þáttum kerfisins und- irritaður 30. júní 1989. Þeir þættir Dobis/ Libis sem nú þegar eru komnir í notkun í Borgarbókasafni eru leit, skráning, útlán, póstur og almenningsaðgangur. Eft- ir eru aðfangaþáttur og tímaritaþáttur. Áætlað er að taka aðfangaþáttinn í notkun síðar á þessu ári og tímaritaþáttinn í framhaldi af því. Væntum við þess að njóta þar góðs af reynslu Bókasafns Landspítal- ans. I Borgarbókasafni eru nú 40 vinnslustöðvar tengdar D/L. I Sólheimasafni, Bústaðasafni og Seljasafni er net- tenging um gátt, sk. Tokanet, en aðalsafn og Gerðuberg tengjast í gegnum skjástjórnareiningu. Ýmsar tegundir af skjám og tölvum eru notaðar, t.d. IBM, Ericson, Hyund- ai og Ambra. 14 lesarar (ljóspennar og lesbyssur) eru í notkun og 12 prentarar. Allar vinnslustöðvar eru í beinlínusambandi við D/L hjá Skýrr sem á kerfið og sér um rekstur þess og viðhald. Skýrr rekur netþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og sér um að samband haldist við útstöðvar ef eitthvað bregður útaf. Það er töluverður kostur fyrir safnið að þurfa ekki sjálft að reka kerfi með þeim mannafla og þeirri sérfræðiþekkingu sem til þess þarf, ekki síst með tilliti til langs opnunartíma safnsins. Með tengingu Borg- arbókasafns við Skýrr fékk safnið líka aðgang að ýmsum tölvukerfum sem auðvelda skrifstofuvinnu, t.d. þjóðskrá, launakerfi Reykjavíkurborgar og Meistaranum, sem er m.a. tölvupóstur og ritvinnslu- og skjalavistunarkerfi. Þegar samningur við Skýrr var undirritaður setti Borg- arbókasafn fram kröfur um breytingar á kerfinu til að laga það að þörfum safnsins. Þeim breytingum er að mestu lokið, og þó ýmsar breytingar og lagfæringar hafi tekið of langan tíma að okkar áliti, ganga dagleg störf snurðulaust. Með því að taka upp tölvukerfi urðu miklar breytingar á vinnubrögðum í safninu. Fyrir marga var um byltingu að ræða því fjölmargir af starfsmönnum höfðu aldrei svo mikið sem snert tölvu áður og voru jafnvel mjög óvanir vélritun. Það tók því mislangan tíma fyrir starfsfólk að læra á kerfið, en í heildina gekk það vel og er t.d. mjög fljótlegt að læra skráningu. Kerfið byggir á valmyndum þar sem hver skjá- mynd leiðir notandann að þeirri næstu. Með aukinni þjálfun má nýta sér styttingarleið- ir sem flýta mjög fyrir. D/L svarar öllum helstu kröfum safnsins til tölvukerfis og helstu kostir tölvu- væðingarinnar eru þessir: - Betri yfirsýn yfir safnkostinn í heild, þar sem allar deildir safns- ins hafa nú aðgang að einni og sömu skrá. Það leiðir af sér betri upplýsingaþjónustu, markvissari innkaup og betri nýt- ingu á safnkostinum. - Bætt þjónusta við lánþegana, bæði í formi betri upp- lýsingaþjónustu og nákvæmra upplýsinga um eigin stöðu. - Vinnusparnaður - sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Sem dæmi má nefna að vinna við innheimtu hefur nánast horfið. Strikamerki, kjalmiðar og aðrir merkimið- ar eru prentaðir beint út úr kerfinu, sem sparar nrikla vélritunarvinnu. Oll vinna við framleiðslu spjaldskrár- spjalda og viðhald margra spjaldskráa hverfur, en vinnu- sparnaður við innkaup og skráningu mun koma enn bet- ur í ljós þegar aðfangaþátturinn verður tekinn í notkun. D/L er gagnagrunnskerfi þar sem mörg söfn geta tengst og samnýtt upplýsingar í kerfinu. Tvö önnur söfn eru með aðild að kerfinu, en það eru Bókasafn Landspít- alans og Stjórnarráð Islands (Fjármálaráðuneytið), sem fékk aðgang að leit og skráningu haustið 1992. Þau söfn sem nota tölvukerfið Ernblu geta fengið keyptar færslur úr D/L frá Skýrr. Samstarf milli notenda felst aðallega í gagnkvæmu upplýsingastreymi um notkun kerfisins. Safnkostur Bs. Landspítala og Borgarbókasafns skarast ekki mikið og skráningarvinna samnýtist því helst þegar um íslenskar bækur og tímarit um heilbrigðismál er að ræða. I Bs. Landspítala eru tímarit um heilbrigðismál greiniskráð. Sú 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.