Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 30

Bókasafnið - 01.04.1993, Blaðsíða 30
ar, ritraðartitlar og titilafbrigði), marktölum og efnisorð- um. Kerfið gefur einnig kost á samsettri leit (Boolean) og ítarlegri leit, en þá er hægt leita eftir hverju sem er og hvar sem er í færslunni. Utlánakerfi tengt skráningunni fylgir. Hægt er að tengja ljóspenna við útlánakerfið. Kerfið lætur vita ef bók sem beðið er um er í útláni. Auðvelt er að afrita nemendalistann úr skólaskránni yfir í lista yfir safnnot- endur. Auðvelt er einnig að fylgjast með vanskilum, prenta út lista yfir bækur í láni, yfir lánþega og prenta út rukkanir. Hægt er að efnistaka tímarit í kerfinu, þ.e. skrá greinar eftir höfundi og titli, efnisorði(-um) og svo titli tímarits, árgangi, ári og öðru því sem einkennir ritið frá öðrum. Auðvelt er að flytja skráningu (tölvuskrá) á milli safna. Sömuleiðis er auðvelt að flytja á milli safna efnisorðaskrá og heimildalista. Það sem m.a. gerir þetta kerfi frábrugð- ið öðrum kerfum sem undirrituð hefir skoðað er að hægt er að skrá heimildalista safnsins inn í það. Síðan er hægt að prenta út í einni leit úr öllum gagnagrunninum allt sem til er um tiltekið efni í skránni yfir bækur og nýsi- gögn, í tímaritaskránni og í áðurnefndum heimildalist- um. Fljótlega stendur til að höfundur búi til samskipta- forrit sem auðveldar að taka inn færslur með MARC- sniði. Kerfi þetta er að mínu mati ákaflega „notendavænt“, því auðvelt er að skrá inn í það upplýsingar um bækur og önnur gögn og sömuleiðis er auðvelt að breyta og leiðrétta það sem áður hefur verið skráð. Það er einnig auðvelt fyrir notendur, þ.e. starfsfólk safnsins, nemendur og kennara, að leita að upplýsingum og prenta út heim- ildalista eða einstakar leitir. Auðvelt er og fljótlegt að taka inn færslur úr tölvu- skrám annarra safna sem nota Metrabók. Samvinna hefur því átt sér stað milli 5 framhaldsskólasafna um skráningu safnkosts og hafa söfnin skipt á milli sín skráningu ákveðinna flokka flokkunarkerfisins. Höfundur forrrits- ins hefur einnig í hyggju að búa til samskiptaforrit fyrir notendur þannig að hægt sé að taka inn færslur með MARC-sniði. Þjónusta við notendur hefur verið góð og varla ástæða til að ætla annað í framtíðinni. Höfundur forritsins hefur alltaf verið reiðubúinn til að leysa sérmál einstakra safna. Forritið er unnið í CLIPPER og því ætti ekki að vera ómögulegt fyrir aðra að setja sig inn í það ef nauðsyn ber til. Ótvíræður kostur við þjónustuna er sá að fljótlegt og auðvelt er að ná til höfundar forritsins en slíkt er ekki alltaf hægt að segja annars staðar. Ef kostir forritsins eru dregnir saman má segja eftirfar- andi: það er aðgengilegt - auðvelt í allri notkun - ódýrt - gefur mikla möguleika - þjónusta er góð - flutningur gagna milli safna er auðveldur. Ert Þú að leita að heppilegum kosti í sambandi við tölvuskráningu bókasafnsins? Er þetla þá ekki það sem þig vantar? Hugbúnaður fyrir PC-tölvur sem: 0 Býður upp á víðtæka skráningu 0 Er einfaldur í notkun 0 Býður upp á fjölbreyttar útprentanir 0 Er með útlánakerfi 0 Er þegar í notkun í fjölda bókasafna 0 Tekur upplýsingar úr öðrum kerfum 0 Er í stöðugri þróun Skrifið eða hringið og biðjið um ókeypis upplýsingar um cMetra(Ból(1 Ásmundur Eiríksson, Heimahaga 8, 800 Selfoss. S. 98-22365. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.