Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 25. janúar 1967 - 48. árg. 19. tbl. - VERÐ 7 KR. íræfið innbrot á Seyðisfirði Þjófurinn opnabi peninga- skáp með logsuðutæki Reykjavík, OÓ. Bíræfinn þjófnaður var framinn á Seyðisfirði í fyrrinótt. Brotizt Hundruð farast í RIO DR JANEIRO, 25. jan. (NTB- Reuter) — A'ð minnsta kosti 200 manns hafa farizt í ægilegum flóff um í Rio de Janeiro-fylki og hér- uffununi umhverfis höfuffborff Brasiiíu, samkvæmt opinberri til- kynningu. En óstaðfestar fréttir Jierma, aff um 1.000 manns hafi farizt ogr álíka margir slasazt í náttúruhamförunum. Hermenn og hj^Iparsveitir unnu toaki brotnu að því í allan dag með aðstoð þyrilvængja að leita að fólki, sem óttazt er að grafizt hafi undir leirskriðum. Jafnframt voru flutt matvæli, meðul og föt til tuga þúsunda, sem hafa misst Framhald á 15. síöu. var inn í skrifstofu síldarverk- smiðjunnar, gat gert lá peninga- skáp með logsuðutækjum og stol- ið þaðan 50—100 þúsund krónum. Njörður Snæhólm rannsóknarlög- reglumaður fór í gær austur til að aðstoða bæjarfógeta við rannsókn málsins. hegar starfsmenn verksmiðjunn ar komu á skrifstofuna í gærmorg- un var búið að brenna gat á pen- ingaskáp með loigsuðutækjum. Talsvert var af peningum í skápn- um en ekki er vitað hve miklu var stolið því ekki þótti ráðlegt að hreyfa við neinu fyrr en rann- sóknarlögreglan væri búin að at- huga verksummerki. Auk lausra peninga voru launaumslög í skápn um og var ekki vitað í gær hvort þjófurinn liafi náð þeim, en hann þurfti að þreifa fyrir sér inni í skápnum gegnum gatið sem hann brenndi. Ekki Shafði hann hreyft við öðru á skrifstofunni en ein- beitt sér að peningaskápnum. Log- suðutækin voru fyrir utan húsið en leiðslurnar hafði þjófurinn lagt inn um glugga. Talið er sennilegt að aðeins einn maður hafi verið að verki en vera rriá að fleiri hafi staðið að innbrotinu. Geta má þess að margir aðkomu menn eru nú iá Seyðisfirði en enn er allt á huldu um hver framdi þennan þjófnað. Brunavarinn, sem kom í veg fyrir bruna í timburhúsi í gær. Hann er af bandarískri gerff og kostar um 900 krónur. Augljóst er hvílíkt öryggi er aff hafa svona grip í húsum og sérstak- lega timburhúsum, þar sem oft verffur ekki vart viff eld fyrr en um seinan. Innflytjandi þessarar tegundar brunavara er fyrirtækið Gos hf ELDUR KOM upp ; gær í húsinu Skipasundi 16 sem er timburhús. Eldurinn kom upp á efri hæðinni en þar var eng inn þegar eldsins varð fyrst vart en skömmu áður vorú börn þar að leik og 90 milega verið að fikta með e.dspuur. Þarna hefði áreiðanlega orðið mikið tjón ef húsráðandi hefði ekki verið svo forsjáll að hafá komið upp brunavara á hæð- inni. Þegar eldurinn varð laus hringdi hann og fólk á neðri hæðinni heyrði hringinguna og fór þegar upp Var þá eldur í bréfakörfu og býrjaður að læs ast í húsgögn. Hringt var þeg- ar í slökkviliðið en búið var að slökkva eldinn þegar það kom á vettvang. Framhald á 15. síðu. PEKING, 24. janúar. (NTB-Reuter). Maosinnar héldu því fram í kvöld, að þeir hefffu tekiff stjórn ina í Shansihéraffi í Norffur-Kína í sínar hendur eftir að hafa bælt niður samsæri gegn Mao. Pek- ingútvarpið sagffi, aff mikiff magn vopna hefffi veriff gert upptækt og affalstöffvar fjandmanna Maos jafnaðar viff jörffu. Þess var ekki getið, hve fjöl- mennir andstæðingar Maos eru, en fréttin ber með sér, að mikið Hrapaði nær 200 metra lá slasaður í 11 tím Reykjavík, — OO. Fimmtán ára gamall Siglfirff- ingur, Júlíus Jónsson, hrapaffi í fyrradag nær 200 metra niffur fjallshlíð og lá slasaffur og ósjálf bjarga í 11 klukkustundir áffur en hann fannst. Júlíus sem stundar nám í lands prófsdeild, fór að heiman kl. eitt um daginn. Átti hann frí í skól anum til kl. tvö og ætlaði hann að ganga á Fífladalsbrún, sem er rétt vestan við kaupstaðinn, til að taka þaðan myndir. Hann lét eng an vita af ferðum sínum og var Júlíusar ekki saknað fyrr en um kvöldið Lögreglunni var tilkynnt um að hans væri saknað kl 10 og var hægt að koma tilkynningu í útvarpið á sðustu stundu og var | óskað eftir fólki til leitar. Dreif . þegar mikill mannf jöldi að lög- 1 reglustöðinni og voru leitarflokk ar skipulagðir. Þeir sem leituðu í fjallshliðinni voru búnir mann broddum og leitarljósum. Júlíus fannst kl. hálf eitt um nóttina. Hafði hann hrapað nær 200 metra niður í gil. Hlfðin er mjög brött þarna en pilturinn rann að mestu á snjó. Lenti hann á mel og stöðvaðist þar Júlíus var með meðvitund þegar hann fannst en mjög kaldur því tals- vert frost var og herti' er leið á daginn. Júlíus var ekki brotinn á útlimum en meiddur á höfði. Hann liggur nú á sjúkrahúsinu á Siglufirði en erfitt er að segja enn sem komið er hversu alvar- lega hann er slasaður eða hvaða eftirstöðvar verða af kuidanum. Hann kól ekki en var gegnkaldur þegar hann fannst. Ekki er vitað hvort Júlíus hafði meðvitund all an þann tíma er hann lá úti en það er talið ólíklegt. umrót hefur átt sér stað. Valda takan fór fram 12. janúar, en ekki er Ijóst hvort hervaldi hafi verið beitt. Sagt er að ítrekaðar árásir hafi verið gerðrr á Mao- sinna, skemmdarverk hafi verið framin og tilraunir gerðar til að færa atvinnulíf og efnahag fylk isins úr skorðum. Maofjendur hefðu æst fáfrótt fólk til óhæfu verka gegn Maosinnum og sent það í langar gönguferðir, eins og komizt er að orði. MAO VALTUR í SESSL í yfirlýsingu 25 sam* aka' Mao- sinna í Shansi er skorað á fólk ið mæta á vinnustaði svo að halda megi framleiðslunni gang- andi, að skipa Öryggisnefndir, handtaka alla þá, sem revjú að eyðileggja menningarbvltinguna, 'g veita þeim refsingu samkvaémt 'ikvæðum laga. Skorað er á fólk ■>ð fá Maosinnum i h'ndur öll umráð yfir fé í verksmiðjum, námum og skrifstofum. Atburðirnir í Shar.si koma heim við fréttir um aðrar ráðstaf anir Maosinna til að trevsta áhrif Maos í valdabaráttunni, sem enn Framhald á 15. sfðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.