Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 8
Strákarnir voru galsafensnir við' ljósmyndarann. Þurr skyldi þorri, þeysöm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. Þorrinn hefur heilsað okkur bærilega þetta árið, veðrið þessa fyrstu þorradaga verið eins og vorveður. Á sunnudaginn fóru margir ofan í bæ eins og siður er á góðum sumardögum og fengu sér gönguferð í veðrinu. Margir komu þá við hjá Tjörninni með brauðafgang í pokum og gáfu vin- sælu Tjarnarbfiunum okkar, önd- unum, svönunum og gæsunum, sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið svona á miðjum vetri að fá allar þessar kræsingar og svo mikið margmenni í kringum sig. Fuglarnir héidu sig í hlýju vök- inni, því að þótt sólin skini og veðrið væri gott, þá var Tjörnin frosin. Slétt, spegilgljáandi svell- ið glitraði í sólskininu og létt- klædd börn renndu sér eftir isn- um. Nokkrir drengir voru í ís- hockey, — en sú íþrótt virðist vera að ryðja sér til rúms hér á landi. Það var auðséð að kominn var vorhugur í alla, þó að hávetur sé samkvæmt dagatalinu. Og á mánu- daginn var alveg jafn gott veður. Blaðamaður og ljósmyndari • Al- þýðublaðsins áttu þá leið fram hjá Laugalækjarskólanum í Reykjavík, er börin voru í frímín- útum. Og börnin voru komin í vorleikina. Telpurnar voru í teygju-twist og sumar voru í bolta- leik. Ljósmyndarinn tók þarna nokkrar myndir af krökkunum í vorleikjum og vildu þau öll óð og uppvæg fá myndir af sér eins og venja er, þegar skólabörnin eru heimsótt. Þeim þykir svo gaman, þegar þeim er veitt sú athygli, að ljósmyndari kemur til að mynda þau, að allir vilja komast á mynd. 1 þetta skipti voru drengirnir mun aðgangsharðari, enda telp- urnar margar uppteknar við teygju twistið. Svo var hringt inn, en börnin voru ' óvenjulega lengi að koma sér í raðir, veðrið var svo gott — og hvers vegna endilega að fara inn að lesa, reikna og skrifa strax aftur? En skjótt skipast veður í lofti hér á okkar landi og er því ekki að vita nema reglulegt þorraveður ' hafi gert, er þessar góðviðrismynd- ir birtast í blaðinu. Hún heitir Hjördís og^er í 7 ára bekk. Allir voru að leika sér. Hoppað i teygju-twist. g 25. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.