Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 16
< EMmD Annað bréf úr Fagrafirði G6ða baksíða. Ég þakka kærlega hvað þú hefur gert mikið fyrir okkur nýju hreppsnefncjina í Fagrafirði, þ. e. a. s. meirihlutann, með því að skýra okkar sjónarmið fyrir al- menningi í landinu. Fagurfirðing- um veitir sannarlega ekki af að vita um stuðning utanhrepps- manna við okkur hreppsnefndina, '|).:e. a. s. meirihlutann. Þeir virð- ast ekki ætla að meta okkur svo tnikils, þótt þeir kysu okkur ó- spart, ekki vantaði það. Stundum iiggur mér við að halda, að þeir öiafi bara gert það af skömmum sínum. Ég ætla nú ekki að fara að móðgast við Jón hreppstjóra, þótt ■ iiann kallaði mig bara skóarann í þréfinu til þín og segði, að ég gerði allt eins og hann vildi. Hann á það til að líta dálítið stórt á sig og finnast liann vita og kunna allt. En maður þybbast nú við, þótt maður sitji ekki á skrifstofu til að rukka náungann. Og ég er þó alla tíma ritstjóri fjölritaða blaðsins sem við gefum út, og þótt Jón oddviti skrifi mest í það, er þó mitt nafn í ábyrgðinni. Annars er svolítið erfitt fyrir mig að vera í hreppsnefndinni með Jóni oddvita, af því að við heitum nefnilega báðir Jón Jóns- son. Ég held bara, að sumt fólk í plássinu hafi alls ekki áttað sig á því, að hann sé ekki við báðir, og þess vegna sé bara hann einn úr okkar hópi í hreppsnefndinni. Þess vegna hef ég ákveðið að rita nafn mitt í hreppsnefndinni Jón ÞORRABLÓT Ég lít í anda liðna tíð og-lengi man ég þorrablótin forðum með sviðakjamma og selshreifa og súrsaða lundabaggana og hangiket og hrútspunga og hvíta bringukollana. Ég lít í anda troðfull trog á borðum. Ég lít í anda liðna tíð, er lifrarpylsan gaf mér undir fótinn. Það kemur vatn í munninn á mér, er minninguna í hugann ber um hlaðin trog með hraun og sker og hákarlsþef og mjaðarker. Eins mig fýsir alltaf á þorrablótin. Jón Jónsson, til aðgreiningar frá oddvitanum. Það er alveg rétt, sem oddvit- inn sagði í bréfinu til þín, góða baksiða, um frekjuna í hrepp- stjóranum, sem alltaf vill vera að bera fram tillögur og hafa mein- ingar á öllum hlutum, þótt hann sé í minnihluta og eigi þess vegna engu að ráða. En það eru fleiri í þorpinu, sem eru ráðríkir og heimtufrekir eins og hreppstjór- inn. Og fyrst Jón oddviti fór að skrifa þér um vandræðin með hann, finnst mér alveg eins megi láta almenning vita um vandræðin af liinum. í þorpinu hér eru nefnilega margir starfsmenn, sem vilja fara sínu fram og þykjast hafa vit á málunum, þótt náttúrlega liggi það í hlutarins eðli, að hreppsnefnd in á að hafa bezt vit á öllu, þar sem hún er kosin til að ráða. Og auðvitað hefur meirihlutinn mest vit á málefnum hreppsins, þar sem hann fékk flest atkvæði og ber ábyrgðina. Það sjá allir heil- vita menn, að það tekur engu tali, að t.d. hundahreinsunarmaðurinn heimti að ráða því, hvenær hund ar í byggðarlaginu séu hreinsaðir og livaða meðulum er hreinsað með. Þetta á hann að bera undir hreppsnefndina, þ.e.a.s. meirihlut ann hverju ginni. Sama máli gegn ir um umsjónarmann slökkvidæl unnar. Hann smyr vélina, þegar honum sjálfum sýnist, án þess að spyrja okkur í meirihlutanum leyf is, og setur hana allt of oft í igang bara til að prófa hana. Þannig eyð ir liann miklu óþarfa benzíni. Og þó er hérna varla nokkurn tíma bruni. Eins er með ljósastöðvar stjórann, sem svo er kallaður frá gamalli tíð, hann vill endilega ráða yfir Ijósunum. Hann segist vera rafvirki, og hann hefur sko ekki verið kosinn í sína stöðu. Hann bara var ráðinn. Eða bóka vörðurinn, þá er hann ekki barn anna beztur. Hann er svo frekur, að hann heimtar að ráða sjálfur, hvaða bækur hann lánar út. Þá er skólastjórameinvættið ekki billeg ur. Hann stagast sýknt og heilagt á því að hann hafi bezt vit á, hvaða húsnæði henti til kennslu, þótt meirihlutinn sé alltaf að reyna að koma honum í skilning um, að hann eigi ekkert vit að hafa á þessu, það vit hefur meirihlutinn Þá mætti líka nefna vegaverk- stjórann, hann er einn, sem öllu vill ráða yfir verkum sínum, seg ist hafa langa reynslu og sérþeltk ingu. Þessi sérþekkingarhroki sem veður uppi hjá starfsmönn um hreppsins, er ekkert annað en megn lítilsvirðing á óskoruðu valdi og viti meirihlutans. Þeir halda þeir séu einhverjir smá- kóngar, þessir náungar, þótt þeim hafi verið falið að sjá um smá- verkin. Jafnvel læknirinn, sem þó er í meirihlutanum, vill einn öllu ráða um heilbrigðismálin. Ég skrifa þér þetta bréf, kæra baksíða, til að sýna landslýðnum, hvað fordæmið héðan úr Fagra firði er hættulegt. Ef alls konar starfsmenn sveitarfélaga, sem kalla sig sérfróða og sérmenntaða eiga að vaða upp yfir hausinn á meirihlutanum og segja sitt álit á hlutunum í tíma og ótíma, hvað verður þá um okkur Jónana og og meirihlútann yfirleitt? Ég hef bent á hættuna af þess ari uppivöðslusemi hinna sér- menntuðu í hreppsfélaginu í grein ,sem ég ritaði í blaðið okk ar um daginn. Ég leiddi þar rök að því, að hún væri engu betri en frekja hreppsstjórans. Og fyrst Jón hreppsstjóri skrifaði þér um þau vandræði öll, finnst mér ekki nema rétt að láta þig vita um hátt erni þessara smákónga liérna heima fyrir. Þú ert hvort sem er að verða aðalmálgagn meirihlut- ans í Fagrafirði út á við. Með kærri þökk fyrix ágætan stuðning við okkur Jónana. Jón Jón Jónsson. hreppsnefndarmaður. „Mikið finnst mér, að þið blaðamennirnir hljótið stund- um að fylgjast illa með eða vera barnalegir, eins og þeg.ir þið eruð að skrifa fréttir af því, þegar einhver Nói Nóasr n Nobody í Nóatúni 999 er sagð ur hafa séð „teikn á himni“.. Velvakandi í Mogga. Það eru ljótu lætin í iitgerðar mönnum um þessar mundir. Það liggur við, að þeir séu orðnir meiri mótmælendur en sjálfur Lúther .. . Kallinn var að lesa blaðaaug- lýsingar og þótti þessi í Mogga alveg sérlega góð: Vón af- grciðsludaga óskast í metra- vöru.... Og nú eru þeir farnir að sýna gömlu myndirnar úr Bæjarbíói í sjónvarpinu. Vonandí Mfi ég það, að þeir sýni okknr Sautj- án á skerminum. . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.