Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfulU. trúi: EiBur GuOnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, Aðsetur Alþýðuhúsið við Hveríisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-i blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu ki'. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. 1 ( Áróður og iönaður FYRIR FÁUM ÁRUM kepptust framsóknarmenn og kommúnistar um að boða þjóðinni þá kenningu, að forustumenn stjórnarflokkanna væru ekki sannir íslendingar, heldur gengju erinda erlendra ríkja og auðhringa. Ekki tókst þessi áróður, enda mun ætt- jjarðarást Alþýðuflokksmanna og Sjálfstæðismanna sízt minni en annarra stjórnmálamanna. Nú hefur verið gripið til annars áróðurs. Það er foorið út landshorna á milli, að ríkisstjórnina skorti trú á landið. Stórfelldar nýjungar í atvinnuháttum, Svo sem stóriðja með erlendri þátttöku, eru túlkað- ar sem vantrú á íslenzka atvinnuvegi og ísland sjálft. Ekki mun þessi rógsherferð bera meiri árangur en "hin fyrri, enda á almanna vitorði, að framsóknar- «nenn hefðu samþykkt erlenda álverksmiðju, ef hún feefði verið reist við Eyjafjörð, og kommúnistar hefðu fagnað erlendum verksmiðjum, ef þær væru reist- ar af skoðanabræðrum þeirra austan tjalds. Framsókna-rmenn eru ekki af feaki dottnir, þótt Jpessi aðför hafi misheppnazt eins og hin fyrri. Nú stendur yfir enn ein áróðurssókn, og er henni beint gegn íslenzkum iðnaði. Opnar nú enginn framsókn- iarmaður svo munninn, að hann ekki tali um „eymd“ og „hrun“ íslenzks iðnaðar. Gengur þessi söngur svo liangt að hann gæti skaðað iðnaðinn með því að ápilla þeim sóknarhug, sem hefur einkennt þá at- vinnugrein, svo sem Iðnsýningin leiddi í ljós. Undanfarin ár hafa orðið grundvallarbreytingar í afvinnuvegum margra þjóða, sérstaklega hvað iðnaði viðkemur. Vegna liinna nýju viðskiptabandalaga og foreytinga á tollamálum, sem virðast fyrr eða síðar ætla að ná til allra þjóða, hafa sumar greinar iðn- aðar dregið saman segl en aðrar fært út kvíar í ttágrannalöndum okkar. Þessi þróun mun þegar fram líða stundir, leiða til þess, að hver þjóð hefur þann iðnað, sem hún getur rekið hagkvæmastan, og fram- leiðni verður meiri en áður og kjör fólksins betri. Hér á landi hafa verið stigin fyrstu skrefin til að 'foúa þjóðina undir þau áhrif, sem þróun viðskipta- málanna mun hafa hér fyrr eða síðar. Ýms iðnfyrir- tæki, sem hafa starfað í skjóli óhóflegra verndar- tolla hafa þurft að draga saman seglin, en önnur hafa aukið starfsemi sína. Er sjálfsagt að veita þeim aðstoð, sem þurfa að brejda rekstri sínum. Jafnframt .jþessum breytingum hafa gerzt stórtíðindi á sviði ís- lenzks iðnaðar með tilkomu margvíslegrar, nýrrar tækni og nýrra iðngreina, þar á meðal áls og kísil- fúrs. Lánveitingar til iðnaðar hafa verið stórauknar Og reynt að greiða fyrir eðlilegri heildarþróun. Atvinnuvegir hljóta að breytast í sífellu, ekki sízt jþegar tækni og viðskiptakjör breytast ört. Þess vegna verður að líta á þróun iðnaðarmálanna í heild og munu menn þá sjá, að verið er að skapa grundvöll undir meiri og traustari iðnað í framtíðinni. 4 25. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÚTSALA Á KARLMANNASKÖM UTSALA A KULDASKÓM KARLMANNA Karlmannaskór úr leðri, stærðir 37 til 46. — Verð frá kr. 198. Kuldaskór lágir, stærðir 38 til 42. — Verð kr. 295. Kuldaskól úrl eðri fyrir drengi ogkvenfólk, stærðir 35 til 40. Verð kr. 150. Inniskór karlmanna. — Verð kr. 100. Notiö þetta einstæða tækifæri SKÖBÚÐ AUSTURBÆJAR LAUGAVEGI 100 á krossgötum ★ LÉLEG GATNAHREINSUN K. G. hefui' sent okkur eftirfar- andi bréf : — „Mikið hefur undanfarið verið rætt um gatnahreinsunina hér í borginni, sem okkur hefur nú verið tjáð, að kosti Reykjavíkurborg ekki minna en hálfa milljón króna á hverri viku. Þetta Þykir mér undarlega há tala, því satt bezt að segja verður maður svo afskaplega lítið var við, að hér séu göturnar yfirleitt nokkurn tíma hreinsaðar, nema einstaka sínnum í snjóþyngslum, þegar fönn- inni er rutt upp á gangstéttirnar jafn skemmtileg og gáfuleg vinnubrögð, sem það verða nú að teljast. Um daginn birti Morgunblaðið mynd af mönnum, sem voru með vatnsslöngur og voru að reyna að skola burt óhreinindin af ein- hverri götunni í grennd við miðbæinn. Þóttu þess- ar tiltektir mannanna, eða öllu heldur borgaryfir- valdanna svo merkilcgar, að talið var sjálfsagt að birta af þeim sérstaka fréttamynd. Sannleikurinn er hins vegar sá, að það ætti að vera svo sjálfsagð- ur hlutur, að götur hér séu þvegnar, að ekki ætti að þurfa að minnast á það. Hins vegar verður þess ekki varl, að þetta sé gert, nema ef til vill einu sinni á ári. ★ NÝ OG BETRI VINNU- BRÖGÐ Það er áreiðanlega tími til kom- inn að starfsmenn borgarinnar læri að notfæra sér einhver ný vinnubrögð við þessa gatnahreinsun. Eins og er, þá er alltaf hjakkað í sama gamla far- inu, engu breytt og því er í óefni komið í þessum málum.” —. G. Lengra er bréf K. G. ckki, en ó- hætt er að taka undir flest af því, sem hann segir. Við liér á krossgötunum höfum orðið varir við mikla óánægju meðal almennings í bænum, með ástandið bæði að því er varðar gatnahreinsunina og viðhald gatnanna i borginni, sem eftir rosana undanfarið eru sumar hverjar nánast alófærar öll- um farartækjum og kalla þó ekki íslendingar allt ömmu sína í þeim efnum. Núverandi borgarstjóra í Reykja- vík hefur stundum verið hælt fyrir að hann hafi fundið upp malbikunarvélina, enda vissu Reyk- víkingar varla hvað malbikun var hér fyrr á árum. Það er í senn skömm og skaði, ef ekki verður nú þegar gert átak til þess að bæta ástand þessara mála hér í borrginni. —■ K a r 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.