Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 9
MINNINGARORÐ: JÓN JÚNÍUS30N í dag verður til moldar borinn Jón Júlíusson, Meðalholti 8, fyrr- um skipstjóri. Jón fæddist að Syðra-Seli við Stokkseyri 20. nóv. 1895 en dó 17. jan. sl. og varð því rúmlega 71 árs gamall. 15 ára að aldri fór Jón á sjó- inn og þá til róðra, fyrst frá Stokkseyri og síðar frá Eyrar- bakka. Upp úr 1920 fluttist hann til Reykjavíkur og fór á togara. Jón innritaðist árið 1921 í Sjó mannaskólann og lauk prófi það an árið eftir. Á togurum var Jón um 32ja ára skeið eða til ársins 1952 að hann fór í land og var hann ým ist háseti, bátsmaður, stýrimaður eða skipstjóri en þó lengst af stýrimaður. Ekki undi hann lengi við störf í landi enda sjómennska honum í blóð borin og fór hann eftir skamma hríð á strandferða skipið Heklu og var á henni til ársins 1960. að hann varð að fara í land vegna veikinda er hann átti alla tíð síðan við að stríða. Þótt veikur væri, var Jón við ým is störf í landi allar þær stundir er hann mátti og jafnvel umfram það, en í veikindum sínum var hann óvenjulega sterkur og stóð siig sem hetja þar til yfir lauk. Jón Júníusson kvæntist eftirlif- andi konu sinni Jónínu Jónsdótt ur frá Eyrarbakka árið 1924 og eignuðust þau tvö börn, Jón Atla vélstjóra hér í Reykjavík og Guð rúnu konu Páls Sigurðssonar trygg ingayfirlæknis og borgarfulltrúa. Éig er þessar línur rita átti því láni að fagna að kynnast Jóni er við vorum saman á togaranum Barða, en þar var hann stýrimað ur og vorum við góðir kunningjar æ síðan enda lágu leiðir okkar saman um langt skeið við störf fyrir félag okkar Sjómannafélag Reykjavíkur en þar starfaði Jón heitinn af lífi og sál til síðustu stundar. Jón gekk í Sjömannafélagið 15. marz 1921 og var félagsmað ur þar alla tíð síðan. Hann starf aði í ýmsum nefndum fyrir fé lagið um langt skeið, átti sæti í trúnaðarmannariáði félagsins um árabil, sat á mörgum Alþýðusam bandsþingum sem ful'ltrúi félags ins og vann í þágu þess ýmis önn ur störf sem of langt yrði upp að telja, en að öllum þeim störf um vann Jón af dugnaði og sér- stökum trúnaði enda skapi hans þannig farið að hann var heill ^lllsstaðar Iþar sem hann lagði hönd að verki hvort heldur var að störfum á sjónum, í Sjómanna félaginu eða Alþýðuflokknum. en alþýðuflokksmaður var Jón þegar ég kynntist honum fyrst og alla tíð síðan og vann hann að máls stað flokksins alltaf þegar hann mátti því við koma. Þójtt maður viti að eitt sinn skal hver deyja, er það svo, að manni bregður og setur hljóðan er mað ur fréttir lát góðs vinar og sam starfsmanns. Svo var um mig er ég frétti lát Jóns Júníussonar. Við félagar hans í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur minnumst hans með söknuði, þökkum honum störf in og heitum því að starfa í félag- inu áfram á þann hátt er við vit ' Jón Júníusson um að hann hefði helzt kosið. Persónulega þakka ég Jóni góða samfylgd, samstarf og vináttu og votta eftirlifandi konu hans og öðrum aðstandendum samúð. Jón Sigrurðsson. ☆ Jón Júníusson Meðalholti 8 er kvaddur í dag. Af mörguni sam- ferðamönnum mínum á lífsleið- inni er hann mér einna huestæð astur af óvandabundnum mönnum. Kynni okkar hófust er ég var sveitandrengur um fermingu en hann kom austan af Stokkseyri og- réðist smaladrengur á næsta bæ. Kynni okkar urðu bá ekki niikil en mér er hann minnistæð ur frá þessum árum sem nokkuð sérkennilegur piltur kvikur glað vær og frjálsmannlegur og kím- inn. Jón hvarf brátt úr sveitinni og' tók að stunda sjó þó ungur væri. Næst bar fundum okkar saman á Stýrimannaskólanum og vorum við þar bekkjarbræður og lukum við saman prófi úr skólan- um. I>ar í frá var kunningsskapur okkar mjög náinn. Ég laðaðist að Jóni vegna þess að mér fannst hann þrátt fyrir rótgróið sjó- mannseðli hugsa meira um hin ýmsu vandamál lífsins og þó sér staklega um hag alþýðunnar meira en gerðist um unga sjó- m enn. Við vorum stundum skips félagar og alltaf vopnabræður í Alþýðuhreyfingunni og Siómanna félagi Reykjavíkur sem var þá okkar skjól og skjöldur. A þessum árum þótti það væn- legt til brautargengis fyrir ung yfirmannaefni að sýna samtökum fólksins andúð eða jafnvel fjand skap, en styðja fast við bak út- gerðarmanna og peningavaldsins. Jón Júníusson kaus sér ekki þá leið til frama. Hann var antaf sí vökull málsvari liins vinnandi manns og skipaði sér þar í sveit, sem fastast var staðið á rétti al- þýðunnar Þá var alþýðan að vakna til með vitundar um rétt sinn, þótt mis jafnlega tækist mörgum að þekkja sinn vitjungar tíma. Sú sveit sem bar réttindi fólksins fram til sig- urs var hvorki stór eða hávær en hún var vel á verði og skipuð úrvalsfólki. Hvar og hvenær sem ósannindum og ilhnælgi var beitt til þess að koma forystumönnum fólksins á kné voru liðsmenn al- þýðuhreyfingarinnar á verði og skeittu því ekki þótf að þeim væri sótt meö atvinnukúgun og tómlæti og þeir væru sniðgengnir þegar velja skyldi yfirmenn og forustumenn í atvinnulífinu. Ég hygg að án hinnar trúu vörzlu um málstaö fólksins sem Jnn Jún íusson og aðrir hans líkir lögðu af mörkum hefði frelsisbarátta fólksins orðið torsótt og jafnvel stöðvast á stundum. Jón Júníus- son var fæddur sjómaður, enda af sjómönnum kominn, liann var ágætur skipstjórnarmaður. aðgæt inn og öruggur, yfirlætislaus og glaðvær í félagsskap. Jón Júníusson var gæfumaður, ungur giftist hann æskuvinu sinni Jónínu Jónsdóttur ágætri konu. Þau eignuðust tvö börn Guðrúnu Iækni og Jón Atla vélstjóra. Jón lifði það að sjá mikið af hug- sjónum sínum frá æsku og mann dómsárunum rætast. Hann starf- aði á sjónum af dugnaði og elju, en naut í frístundum sínum frið ar og hvíldar á friðsælu heimili í skauti fjölskyldunnar, þar sem gagnkvæmur skilningur ríkti. Jón var þrekmaður bæði til líkama og sálar Eftir að heilsan tók að bila missti hann aldrei kjarkinn, en vann á meöan kraftarnir entust af trúmennsku og dug aö hverju því sem hann tók sér fyrir liend ur eða honum var til trúað. „Hvorki skal ég á þessu níð- ast og á engu öðru, því er mér er trúað til.“ Þessi orö mælti Kol skeggur, og þessi orð voru lífs- mottó Jóns Júníssonar. Ég sendi Jóni Júníussyni mínar hlýjustu kveðjur og þakklæti fyrir samfylgdina í nær liálfa öld. Ilans mun ég jafnan minnast með hlýhug og virðingu í fullri vissu um að hann liefur ekki „til lítils lifað“. Frú Jónínu og niöjum þeirra hjóna og ástvina vottum við hjón in innilega samúð við burtför Jón Júníussonar. Blessuð sé minning lians. * SÆMUNDUR ÓIiAFSSON. VERKSTÆÐI - SMIÐJUR Höfum til sölu sem nýja rafmótordrifna 100 tonna vökvapressu og lofthitunarketil 50 þús. kíló cal, hentugan fyrir iðnaðarhúsnæði allt >að 1000.00 — 1500.00 rúmmetrar að stærð. Upplýsingar í símum 32480 og 31080. JARDVINNSLAN S/F, Síðumúla 15. Bókari Fyrirtæki í næsta nágrenni Reykjavíkur óskar að ráða mann til bókhaldsstar.fa. — Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist blaðinu merkt „1979“. SKRIFSTOFUR OKKAR eru ílutfar frá Lækjargötu 2 á Laugaveg 27. Heildverzlun okkar er sem áður á sama stað, Ingólfsstræti 5. HARALDUR ÁRNASON lieildverzlun hf. Læknastofur Höfum flutt lækningastofuna úr Vesturbæjar Apóteki að Klapparstíg 27. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka kl. 10—16 í síma 15215. GUÐMUNDUR JÓHANNESSON, læknir Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp JÓN ÞORGEIR HALLGRÍMSSON, Iæknir Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Útsala - Útsala Útsalan stendur yfir aðeins í dag og á morgun SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3. Auglýsió í Aiþýðubiaðinu 25. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ @

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.