Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 7
ns Simból og satíra Pólland Júgóslavía Sviss YesturÞýzkalapd Ungverjaland Noregur Japan C-riðill: Rúmenía A-Þýzkaland Rússland Kanada Ð-riðill: Tékkóslóvakía Danmörk Gríma: LÍFSNEISTI Höfundur: Birgir Engilberts Leikstjóri: Erlingur Gíslason Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson ÉG ER AFI MINN Höfundur: Magnús Jónsson Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir Leikmynd og grímur: Sigurjón Jóhannsson Skemmtiatriði: Þórhildur Þor- leifsdóttir Gamalt fólk sem telur tölur sínar oí'an í kjallara er tízkufólk í skáld- skap um þessar mundir. Tómas Jónsson í sögu Guðbergs Bergs- sonar frá í liaust, Jón gamli Matt- híasar Joliannessens á litla svið- inu í Lindarbæ eru báðir af þess- um kynboga og nú síðast bættist við gömul kona meö kanínu í leikriti Birgis Engiiberts sem Gríma frumsýndi í Tjarnarbæ á laugardagskvöld. Einhvers staðar sá ég það haft eftir Birgi í blaði að þessi leikur væri nánast hugs- aður sem „tilraun með texta af ákveðinni gerð,” og þannig skoðað kann Lífsneisti að þykja álitlegra verk en Loftbólurnar sem Þjóð- leikhúsið sýndi í vor sem leið, fastara í sniðum, fágaðra; þar fyr- ir er ekki víst að nýja leikritið sýni neina „framför” frá því fyrra. Þrátt fyrir allt var eitthvað upprunalegt í Loftbólunum, fár- ánlegur efniskjarni sem mynd gömlu konunnar í Lífsneista jafn- ast vart á við; hvorugt leikritið sýnir hins vegar ýkja áhugaverða meðferð eða úrvinnslu efnisins. Þótt livorugur þessi þáttur sé langur eru þeir báðir næsta lang- dregnir; hinn ungi höfundur ræð- ur enn ekki þeirri samræðutækni, orðsnilld sem megni að viðhalda áhuga á verki hans. Gamla konan í Lífsneista er ör- vasa, komin að kör; kanínan var leikfang hehnar í bernsku. Milli þeirra kviknar „lífsneisti” verks- ins, þess lífs sem aldrei varð lif- að. Ó, lánlausa líf! í stað gróf- gerðra og klúrra öfga fyrra leik- ritsins er hér viðkvæmni sem jaðrar við velluskap grunnt undir hrjóstrugu yfirborði leiksins. — Bríet Héðinsdóttir og Nína Sveins- dóttir fóru með lilutverkin tvö í leiknum, kanínunnar og gömlu konunnar, af allri alúð undir leið- sögn Erlings Gíslasonar; Nína brá upp kostulegri mynd gömlu konunnar í upphafi sem varð að vísu næsta fábreytileg og einliliða þegar frá leið; Bríet hygg ég að hafi gert kanínunni alveg tæm- andi skil, einföld, barnsleg. Það var varla þeirra sök, ef þessi til- raun leiddi ekkert nýtt í ljós; en vegna þess að verkið er ekki nema tilraun er engin ástæða til að áfellast það. Birgir Engilberts á eflaust eftir að sýna betur fram á getu sína: báðir þessir þættir „Ég er af'i minn“. Frá vinstri: Kjartan Ragnarsson, Arnar Jónsson, Jóhanna Norðfjörð, Jóh Júlíusson, Björg Daviðsdóttir og Sigurður Karlsson. hans benda vissulega til að hann hafi raunverulega hæfileika til leikritunar þótt enn séu þeir ó- ráðnir, leitandi. Án efa hefði Nína Sveinsdóttir sómt sér mætavel í hlutverki gömlu konunnar frá barnavemd- arnefnd i leikriti Magnúsar Jóns- sonar. É'g er afi minn. Þa0 er ó- svikið skophlutverk sem eflaust nyti mikils góðs af gamangáfu á borð við Nínu; sama gildir að sínu leyti um hlutverk Pabba og Mömmu í leiknum. Oktavía Stef- ánsdóttir, Jón Júlíusson og Jó- hanna Norðfjörð sýndu ekkert þeirra sérstök kímnistilþrif í þessum lilutverkum, og höfðu enda aldur sinn á móti sér; niik- ilsvert virðist að rétt og óþvin|uð aldurshlutföll innan fjölskyldunn- ar séu augljós í leiknum. Það höf'ðu þau til síns móls Bjorg Davíðsdóttir og Sigurður Karls- son sem Systa og Brói sem kohm bæði þekkilega fyrir í hlutvérk- Framhald á 10. síðu. Heimsmeistarakeppnin í hand knattleik hefur staðið yfir í Sví þjóð núna síðasta hálfan mánuð inn. Þar hafa leitt saman hesta sína 16 þjóðir, sem áttu að vera beztu löndin í þessari íþrótt. Tvær þessara 16 þjóða reyndust þó, er til kom, svo léttvægar eða eigum við að segja léttunnar, að háværar raddir voru uppi um það, að þær hefðu ekkert erindi átt í þessa harðvítugu keppni. Þessar tvær þjóðir voru Canada og Túnis. Vildu ýmsir halda því fram, að íslend ingar hefðu átt að geta komizt nokkuð áleiðis í keppninni, hefðu þéir verið meðal þessara 16 keppn isþjóða. Um þetta er þó ekki hægt að fullyrða neitt. Boltinn er hnött óttur og allt getur skeð milli mark anna, svipað og í knattspyrnunni. Það er nú það skemmtilega við knattleikina. En snúum okkur aft ur að leikjunum í Sviþjóð. Þjóðun um 16 var skipt í 4 riðla.: _ V A-riðill: Sviþjóð Frakkland Túnis Þegar þessi 4 riðlar höfðu gert upp sakirnar, stóðu leikar svo að 8 þjóðir, „komust áfram', en þær voru þessar: 1. Svíþjóð 2. Júgóslavía. 3. V-Þýzkaland 4. Ungverjaland 5. Danmörk 6. Tékkóslóvakía 7. Rússland 8. Rúmenía. Leikirnir fóru fram á ýmsum stöðum í Svíþjóð. Notuðu Svíar tækifærið og gáfu út frímerki í tilefni keppninnar. Voru það 0,45 kr. og 2,70 kr.. — 45 aura merkið er blútt takkað á þrjá mis munandi vegu eins og títt er hjá Svíum. 2,70-merkið er rauðfjólu- blátt takkað lárétt. Eftir að 8- liða keppnin hafði farið fram stóðu 4 þjóðir uppi: 1. Tékkóslóvakía 2. Rússland 3. Danmörk 4. Rúmenía Er skenflnst frá því að segja, að Tékkar unnu Rúmena og Danir Rússa. Þá stóðu uppi tvær þjóðir, sem kepptu til úrslita: 1. Tékkóslóvakía 2. Danmörk Þessi leikur fór fram í Vestur ási á laugardaginn var og fóru leikar svo að Tékkar unnu Dani með 14:11. Geta má þess til gam ans að í síðustu heimsm.k. skildu ísland og Tékkóslóvakía jöfn að í markatölu. 25. jáfiúar 1967 - ‘ 'ALÞÝÐUBtAÐIÐ f Bríet Iléöinsdóttir og Nína Sveinsdóltir í „Lífsneista“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.