Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 13
SHEILA MURRAY HANDAN KLAUSIURSINS Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. íburð armesta danska kvikmyndin 1 mörg ár. Listdansaramir Jón Valgeir og Margrét Brandsdótt ir koma fram í myndinni. LILY BROBERG POUL REICHHARDT GHiTANURBY HOLGER JUUL HANSEN GRETHE MOGENSEN DARIO CAMPEOTTO BIRGfT SA00L1N POULHACEN KARLSTTGGtR OVE SPROGBE lnstruktiofl:Anne!ise Meineche Sýnd kl_ 7 og 9. Blaðaummaeli: LeSurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Mbl. Ó. Sigurðsson. Ákaflega spennandi og hroll- vekjandi ný mynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. SMURSTÖ0IN Stetfni 4 — Simi 1S.2-27 Bfllhm er smurðcr fljöft og Vtl. Séðjum allar teguuffk af stmirolfu' Nú svaraði hún spurning- itnni, sem hann hafði lagt fyr ir hana. — Þú átt konu og ég get ekki séð að við höfum um meira að tala Rusell? Hún leit sínum alvarlegu barnsaugum í augu hans og bætti blíðlega við: — Vertu bara rólegur, Russell, ég geri engin læti úr þessu. Ég vildi gjarnan biðja þig um að aka mér heim núna. .10. KAFLI. — Það er ekki meira í dag, sagði Duncan Hurst við Gilly þegar hún var búin með æfing- una næsta morgun og hljómsveit in hóf að leika næsta lag. — en ég væri feginn, ef þú vildir vera svo góð að bíða mín fyrir útan augnablik. Ég verð að fá að tala við þig. — Auðvitað geri ég það. Hún hafði ekki sofið eftir sam talið við Russell og dökkir baug ar voru undir augum hennar. Það var svo sem í lagi að þegja yfir leyndarmálinu við alla nema Eve Hurst — en Eve hafði enga ástæðu til að hjálpa henni eða vilja það. Nú rynni brátt sú stund upp að hún gæti ekki unnið lengur. Hún yrði veik, — yrði að hætta og eftir það kæmi lítið barn, sem þyrfti að gæta og annast. Hún gekk eirðarlaus fram og aftur um gólfið í búningsher- bergi sínu milli þess sem liún lagaði til og gekk frá fyrir kvöldið og svo heyrði hiin fóta tak Duncans Hurst nálgast. — Svo þú beiðst, Gilly? spurði hann brosandi. — Það var gott því mig langaði aðeins til að segja þér að þú ert hálf föl og illa út lítandi. Það hefur líka verið svo heitt. Það er erf itt að sofa í svona hita og mér kom til hugar, hvort þú hefðir ekki jafn gott af því og ég að fara í smá ökuferð? — Það væri indælt. Gilly fann hvernig tárin sviðu að baki augnalokanna meðan hún virti fyrir sér manninn, sem var svo líkur og þó ólíkur Russell. Nú þegar hún þekkti þá báða gat hún séð hvernig veikleikinn, eigingirnin og yfir lætið hjá Russell hvarf fyrir styrk og blíðu hjá Duncan. — Ég væri þakklát, sagði hún — En heldurðu að þú hafir tíma til þess, Duncan? — Auðvitað hef ég það Gilly. Ég gef strákunum frí í dag og þeir verða undrandi en fegnir. Hún hló. Það var svo auðvelt að tala við Duncan, auðvelt að vera hamingjusöm sitjandi við hlið hans. Fyrst ræddu þau harla fátt saman sólin skein og vindkulur inn litkaði kinnar Gilly. En þeg ar bifreiðin ók niður að haf- inu leit Duncan Hurst ó hana og brosti til hennar og í aug um hans gat að líta vináttu og blíðu. — Ertu hamingjusöm? spurði hann. Hamingjusöm? Enginn hafði spurt hana þess fyrr! Hún hafði ekki einu sinni hugsað um það! Hún leit undrandi á Duncan Hurst. Að hugsa sér hvað hann gat verið líkur Russell. Þeir voru báðir laglegir og aðlað- andi, þeir höfðu sömu rödd, hendur þeirra voru líkar og þeir voru báðir herðabreiðir og miðmjóir. — Af hverju starðirðu svona á mig Gilly? spurði Duncan. —• Ég var aðeins að hugleiða orð þín. Þú spurðir, hvort ég væri hamingjusöm og ég er það .... — Og það kom þér á óvart? Duncan Hurst var í senn hrana legur og blíður og hann kreppti hnefana um stýrið. — Ég vissi, að eitthvað lá þungt á þér.... —■ En þú spurðir mig einskis? — Nei, ég spurði ekki. Hann leit á hana. Viltu segja mér, livað er að Gilly? Hún hristi höfuðið. Sjálfsagt kæmist hann fyrr eða siðar að því en hún gat einhvern veginn ekki afborið þá tilhugsun. Hann myndi þá fyrirlíta hana og Gilly vildi ekki að hann fyrirliti sig. Nei, hún ætlað að þegja. — En nú ertu hamingjusöm, sagði Duncan blíðlega. — Er það ekki það eina sem máli skiptir? Að þú sért hamingju- söm og getir sungið eins og þú sért það? — Geri ég það ekki? spurði Gilly undrandi. Hann hristi höfuðið og leit á hana. — Nei, þess vegna vissi ég að eitthvað er að Ég heyrði sorgina í rödd þinni. Það er hluti af aðdráttaafli þínu, Gilly, bætti hann svo við brosandi — livernig þú syngur, en stundum þætti mér vænt um að heyra gleði í söng til tilbreyt'ngar. — O, Duncan.... Það kom kökkur í háls hennar við til hugsunina um að enginn hefði hingað til tekið eftir eða skipt sér af því hvort hún væri ham ingjusöm; hvort hún syngi með gleði eða sorg. — Nú er ég hamingjusöm. Duncan Hurst nam staðar og studdi höndum sínum á stýrið og starði fram fyrir sig. Svo leit hann alvarlegum augum á hana. — Viltu giftast mér, Gilly? spurði hann. — Giftast þér? Hún leit hjálp arvana á hann og þúsund hugs- anir streymdu gegnum hug henn ar. —• Já, en Duncan... ég. .. mig hefur aldrei dreymt um að giftast... þér! — Er það ekki? spurði hann blíðlega. — Láttu þig þá dreyma um það núna Gilly. Gerðu það fyrir mig. Hún þagði, en svo titraði hún og skalf og hún leit í gaupnir sér. Hvað átti hún að segja? Hvað gat hún sagt við hann? Með einni setningu gæti hún orðið þess valdandi að hann hataði bróður sinn og fyrirliti hana! Það myndi ekki snerta hana hvað hann hugsaði um hana, hún skipti engu máli. En með orðum sínum myndi hún baka honum varánlega sorg því hún vissi ósjálfrátt að hann var jafn tryggur og Russell var svikull. — Og ég elska hann hugsaði hún. — Ég get ekki hætt að elska hann þó ég elski hann á annan hátt en Russell — Sjálfsagt þarf ég ekki að segja þér, að ég elski þig. Gilly, sagði Duncan og hún leit undr andi á hann Hann rétti fram höndina og snerti hárlokk, sem hafði fallið niður á enni henn- ar. — En ég veit líka að all- ar konur vilja heyra að þær séu elskaðar. Meira en allt sem til er. — Nei, ó nei, stundi Gillv og greip fyrir andlit sér með hreyf ingu sem sýndi þjáningu henn- ar augljóslega. 11. KAFLI. Gilly opnaði dyrnar og gekk þreytulega inn en frú Hart kom til móts við hana og brosti vin- gjarnlega. — Það er hér kona sem vill tala við yður, ungfrú Anscombe, sagði hún. Það reyndist vera Eve Hart, sem var komin í heimsókn og nú spurði hún Gilly eftir að hún hafði heilsað henni, hvað hún hefði í hyggju að gera. Gilly starði lengi á liana áður en hún svaraði. - Ég hef hugsað málið - þar sem þið Russell eruð gift væri ekki rétt af mér - að gera neitt. Ég mun aldrei segja honum frá.... barninu. Eve Hurst leit á hana. - Gilly. sagði hún skyndilega, - það er gott og blessað fyrir okkur Russ- ell, en hvað ætlið þér að gera? Gilly leit á hana og fann að á einhvern undursamlegan máta voru orðnar vinkomu’ - hún og kuldalega, viðkvæma eigin- kona Russells og Gilly fannst hún mun eldri en hin konan og hún svaraði brosandi: — Ég sé um mig. Svo roðn- aði hún og bætti við: - Ég hef lagt fyrir alla þá peninga, sem ég hef getað og auk þess eru tii .... heimili . .. staðir þar sem stúlkur eins og ég geta verið. Seinna held ég áfram að vinna. En hún var ekki að hugsa um þessi orð, sem varir hennar sögðu. Hún var að hugsa um rólega rödd Duncan Hurst, sem sagði: — Gráttu ekki elsku Gilly. Þú ert svo ung. Allt breytist þegar árin færast yfir mann og ég vil bíða eftir þér. Ég bjóst ekki held ur við að þú elskaðir mig - eig- um við ekki að láta sem ég hafi ekki sagt neitt? Á þeirri stundu hafði iegið við að orðin, sem hefðu komið upp um Russel og sært Duncan brytust yfir varir hennar en hún hafði haldið aftur af þeim, — Þú þarft líka að liugsa um Ðuncan, sagði Eve rólega. Gilly leit snögglega á Eve Hur st og svo undan án þess að svara. — Hann talaði um það í gær kveldi. Hann kom heim til okkar eftir dansleikinn og ég komst ekki hjá því að heyra hvemig hann talaði um Iþig. Hann þakk- aði blátt áfram Russ fyrir að hafa fengið þig til að fara frá Skotlandi og hann sagði að þú værir alltof góð fyrir hann. Þú ert líka of góð fyrir danshljóm- sveit. Við töluðum við Signor Rosso og hann sagði að þér hefð- uð óvenjulega góða rödd og gæt- uð orðið óperusöngkona ef þú lærðir meira. — Ég verð víst að skipta um föt, sagði Gilly og reis á fætur en bætti svo kurteislega við: IVBassey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gera við vélarnar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. 25. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.