Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 25.01.1967, Blaðsíða 10
Kastljós Framhald af 6. síðu. kenna, að flokkurinn hefur ekki komizt í svo góða aðstöðu, að hann geti boðið Verkamanna- flokknum samvinnu. Jo Grimond jhefur lífgað mikið upp á brezk jstjórnmál og hefur verið ódeigur ■ baráttumaður róttækra aðgerða. fFTIRMAÐUR Grimonds, Jeremy Thorpe er 37 ára gamall. Hann verður nú að byrja þar sem Grim pnd hætti. Thorpe er róttækur eins og hann og er í vinstra armi flokksins. Eins og Grimond vill hann sameinaðan og róttækan al þýðuflokk. Thorpe, sem íhaldsmenn kalla ,,Sprengju-Thorpe“ vegna tillagna hans um, að sprengju'árásir verði gerðar á samgönguleiðir tll Rhod esíu, er litríkari stjórnmálamaður en Grimond, óheflaðri. Hann er pinn snjallasti kappræðumaður Neðri málstofunnar og hefur tinun af að beina meinlegum og háðsk mm athugasemdum til íhaldsþing manna. Þótt Thorpe komi vel fyr ir í sjónvarpi engu síður en Grim ond er hins vegar vafamál hvort hann geti unnið eins mikið traust og „Good Old Jo“ naut meðal þeirra þriggja milljóna Breta, sem hafa veitt frambjóðendum frjáls iyndra brautargengi í tveimur síð ustu kosningum. j Ef ekkert óvænt kemur fyrir, p/erður ekki gengið til kosninga ífyrr en að rúmlega fjórum árum jliðnum. Thörpe hefur því nægan 'tíma til að byggja upp völd sín og vekja á sér athygli áður en þol raunin hefst, bæði fyrir hann og flokkinn. Þótt flokkurinn hafi verið a undanhaldi á undanfömum mán uðum, er ekki ólíklegt að hann sæki aftur í sig veðrið. Bretar og frjálslyndir sjálfir telja bráðnauð synlegt, að flokkurinn fái aftur byr í seglin. En ef flokkurinn sæk ir sig ekki leikur hætta á því að hann deyi út og að stóru flokkarn ir gleypi hann. Leikhús Framhald af 7. síðu. unum. En það voru Arnar Jóns- son og Kjartan Ragnarsson, grímu- búnir sem sálfræðingur og óvit- inn Lillililli, sem báru uppi leik- inn í veigamestu hlutverkum hans. Arnar er orðinn merkilega traustur og öruggur leikari og átti vissulega hægt um vik í þessu hlutverki; Kjartan virðist vel fallinn fyrir öfgafenginn farsa- leik. Eins og Frjálst framtak Magn- úsar sem Gríma sýndi í fyrra hefur Ég er afi minn í upphafi á sér svip venjubundins skop- leiks; fyrr en varir leysist leik- urinn upp á sviðinu, snýr máli sínu beiht til áhorfenda, segir þeim að gá að sér. Hér er miklu 'betur haldið á þessum efnisklofn- ing en í fyrra leikritinu. Leikur- inn er víða hnyttinn og skoplegur, bæði atvik og einstök orðaskipti ,og setningar; og dæmisagan um Lillalilla þróast eðlilega upp úr „náttúrlegu“ skopi leiksins. í upp- hafi; það verður enginn tvískinn- ungur milli söguefnis og tilætlaðs boðskaps. Óvitinn Lillililli sem dregur fjölskyldu sína með sér í stríðsleikinn að „sérfræðilegri” f-yrirsögn, sprengir leikinn í tætl- ur að lokum, ætti að hafa aug- ljósa merkingu fyrir áhorfendum sínum, — hvernig sem þeir taka hæðnisbroddi leikslokanna. Þar er sálfræðingur Arnar Jónssonar orðinn að skemmtistjóra og vel- ferðarfrömuð; Þórhildur Þorleifs- dóttir stígur á sviðinu hægan læradans og syngur undir meðan brugðið er upp nektarmyndum á baktjaldi; öllu lýkur síðan með andaktugum sálmasöng. Þetta eru náttúrlega tóm simból og satíra hjá honum Magnúsi, heyrði ég einhvern segja eftir sýninguna. Það er nú vísast. En undarlega bregður við að sjá eitt sinn bregða fyrir á baktjaldinu Ijósmynd úr stríðinu í Vietnam: þar er höfðað til veruleika sem að öðru leyti var víðsfjarri þessari skemnitilegu leiktilraun, þrátt fyrir góðan vilja og meiningu. Brynja Benediktsdóttir hefur sett leikinn á svið og virðist það verk unnið með góðum smekk og hagvirkni — þótt ef til vill mætti fylgja með meiri nákvæmni þró- un leiksins úr farsa yfir í martröð, gera meira úr myndasýningu lokaatriðisins. Leikendur eru flestir ungir og lítt ráðnir ennþá og fara líklega allvel í hlutverk- unum eftir efnum sínum og á- stæðum; það er hins vegar lof um Magnús Jónsson að þau virðast sum hver gefa tilefni til markverð- ari leiks. Leikmyndir voru eftir Sigurjón Jóhannsson, frumraun hans á því sviði að ég hygg, og voru það snoturleg verk, kjallar- inn í kjallarastíl, leikmyndin við Ég er afi minn í einföldum stíl barnaleikfanga. — Leikþáttunum var báðum vel tekið á frumsýn- ingu, Gríma sýnir með þeim enn sem áður að hún er ómissandi orðin í leikhúslífi Reykjavíkur, — okkar eina virkilega tilraunaleik- hús. — Ó. J. Kvikmyndir Framhald af 6. síðu. lungun, því með því að þenja brjóstkassann slítur hann í sundur járnhlekki. Hann kennir Gelsom- inu að leika á lúður og dansa. Peningana, sem þau vinna sér inn, svallar hann með á knæpum í félagsskap með vafasömu kven- fólki. Það særir Gelsominu, sem smám saman er orðin bundin Zam pano ósýnilegum böndum. Dag nokkurn reynir hún að flýja frá honum, hann finnur hana þar, sem hún hrífst stórlega af línud. II Matto (Riehard Basehart). í fyrsta sinn ber Zampano Gelsominu og hefur á brott með sér með valdi. Þau ferðast borg úr borg. Zamp- ano fær atvinnu við hringleikahús, þar sem línudansarinn II Matto vinnur. Þeir lenda í hári saman, — og Zampano er varpað í fangelsi. — Gelsomina verður hrifin af II Matto sem er einasta lífveran sem sýnir henni blíðu og vekur sjálfs- traust hennar. Hún er stödd á krossgötum. Hún veit að hún á val ið og kýs að fylgja Zampano. Hún bíður við fangelsisdyrnar, þegar honum er sieppt. Hún fylg- ir lionum, sannfærð um, að fyrr eða síðar muni hún finna veg að hjarta hans. Örlögin réðu því, að leið þeirra Zampano og II Mattos lágu saman. Þeir leritu í horku áflogum, sem enduðu með því að >10 25. jarníar 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐÍÐ Zampano gekk af II Matto dauð- um. Hann óskaði að gleyma því, en var stöðugt minntur á það af Gelsominu, sem aldrei lætur hann í friði og stöðugt leikur á lúðnr- inn lagið, sem II Matto kenndi henni. Að síðustu heldur Zampano þetta ekki út — og skilur Gel- sominu eftir við þjóðveginn. — Nokkur ár liða. Zampano ferðast stöðugt um með hringleikaflokkn- um. Samvizkubitið kvelur hann. Dag nokkurn heyrir hann stúlku raula lagið hennar Gelsominu. Hann spyr stúlkuna, hvar hún hafi lært þetta lag. Stúlkan segir, að hún hafi lært það af veikri stúlku, sem pabbi sinn hafi fúndið á ströndinni, og hafi dáið heima hjá henni. Nú finnur Zampano fyrst, að hann saknar Gelsominu. Hann reynir að drekkja sorgum sínum, en samvizkan lætur hann ekki í friði, og niður við strönd- ina grætur þessi harðbrjósta mað- ur af söknuði yfir að hafa misst Gelsominu, sem hann veit nú að hann hefur elskað. Kvikmyndin La Strada hefur verið lofsungin af gagnrýnendum um víða veröld og hlotið mörg verðlaun. Hún skipar tvímæla- laust sess meðal beztu kvikmynda, er gerðar hafa verið. Leikur aðal- leikenda í kvikmyndinni þykir og með miklum ágætum, einkum Masinu í hlutverki Gelsominu, enda hefur einn gagnrýnandinn kornizt svo að orði: „Þetta er mynd á heimsmælikvarða. Maður hefur aldrei áður séð neitt slíkt. Leikur Stúdentar Aðstoð v/ð skattframtöl Stúdentaráð Háskóla íslands vill benda stúdentum á að nú koma til framkvæmda nýjar reglur varðandi framtal á námskostnaði. Ber stúd- entum að fylla út sérstök eyðublöð þar að lútandi og senda með skatt- framtali sínu. Eyðublöð þessi fást á skattstofunni og á skrifstofu Stúd- entaráðs í háskólanum. Á vegum S.H.Í. er stúdentum nú gefinn kostur á aðstoð við skatt- og námskostnaðarframtöl sín fyrir árið 1967. Verða fulltrúar S.H.Í. til við- tals í setustofu í kjallara Nýja Garðs daglega kl. 3-7 sd. frá og með mánu deginum 23. þ. m. til þriðudags 31. þ. m. að sunnudeginum undanskild- um. Gjald fyrir aðstoð er kr. 50.00. S.H.Í. Giuliettu Masinu er svo stórkost- legur, að slíkt gengur kraftaverki næst. Slíkt gera leikarar aðeins einri sinni á ævinni." En það eru fleiri en hinir erlendu gagnrýn- endur, sem hafa hrósað mynd- inni. Thor Vilhjálmsson segir svo í bók sinni Regn á rykið um mynd þessa: „Stundum er myndin svo hríf- andi, að það er eins og hlusta á músik eftir Corelli, maður óskar því linni ekki. Myndatakan hefur aídrei neinn sýndarmennskublæ en býr yfir varanlegri fegurð, samofin efninu og verður ekki frá því greind. Svo sem þegar Gel- somina situr i skugganum og yljar sér við þá fölu geisla sólar sem falla alls ekki á hana. Þetta er saga Gelsominu. Og þetta er tækni Fellini, fínleg og viðkvæm, höfð- ar til næmustu tauga. Þessi kvik- mynd hvarflar milli misturveraldar draumsins og naktasta og lilífðar- lausasta veruleika. í hrottaskap dýrsins leynist hinn veiki púls- sláttur manneskjunnar sem er svo brothætt, sem er svo sterk og er svo veik, svo veik.” Það er ástæða til að flytja sjón- varpinu alúðarþakkir fyrir að kynna slík öndvegiskvikmynda- verk sem Umberto D og nú La Strada. Sigurður Jón Ólafsson. Röskur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn Þarf að hafa reiðhjól. Alþýðublaðið, afgreiðslan. Sími 14900. VANTAR BLAÐBURÐAR- FðLK i EFTIRTALiN HVERFI: MIÐBÆ, I. og II. HVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI NJÁLSGÖTU LAUFÁSVEG LANGAGERÐI RAUÐARÁRSTÍG GRETTISGÖTU ESKIIILÍÐ SfMI 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.