Dagur - 17.10.1997, Síða 8

Dagur - 17.10.1997, Síða 8
8- FÖSTUDAGVR 17.0KTÓBER 1997 FRÉTTASKÝRING L rD^ftr SIGURDÓR SIGURDÓRS SON SKRIFAR „Það hefur verið stöðug kreppu- stjórnun í sjö ár á sjúkrahúsun- um,“ sagði Kristín Astgeirsdóttir þingkona við umræður um heil- brigðiskerfið á Alþingi í gær. Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra sagði þvert á móti að allt stæði til bóta í heilbrigðiskerfinu. Umræðan snerti flesta átakafleti heilbrigðiskerfisins. Ræða Kristínar endurspeglaði kjarnann í gagnrýni stórnarand- stöðunnar: „Það fer mestur tími allra stjórnenda, lækna og hjúkr- unarfræðinga, í að glíma við ein- hverjar niðurskurðartillögur. Þessi styrjöld hefur geisað á sjúkrahúsunum í sjö ár... Ungir læknar segja upp störfum og þeir hafa boðað það líka að þeir vinni samkvæmt vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Sérfræðing- ar hafa sagt upp samningi við Tryggingastofnun. Og það sem ef til vill er alvarlegast; það gengur illa að fá lækna heim aftur eftir að þeir hafa haldið til náms er- lendis. Þetta er grafalvarlegt mál og við hljótum að spyrja hver sé framtíð íslenska heilbrigðiskerfis- ins ef svo heldur fram sem horf- ir.“ Hækka læknalaun Kristín sagðist vilja hækka laun lækna: „Byrjunarlaun aðstoðar- lækna eru 85.227 krónur á mán- uði eftir 6 ára háskólanám. Það er unnin gríðarleg yfirvinna á sjúkrahúsunum, miklu meiri en góðu hófi gegnir og jaðrar við ör- yggismörk... Það kerfi sem við búum við núna var búið til um 1970 og síðan hafa menn þar, eins og í tryggingakerfinu, sífellt verið að plástra og bæta utan á án þess að horfa á heildina. Miklar breytingar hafa átt sér stað síðan 1970, bæði í læknavísindum og allri tækni og ekki síst þeir mildu búferlaflutningar sem átt hafa sér stað á landinu. Því spyr ég hvort ekki sé kominn tími til að horfa á þetta kerfi allt í heild... í stað þess að halda áfram að plástra kerfið.“ Sjúklingar aukaatriði Það var Margrét Frímannsdóttir sem óskaði eftir umræðunni. I Hættum að plástra k Margrét: Stór hópur hefur ekki efni á ad fara til læknis. upphafsræðu sinni vitnaði hún í harðorða samþykkt frá aðalfundi Læknafélags Islands í haust þar sem kemur fram gagnrýni á ástandið í heilbrigðiskerfinu. Þar segir að stefnuleysi í heilbrigðis- málunum skapi öryggisleysi hjá sjúklingum og starfsmönnum heilbrigðisþjónustunnar, sem ekki verði við unað. Margrét sagði lýsingin í sam- þykkt Læknafélagsins væri ekki fögur en því miður alveg sönn. Hún benti á að enn sæi ekki fyrir endann á kjaradeilu heilsugæslu- lækna, sem hófst fyrir meira en ári síðan. Fjársvelti Hún sagði einnig að heilsugæslan hefði búið við fjársvelti í mörg ár. Víða hefði gengið illa, eða alls ekki tekist, að manna stöður lækna við heilsugæslustöðvar. Dregið hefði verulega úr þeirri þjónustu sem heilsugæslan hefði veitt. Hún nefndi fjölmörg dæmi máli sínu til stuðnings og sagði að það gengi ekki lengur að segja að „málið sé í athugun," eins og ráð- herra svari allri gagnrýni. Þá ræddi hún um kjaramál heilbrigðisstéttanna og sagði þau í uppnámi hjá sérfræðilæknum og þroskaþjálfum. Margrét benti á að nú væri svo komið að stór hópur sjúklinga teldi sig ekki hafa efni á að leita til læknis eða að Ieysa út Iyf. í könnun sem landlæknir lét gera Ingibjörg: Allt stefnir til bóta i heilbrigdiskerfinu. á íisllaincdli Höfum alltaf til afgreiðslu með skömmum fyrirvara ýmsar stærðir og útfærslur af MAN- vörubílum. Höfum einnig til afgreiðslu strax ýmsar stærðir af PESCI bílkrönum. KRAFIURehf. VAGNHÖFÐA 1-112 REYKJAVÍK SÍMI 567 7100 - FAX 567 7106 MAN verulblll áir

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.