Dagur - 15.11.1997, Page 2

Dagur - 15.11.1997, Page 2
18- LAVGARDAGUR ÍS.NÓVEMBER 1997 Ttoptr LÍFIÐ í LANDINU Herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar hélt sína árlegu tískusýningu síðastlið- ið miðvikudagskvöld og var tilcfnið notað til að safna fé til styrktar nýjum og veglegri Kántiýbæ. Á tískusýning- unni komu ýmsir valinkunnir menn fram í fýrsta skiptið sem fýrirsætur. Sérstaklega þóttu fara á kostum þeir Jón Vióar Jónsson leikhúsgagmýnandi Frjálsrar verslunar og Hrafn Jökulsson varaþingmaður og barþjónn. Hrafn kom fram í sjóliðabúningi og er skemmst frá því að segja að viðstaddur kvenpeningur féll umvörpum í stafi. Jón Viðar var í hlutverki landkönnuðar og þótti fara vel á því. Var mál manna að frammistaða hans væri mun betri cn margra þeirra leikara sem hann hefur gert að umfjöllunarefni hin síðari ár. Jón Viðar Jónsson. Útvarpsmaðurinn góðkunni Sigurður G. Tómasson er ekki sestur í helgan stein þó að hann sé hættur að stýra rás 2 því að nú heyrast þær fréttir að Sig- urður sé að skipuleggja karlaráðsteíhu fýrir Alþýðubandalagið í lok nóvember. Það má því búast við að hlutskipti karla verði til umræðu á næstunni. Og svo geta aðdáendur Andreu Jónsdótt- ur farið að hlakka til því að hún mun heyrast á Bylgjunni í desember... Stefnt er að því að slá íslandsmct í þátt- takendafjölda í línudansi í flugskýli á Akureyrarflugvelli kl. 16:30 í dag. Það eru Kánöýklúbbur Akureyrar og Bjami Hafþór Helgason sem standa að þessari uppákomu, sem fram fer í flugskýli Flugfélags íslands á Akureyrarflugvelli. Þar vcrð- ur dansaður auðveldur lfnudans saminn af Jóhanni Emi Ólafssyni, við lag Bjama Hafþórs Upp í sveit, sem er að finna á nýútkomnum geisladiski hans. Verður myndband við lagið jafnframt tekið upp þama á staðnum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, einn aðstandcnda þess- arar uppákomu, býst við allt að 500 þátttakendum og verður full- trúi sýslumanns fenginn til að staðfesta ijölda þátttakenda, í þessari tilraun til íslandsmets. Lögmál Darwins gildir uin nýja höf- unda á bókamarkaðinum, en ekki eins og gamli maðurinn lýsti því. „Þeir hæf- ustu komast af“, er nú: „Þeir hæfustu í auglýsingamennsku halda að þeir kom- ist af“. Einn er Mikael Torfason scm pakkar nýrri skáldsögu sinni 1 sérhann- aðar umbúðir, sendir veggspjöld og kynnigarmöppu og fær HaUgrím Helgason til aö skrifa: „Besta íslenska skáldsagan í mörg ár“. Hallgrímur var reyndar með bók í fyrra sj álfur. „Falskur fugl“ hlýtur að vera meiriháttar master- pís Hallgrímur? Það er greinilegt að formaður Alþýðubandalagsins er ekki tilbúinn að hleypa formanni Alþýðuflokksins mjög nærri sér í bráð. Hins vegar er formaður Alþýðuflokksins ákafur að komast undir eina sæng og er gramur yfir því hve lengi hefur þurft að bíða eða 70 ár. Skilgreiningar Hlínar Agnarsdóttur í leikriti sínu, sem nú er sýnt í sjónvarp inu, má yfiifæra á flokksformennina. Samkvæmt þeim er formaður Alþýðu- bandalagsins með fyrirtiðarspennu (sem hefur að vísu staðið nokkuð lengi) og formaður Alþýðuflokksins mcð brund- fýllisgremju. Það erþví alls óvíst að for- mennimir nái saman því þessi fyrirbæri byggjast hvort á öðru eins og segir í vís- unni: Afþessum orðum merkja má að misklíðin stafi af þessu tvennu, að brundfyllisgremjan byggi á breiðri fyrirtíðarspennu. Hlín Agnarsdóttir. LAPPAKVÖLD SIÐUSKOLA vjardaginn tS.nóv mÉÍng kf. 10.30 Ólafur skólastjóri Síðuskóla með verðlaunagripinn sem hann vann i fyrra. Borðaði flestar lappir og fékk gullfótinn sjálfan. Allir borða lappir Þau hittast tvisvará ári afákaflega sér- stöku tilefni. í annað skiptið til að svíða lappir. í hittskiptið til að borða þær. Kennarar í Síðuskóla á Akureyri hefa tekið upp þennan frekar sérstaka sið. Að svíða og borða kindalappir. Lappir eru góðar þótt sumir píni þær ofan í sig „Þetta byijaði fyrir tveimur árum í sláturtíð," segir Berghildur Valdimarsdóttir, sem er einn af forsprökkunum. „Við sátum í frí- mínútum nokkrir kennarar og ræddum sláturmat. Sviðalapp- irnar komu upp í umræðuna og við vorum sammála um það nokkur að okkur þættu þær góð- ar.“ Þess vegna ákváðu þau að hittast og svíða og borða. Skapa stemmningu. Það voru flestir sem höfðu smakkað lappirnar en fyrir löngu síðan. Langaði til að prófa aftur. Þetta er nefnilega ekki alveg daglegur matur eins og Berghildur segir. Það eru samt ekki allir sem borða lappirnar. „Sumir mæta og pína ofan í sig hálfri löpp. Bara til að vera með,“ segir hún. Þau borða með þessu rófu- stöppu og kartöflur. Þeir sem ekki borða lappir mega ekki koma með neitt annað til að borða. Það er stranglega bann- að. Þeir verða þá bara að borða kartöflur. Fiestir reyna samt sem áður. Þeir sem koma þykjast borða þetta. Láta bara lítið lyrir sér fara. GyUt löpp á stalli fyrir flest- ar lappir Upphaflegi lappahópurinn sam- anstóð af sex lappaaðdáendum. Næsta árið fjölgaði í hópnum um helming og aftur fjölgar um helming núna. Hópurinn telur um þijátíu manns. „Við þurfum að hittast tvisvar sinnum. Til að svíða og til að borða. Það reyna flestir að mæta í bæði skiptin. Það er hluti af stemmningunni. Fólk kemur meira að segja sér- staklega til að vera með í að svíða þó það geti ekki mætt til að borða herlegheitin. Bara til að vera með. Það er jafn mikil stemmning í kringum það.“ Og auðvitað er verðlaunagrip- ur á svona hátíðum. Hann kom til í fyrra. Forláta farandgripur sem stendur á stalli. Gyllt löpp. Gripinn fær sá sem borðar flest- ar lappirnar. Ólafur skólastjóri vann gripinn í fyrra. Borðaði áreiðanlega 10 eða 15 lappir. Venjulegur maður borðar um 8 stykki. En það var ákveðið að hafa fleiri verðlaun í ár. Sérstök kvennaverðlaun sem er „fallegt“ hálsmen búið til úr beinum. Til skemmtunar í kvöld er ár- legt tónlistaratriði. „Eg spila á blokkflautu og maðurinn minn syngur Lambið segir me, það leitar sig í hlé, því er svo kalt á tánum...“ HBG LAPPAKVOLP í SÍÐUSKÓLA laugardaginn 15.nóv IVIæting kl. 19.30 Auglýsing lappahátiðarinnar fer ekki framhjá neinum. Hún á vel við. Maóur vikumiar er dátnn Maðurvikunnarerlöngu dáinn. Hannfædd- ist 11. nóvember 1831. Hann kom til lands- ins frá útlöndum og sigldi hringinn, sá eyju rísa úrsæ og tók ástfóstri viðfólkið í henni. Hann sendi töfl, bækurog kirkjuklukku og menningarlegt Ijós. Og á hverju ári halda eyjarskeggjarhonum hátíð ogblessa íbak og fyrirsem velgjörðarmann: kartöflusalat kem- uríflugvél, menn með kokkahúfurbrasa, böm syngja og allirbrosa út undireym. Mað- urvikunnarermaðurinn sem Grímseyingar heiðmðu í vikunni: Daniel Willard Fiske.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.