Dagur - 31.12.1997, Síða 3
Xfc^ur
MIÐVIKVDAGUR 31.DESEMBER 1997 - 19
ANNÁLL ’97
íslendiitgar á Everest!
„Við komionst ekki
hærra“ hárust skila-
boðin og voru orð að
sönnu: ísleudingar
voru komnir á hæsta
fjallheims. Mikill
fögnuður landsmanna
sem voru í spreng af
monti.
22. maí, Himalaya
Þrír íslenskir fjallagarpar, þeir
Björn Ólafsson, Einar K. Stefáns-
son og Hallgrímur Magnússon
unnu það afrek miðvikudaginn
21. maí að standa fyrstir Islend-
inga á toppi Mount Everest í
Lkimmnw
Komnir heim. Þjódin samfagnaði innilega.
Himalayafjöllum. Lokaáfanginn á
toppinn tók 20 tíma og fóru þrír
Sherpar auk eins Breta með ís-
lendingunum upp síðasta spölinn.
För þremenninganna vakti
þjóðarathygli og stóðu margir á
öndinni af spenningi, ætlunar-
verkið hafði tekist þegar þeir til-
kynntu: „Við komumst ekki
hærra“. Mikil gleði braust út hjá
aðstandendum og landsmönnum
öllum.
Everest-tindur er 8.849 metra
hár og er súrefnið í loftirm aðeins
um þriðjungur þess sem það er við
sjávarmál. Kuldinn er ægilegur og
miklir vindar, en þremenningarnir
eru taldir hafa hagað för sinni af
mikilli skynsemi í varasömu veðri.
Sex manns höfðu farist í hlíðum
Everest um vorið þegar Islending-
arnir unnu afrek sitt.
25 milljónir
Mikla athygli vakti þegar Sauð-
árkróksbær og fjölmörg fyrirtæki
á Sauðárkróki auk einstaklinga
ákváðu að styrkja tugþrautar-
hetjuna Jón Arnar Magnússon
um upphæð sem samsvarar
rúmum 25 milljónum króna á
fjórum árum. Styrkurinn miðast
við að Jón Arnar verði í topp-
formi árið 2000 á Ólympíuleik-
unum í Sydney en ekki er búið
að afla allra peningana enn...
Ekki pelafyllerí
Þessi maður varð heimsfrægur á
Islandi á einni nóttu með þvf að
neita að yfirgefa félagsheimili á
Vestfjörðum. Hvað heitir hann?
Svar: Sigurður Ingi Pálsson
veitingamaður sem vildi ekki
leyfa pelafyllerí á þorrablóti
kvenfélagsins á Patreksfirði
heldur selja veitingar. Yfirvöld
reyndu að fá hann burt úr hús-
inu en það gekk treglega og fór
málið fyrir dóm.
Jón blæs út
MikiII slagur varð milli Stöðvar
2 og Stöðvar 3 í janúar þegar
fimm toppmenn yfirgáfu Stöð 2
og hófu störf á Stöð 3. Sú vist
varð reyndar endaslepp, þar sem
Stöð 2 keypti Stöð 3 skömmu
síðar með það í hujga að leggja
hana niður. Jón Olafsson var
umtalaðasti fjölmiðlabarón
Iandsins annað árið í röð.
Þaulsetnir
Hrafn og Illugi Jökulssynir sem
risu einir gesta ekki úr sæti fyrir
forseta íslands, Ólafi Ragnari
Grímssyni og forsetafrú, Guð-
rúnu Katrínu Þorbergsdóttur,
þegar Ieikrit föður þeirra, Dó-
mínó, var frumsýnt í Borgarleik-
húsinu. „Mér hefur alltaf þótt
hvimleiður sá kóngasiður ís-
lendinga að geta ekki setið
kjurrir þótt forsetinn láti sjá
sig,“ sagði Hrafn.
Álverið á
Gnmdartanga
2. apríl
Bygging
Norðuráls á
Grundartanga
hófst í apríl og
var álver hann-
að í fyrsta skipti
á Islandi.
Skiptar skoð-
anir voru með
framkvæmdina
og voru ýmsir
hópar gegn ál-
verinu þótt fleiri
væru því fylgj-
andi. Álverið
hefur góð áhrif
á þjóðarafkomu Islendinga en
aukin mengun og gróðurhúsaá-
hrif varð mörgum þyrnir í auga á
árinu. Samtökin Sól í Hvalfirði
höfðu sig mjög í frammi og mót-
mæltu. Nefna má auk byggignar
álsversins á Grundartanga
stækkun kerskálans í Straumsvík
og Sultartangavirkjun.
Guðmundur
Bjarnason horfði
upp á mikil stór-
iðjuáform á fs-
landi en alþjóð-
legan þrýsting að
minnka mengun.
Umhverfísráðherra í Kyoto
Undir lok ársins hélt umhverfis-
ráðherra til Kyoto í Japan þar
sem þjóðir heimsins vildu ná
samkomulagi um minni mengun
til að vernda andrúmsloftið.
Grunnur að samkomulagi gerir
ráð fyrir að Islendingar megi
auka losun mengandi efna meira
en aðrar þjóðir, en mun minna
en áform eru uppi um hér á
landi. Islensk stjórnvöld hafa
ekki ákveðið hvort þau undirritið
samkomulagið.
Ömurleg afdrif Snæfums
Hann ávann sér ást barnanna og fól þau i skauti sér en óknyttaormar vógu úr
launsátri. Það varð hans bani.
Grátklökkar mæður
sársvekktra bama
hringdu í blaðið og
kröfðust skýringar á
hvarfi snjókarls. Jak-
ob bæjarstjóri sagði
að bann hefði betur
líkst sér!
Akureyri 4. aprt'l
„Snæfinnur svonefndur, snjó-
karlinn pattaralegi á Ráðhús-
torginu, Akureyri, er allur. Hann
var rifinn í gærmorgun til
grunna og hringdu grátklökkar
mæður sársvekktra barna í Dag-
Tímann í gær og vildu að skýr-
inga yrði aflað.
Með afar vandaðri rannsókn-
arblaðamennsku kom í ljós að
Jakob Björnsson bæjarstjóri vís-
aði frá sér allri ábyrgð, en gaf þó
í skyn að hann hefði eflaust beitt
sér fyrir frekara langlífi snjó-
karlsins ef um nákvæma eftir-
mynd af honum hefði verið að
ræða. Hann benti á Kaup-
mannasamtökin á Akureyri og
þar fengust þau svör að karlinn
hefði verið farinn að láta veru-
lega á sjá og orðinn lítið augna-
yndi.
Ekki var það bara vegna hláku
heldur létu skemmdarvargar á
Akureyri Snæfinn helst ekki í
friði. Staðin var vakt um hann
yfir páskana en ekki þótti til-
hlýðilegt að vakta mannvirkið
fram á vor. Stóð það heima að
strax og vöktun lauk, sáu ein-
hverjir ástæðu til að ráðast á
Snæfinn og hvarf nef hans m.a.
með voveiflegum hætti. „Haf
þökk fyrir allt og allt,“ skrifaði
blaðið 4. apríl sl.
Kettir með krölii í
dánarbú
Tvær kröfur bárust í dánarbú
aldraðrar konu frá Blönduósi
sem skildi eftir sig 14 milljóna
kr. peningaeign. Konan ánafnaði
Kattavinafélagi Akureyrar allar
eignirnar eða Kattavinafélagi
Reykjavíkur í erfðaskrá en hvor-
ugt félagið er til og því vandaðist
málið. Systurdóttir konunnar var
lögerfingi og gerði hún kröfu í
búið ásamt köttunum. Kettirnir
töpuðu um síðir málinu.
bjóðargersemi
Islendinga
Björk Guð-
mundsdóttir,
var sæmd Tón-
listarverðlaun-
um Norður-
landaráðs við
hátíðlega at-
höfn í Osló.
Meðal annars
kom fram í máli Björk sló i gegn
dómnefndar- hvað eftir annað.
manna að hún
hlyti verðlaunin fyrir persónu-
legan stíl. Björk hélt blaða-
mannafund fyrir afhendinguna
og sagðist hálfhrædd við öll verð-
laun, henni fyndist iðulega sem
verið væri að launa henni fyrir
ævistarfið. Hún lýsti þó yfir stolti
og þakklæti og hélt ótrauð áfram
í plötuútgáfunni og alheims-
frægð. Nýjasta plata hennar hef-
ur fengið fínar móttökur, en það
bjargaði söngkonunni ekki frá
nýrnakasti undir lok ársins. Er
sögð íhuga kaup á eyju við
Skotland.
Samkeppni í flugi
Nýtt flugfélag á gömlum merg
var stofnað við samruna Flugfé-
lags Norðurlands og innanlands-
deildar Flugleiða. Hlaut félagið
nafnið Flugfélag Islands og lenti
þegar í harðri samkeppni innan-
lands við Islandsflug þegar þau
tímamót urðu að hún gat hafist.
Fargjöld lækkuðu fyrir tilverknað
Islandsflugs en landsmenn laun-
uðu treglega þá viðleitni. Is-
landsflug kennir um „vildar-
punktum" Flugleiða. Sam-
keppnin er í járnum og ekki víst
að lág fargjöld haldist lengi.
Spaug er ekkert grín
Höfðað var mál
gegn Spaug-
stofumönnum
eftir þátt þeirra
kvöldið fyrir
páska. Grínar-
arnir voru
ákærðir fyrir
guðlast og sagði
biskupinn, Olaf-
ur Skúlason,
m.a. í kvörtunar-
bréfi til RÚV að hann teldi
Spaugstofuþáttinn „argasta guð-
last“. Dagur-Tíminn spurði Þor-
stein Pálsson dóms- og kirkju-
málaráðherra hvort hann ætlaði
að gera eitthvað í málinu eða
hvaða skoðun hann hefði. „Sá
ekki þáttinn og langar ekki í
spólu með honurn," svaraði Þor-
steinn. Spaugstofumenn voru
ekki ákærðir þrátt fyrir eindreg-
inn rannsóknarvilja Hallvarðs
Einvarðssonar ríkissaksóknara
sem heyrði af málinu í sundi.