Dagur - 31.12.1997, Side 6

Dagur - 31.12.1997, Side 6
22- MIÐVIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 FÓLKIÐ ’97 Haraldur Þórar/nsson. Læknarnir wiínir crn liígjafar „Eg fékk slæmt hjartakast í nóv- ember og leitaði strax til læknis. Af Iýsingum annarra að dæma grunaði mig að umkransæðastíflu væri að ræða. Sú var raunin. Sig- urður Halldórsson, læknir á Kópaskeri, kom strax og farið var með mig á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar tók við mér Jón Þór Sverrisson hjartasérfræðing- ur og undir handarjaðri hans á sjúkrahúsinu var ég næstu dag- ana. Síðan tók við eftirmeðferð og Jón Þór hefur sagt við mig að nú megi ég ekki hreyfa mig eða gera nokkurn hlut næsta mánuð. Þessir tveir menn eru Iífgjafar mínir og tvímælalaust menn árs- ins,“ segir Haraldur Þórarinsson, bifvélavirki í Kvistási í Keldu- hverfi. Steinunn Jóhannesdóttir. Öðnun til uppörvunar „Guðrún Katrín Þorbergsdóttir er maður ársins fyrir glæsilega frammistöðu í starfi sínu við hlið forseta Islands á fyrsta ári hans í embætti, og fyrir það hvernig hún hefur mætt þvf stóra áfalli sem al- varleg veikindi hennar eru. Hún hefur ekki farið í felur heldur tek- ist á við erfiðleikana af hugrekki og með reisn sem ég held að geti orðið öðrum til uppörvunar sem Iíkt stendur á fyrir,“ segir Stein- unn Jóhannesdóttir, leikkona og rithöfundur. Vanda Sigurgeirsdóttir. Þrckvirki og viljastyrkur „Mér finnst vinur minn Björn Olafsson, Everestfari, vera maður ársins," segir Vanda Sigurgeirs- dóttir, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. „Ég og maðurinn minn vorum í sambandi við Björn á Alnetinu meðan á ferðinni stóð og fylgdumst einnig með ferða- laginu í fjölmiðlum. Mér er Ijóst að það er mikið afrek og þrekvirki að ná á topp hæsta fjalls heims- ins. Til þess þarf sterkan pers- ónuleika og viljastyrk. Því eru Everestfararnir menn ársins." Kolbrún Haiidórsdóttir. Mér kciniir Kristinn í hug „Mér kemur fyrst í hug Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Olafs- firði. Hann hefur staðið sig vel á mótum erlendis og hefur verið landi og þjóð til sóma. Ég hef talsvert fylgst með skíðamönnum í gegnum árin, því það er eins í Olafsfirði og hér á Isafirði, allt gengur út á skíði,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í hinum nýja meirihluta bæjarstjórnar ísafjarð- arbæjar. Helgi Hallvarðsson. Davíð og Gæslumenn „Mér kemur Davíð Oddsson í hug fyrir að hafa gripið inn í at- burðarás landsmála á ögurstund svo sem í skattalækkuninni á dög- unum og í gjaldskrármáli Pósts og síma,“ segir Helgi Hallvarðs- son, yfirmaður gæslufram- kvæmda Landhelgisgæslunnar. „Einnig nefni ég mína menn hér í Gæslunni, sem sýndu frækna frammistöðu í sjóslysunum á fyrstu mánuðum ársins. Benóný Ásgrímsson og áhöfnin á TF-LIF sem bjargaði áhöfnum Víkartinds og Dísarfells við erfiðar aðstæður. Sömuleiðis get ég nefnt Einar Valsson, skipherra á Ægi, sem gerði tilraun til að bjarga Víkar- tindi þegar allt var komið á loka- punkt þar. Þá komst varðskipið og áhöfn þess í mikla hættu með þeim afleiðingum sem allir þekkja.“ Hlhi og hetjur þyrliumar „Mér finnst Hlín Agnarsdóttir vera maður ársins vegna leikrits hennar, Fyrirtíðarspenna, sem sýnt var í Sjónvarpinu nú í haust," segir Helga Haraldsdóttir, forstöðumaður Ferðamálaráðs á Akureyri. „En fleiri hafa gert það gott á árinu. Ég get líka nefnt flugmennina á þyrlu Gæslunnar sem björguðu mönnum úr bráðri lífshættu af Víkartindi og eftir að Dísarfellið fórst úti á reginhafi. X^ir Maður Helga Haraldsdóttir. Sjálfsagt er það nú þyngra á met- unum. Sömuleiðis get ég nefnt Guðrúnu Katrínu Þorbergsdótt- ur, forsetafrú, sem hefur tekist á við veikindi sín af hetjuskap." Þórunn Sigurðardóttir. Afrek Auðuns „Auðunn Kristinsson, sigmaður Landhelgisgæslunnar, sem bjarg- aði áhöfnum Víkartinds og Dísar- fells um borð í TF LÍF, er maður ársins. Afrek hans virkar ótrúlegt á okkur landkrabbana, þó þessum mönnum finnst þeir sjálfsagt að- eins vera að vinna sín störf. Til að láta sig síga niður í kaldan sjó við erfiðar kringumstæður til að bjarga mönnum úr bráðri Iífs- hættu þarf mikið hugrekki. Ekk- ert afrek jafnast á við að bjarga mannslífi, jafnvel þó menn hafi það að aðalstarfi," segir Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Björgvin G. Sigurðsson. Flett ofau af misfellu „Ég nefni Hrafn Jökulsson fyrir að fletta ofan af því hvaða sér- meðferð mál Frankíns Steiners hafa hafa fengið hjá Iögreglunni. I Mannlíf benti Hrafn á mikla misfellu í okkar þjóðfélagi og sýndi að víða er pottur brotinn í réttarkerfinu. Ég tel einnig að Hrafn hafi með greinum sínum brotið ákveðið blað í íslenskri blaðamennsku, og sýnt fram á hvers megnug kraftmikil blaða- mennska er. Hrafn er maður árs- ins fyrir glæsileg vinnubrögð sín í þessu máli þó eftirleikurinn hafi reynst honum dýr,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, stjórnarmaður í Grósku og ritstjóri Stúdenta- blaðsins. Ásdís Halla Bragadóttir. Maður hugsjóna „I mínum huga er formaður Sjálf- stæðisflokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, maður ársins. Hann sýndi mikla festu á alþjóða- vettv'angi þegar hann tók á móti varaforseta Tævans og með því undirstrikaði Davíð að hann er maður hugsjóna. Yfirburðir hans eru líka miklir á innanlandsvett- vangi því undir hans forystu hef- ur fylgi Sjálfstæðisflokksins verið mikið og stöðugt á árinu. Auk þess sýndi Davíð á sér nýja og persónulega hlið á árinu með bókinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, sem hefur fengið mjög góða dóma,“ segir Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra og formað- ur Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Raddir kaífisíoíuiuiar „Af því þú gafst mér tíma til að hugsa mig um gerði ég skoðana- könnun á kaffistofunni. Flestir nefndu Kristin Björnsson, sem vann mikilsháttar afrek í skíða- brekkunum og er nú kominn í röð fremstu skíðamanna heims. Dal- víkingar þurfa því ekki að líta lengra en út fyrir Múlann þegar þeir velta upp þeirri spurningu hver sé maður ársins. Sömuleiðis nefndu margir þyrluflugmenn Gæslunnar sem unnu mikil afrek þegar þeir björguðu áhöfnum skipa úr sjávarháska á fyrstu mánuðum árs,“ segir Ari Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Snæfells hf. á Dalvík. Atli Guðiaugsson. Daginn þegar kappar knáir „Um það bítast ekki fáir. / Ein- hvern veginn man þó best / dag- inn þegar kappar knáir / komust upp á Everest,“ segir Atli Guð- laugsson, skólastjóri Tónlistar- skóla Akureyrar. Magnús Stefánsson. Pólfarinn úr Framsókn „I mínum huga er vinur minn, fé- lagi og samflokksmaður hér í þinginu, Olafur Örn Haraldsson, maður ársins, sem og félagar hans þeir Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjarnason sem nú þramma yfir Suðurpólinn. Það er mikill áhugi fyrir þessu ferðalagi þeirra í þing- liði Framsóknarflokksins og uppi á vegg í þingflokksherberginu erum við með stórt kort þar sem við færum reglulega inn hvar Ólafur sé staddur samkvæmt þeim upplýsingum sem við fáum,“ segir Magnús Stefánsson, þing- maður Framsóknarflokksins á Vesturlandi. Davíð landsfaðir „Ótvírætt finnst mér Davíð Odds- son vera maður ársins. Hann hef- ur á þessu ári siglt inn í Iandsföð-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.