Dagur - 31.12.1997, Síða 17

Dagur - 31.12.1997, Síða 17
MIÐ VIKUDAGUR 31.DESEMBER 1997 - 33 tkypir. VIÐ ÁRAMÓT i. j Samstaða inn 1 nýia old „Velferðarþjóðfélag framtíðarinnar krefst þess að allir þegnar þess hafi almenna og góða menntun. Ríkisstjórnin er hlns vegar að leggja grunninn að þjóðfélagi þar sem menntun er forréttindi þeirra efnameiri, “segir Margrét Frímannsdóttir í grein sinni. I byrjun þessarar aldar bjó al- menningur í Evrópu við ömurleg kjör. Þeir sem börðust fyrir bætt- um hag verkafólks urðu fyrir of- sóknum og margir þeirra létu líf- ið. Um miðbik aldarinnar fór baráttan hins vegar að skila ár- angri. Ekki var lengur hægt að láta fólk vinna ómældan vinnu- dag á kjörum sem atvinnurek- endum þóknaðist að skammta þvi og almannatryggingar komu til sögunnar. Það var þó ekki sjálfgefið að þessi árangur næðist. Enn býr stór hluti almennings í heimin- um við mjög kröpp kjör og enn er verið að ofsækja fólk sem berst fyrir hag þessa fólks. Það sem skilaði vinnandi fólki í Evrópu mestum árangri var samstaðan. Sú sameiginlega tilfinning fjöld- ans að það væri verið að arðræna hann og hafa af honum mann- réttindi gerði honum kleift að lyfta grettistaki. Lögmál inisskiptingariiiiiar Þó fjármagnseigendur hafi ráðið fjölmiðlun á fyrstu áratugum ald- arinnar eins og nú, tókst þeim sem fóru fyrir hreyfingu fólksins að stappa stálinu í það og hvetja það til samstöðu og baráttu. Það voru gefin út dreifibréf og haldn- ir fundir og þegar hreyfingunni óx fiskur um hrygg gaf hún út eigin dagblöð. Þegar ég hlusta á allar góðæris- ræðurnar á Alþingi og les og hlusta á lýsingar á góðærinu í íjölmiðlum velti ég því fyrir mér hvað samstaðan gæti skilað fólki miklu meiru. Hvernig hægt væri með samstöðu þeirra sem minnst hafa úr býtum að skapa raun- verulegt góðæri á Islandi. Góð- æri fyrir alla. Það læðist stundum að mér sú tilfinning að allt of margir séu búnir að sætta sig við þá miklu misskiptingu sem er við lýði á ís- landi eins og um eitthvert nátt- úrulögmál sé að ræða. Kannski er það vegna þess að það er ekki svo auðvelt að sjá eignatilfærsl- una sem fer lymskulega fram í símalandi tölfukerfum banka og fjármálastofnana allan sólar- hringinn? Kannski er það vegna þess að þeir sem berjast fyrir bættum hag almennings ná ekki að brjóta sig í gegnum hljóðmúr fjölmiðlanna? Og kannski er það vegna þess að þeir sem gefa sig í þá baráttu hafa ekki haft gæfu til að standa nægjanlega vel saman? Ekkert um að vera? Það hefur oft verið haft á orði á árinu sem nú er að líða að það sé Iítið um að vera í stjórnmálun- um. Það er bæði rétt og rangt. Það er lítið um að vera í þeim skilningi að ríkisstjórnin vinnur verk sín mikið til í friði. Hún hef- ur sterkan meirihluta á Alþingi og þann meirihluta notar hún til að hampa gæðingum sínum og á meðan þeir mala pattaralegir á góðærisjötunni Iítur út fyrir að vera lognmolla í stjórnmálunum. Það er hins vegar mikið um að vera þegar horft er á hvernig að- gerðir ríkisstjórnarinnar auka misréttið í þjóðfélaginu. Það er mikið um að vera þegar komið er inn á sjúkrahúsin og horft er á sjúklinga sem verða að liggja í rúmum frammi á göngum. Það er mikið um að vera þegar menn skoða afleiðingar biðlistanna. Þegar horft er á þann mikla fjöl- da fólks sem þjáist vegna þess að það fær ekki nauðsynlega og sjálfsagða læknisþjónustu. Ég heimsótti sjúkrahús í einni borga Evrópu á þessu ári og tók eftir því að enginn sjúklingur lá í rúmi Frammi á gangi. Þegar ég spurði hverju þetta sætti var mér sagt að ekki væri gert ráð fyrir að sjúk- lingar þyrftu að liggja á göngum nema ef um stór slys væri að ræða eða á stríðstímum. Það er líka mikið um að vera í íslenskum stjórnmálum þegar sí- vaxandi hópur fólks hefur ekki efni á að mennta sig vegna þess að ríkisstjórnin hefur gert það erfiðara fyrir efnaminna fólk að sækja sér menntun. Það er mik- ið um að vera þegar fimm þús- und manns eru án atvinnu og þeim Ijölgar sem eru atvinnu- lausir í langan tíma. Og það er pólitískt stórmál þegar þeim fjölgar stöðugt sem leita þurfa á náðir hjálparstofnana og góð- gerðarfélaga vegna þess að þeir eiga hvorki í sig né á. Það má vel vera að einhver takmarkaður fjöl- di fólks á íslandi hafi fengið af- hent dagatal með yfirskriftinni „góðæri“, en ég fullyrði að allur almenningur býr bara við venju- legt dagatal þar sem vinnudag- arnir duga ekki til þess að láta enda ná saman. Þannig er bæði mikið og lítið um að vera í stjórnmálunum. Það fer einfaldlega eftir því hvaðan á málið er horft. Alþýðubandalagið og óháðir hafa lagt fram fjölmörg mál á Alþingi á þessu ári sem öll miða að því að bæta hag launa- fólks. Okkar stefna er að jafna gæðunum. Það er stefna sem í eðli sínu er andstæða stefnu helmingaskiptaflokkanna sem hafa það efst á stefnuskránni að raða gæðingum sínum á jöturnar. Við horfum til þeirra sem bera skertan hlut frá borði en í öllu góðærishjalinu þykja það ef til vill ekki merkileg pólitísk tíðindi að til sé fólk, og það stór hópur, sem varla hefur í sig og á. Kast- ljósi fjölmiðlanna er ekki beint að þeim, kannski vegna þess að þar á bæ eru menn farnir að trúa kveðskap forsætisráðherra eins og þeim hluta þróunarkenningar- innar þar segir að hinir sterku komast af en hinir eru afgreiddir sem nöldurseggir. Næst síðasta ár aldarinnar Það eru aðeins tvö ár eftir af þessari öld. I upphafi nýs ársþús- unds verða íslendingar að hug- leiða hvaða grunn þeir ætla að byggja fyrir samfélag komandi kynslóða. Ný tækni í samskiptum sem rutt hefur sér braut á und- anförnum árum á eftir að gjör- bylta menntakerfinu, atvinnulíf- inu og menningu þjóða almennt. Velferðarþjóðfélag framtíðarinn- ar krefst þess að allir þegnar þess hafi almenna og góða menntun. Ríkisstjórnin er hins vegar að Ieg- gja grunninn að þjóðfélagi þar sem menntun er forréttindi þeir- ra efnameiri. Slíkt þjóðfélag er dæmt til að tapa í samkeppni þjóðanna. Samkeppninni um al- menna velferð og um fólkið sem á að byggja upp þá velferð. Eins og svo oft áður fékk ríkis- stjórnin nýlega falleinkunn á stefnu sína að utan. Sendinefnd Islands á umhverfisráðstefnunni í Kyoto var gerð út með það vega- nesti að semja um sem flestar undanþágur f^TÍr ísland þannig að þjóðin gæti aukið á útblástur mengandi efna út í andrúmsloft- ið. Atvinnustefna ríkisstjórnarinn- ar er ekki grundvölluð á því að auka fjölbreyttni í íslensku at- vinnulífi og stuðningi við nýja- brumið. Þvert á móti byggir hún á því að fá til Islands mengandi stóriðju með því m.a. að bjóða raforku á algeru útsöluverði. Þannig á álver í Hvalfirði að skila Landsvirkjun 1,1 milljarði króna á 20 árum, sem er töluvert lægri upphæð en fyrirtækinu var á síð- asta vetri gert með lögum að greiða eigendum sínum út í arð og auknu eiginfé á fjórum árum. Það sér hver maður að það er ekkert vit í svona atvinnustefnu. Þetta er ekki stefna framtíðar- innar. Þetta er stefna fortíðarinn- ar. Enda mun útblástur meng- andi efna frá þeirri stóriðju sem þegar hefur verið ákveðið að byg- gja í landinu fara langt yfir þau mörk sem umhverfisráðstefnan í Kyoto setur Islendingum ef þeir staðfesta þá samninginn. Krafa uiit samfylkingu A næstu mánuðum mun reyna á það hvort flokkar á vinstrivæng íslenskra stjórnmála ná saman um málefnasáttmála til fjögurra ára. Aldrei í sögu íslenskrar vinstrihreyfingar hefur viljinn til samfylkingar verið eins mikill. Unga fólkið og margir talsmenn verkalýðshreyfingarinnar gera mjög skýra lcröfu um að Alþýðu- bandalagið, Alþýðuflokkurinn og Kvennalistinn virki afl samstöð- unnar til að koma á réttlátara þjóðfélagi á Islandi. Við sem för- um fyrir þessum flokkum getum ekki hundsað þessa kröfu en við getum heldur ekki horft framhjá þeim baráttumálum sem okkur hefur verið falið að koma áfram. Sterk málefnastaða er því lykil- orðið í tilraun flokkanna til að ná saman. Röskva hefur farið með völdin í Súdentaráði allt frá því hún varð til fyrir 10 árum. I heilan áratug hefur Háskóli íslands út- skrifað fólk sem er vant því að vinstrimenn standi saman í bar- áttunni gegn hægri öflunum. Ég er sannfærð um að ef við í Alþýðubandalaginu, Alþýðu- flokknum og Kvennalistanum tökum upp heiðarlegar viðræður þar sem horft er til framtíðar í stað fortíðar mun takast sam- staða um samfylkingu gegn þeir- ri vægðarlausu hægristjórn sem nú situr að völdum á Alþingi. Slíkt afl með stuðning verkalýðs- hreyfingarinnar getur umbylt ís- lensku þjóðfélagi og undið ofan af þeim ójöfnuði sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Eramsóknar- flokks hefur vísvitandi verið að skapa. Éandsfundur Alþýðubanda- lagsins sem haldinn var í nóvem- ber var einhuga í þessum málum. Niðurstaða fundarins var að Al- þýðubandalagið eigi að kanna möguleika á samstarfi við annað félagshyggjufólk og komast til botns í málinu í byrjun sumars. Næst síðasta ár aldarinnar mun því leiða í Ijós hvort samstaða næst um sameiginlega framtíðar- sýn inn í nýtt árþúsund. Ég sendi landsmönnum öllum bestu jóla og nýársóskir með von um að nýja árið færi okkur nær raunverulegu góðæri öllum til handa.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.