Dagur - 30.05.1998, Qupperneq 4

Dagur - 30.05.1998, Qupperneq 4
20 - LAUGARDAGUR 3 0.MAÍ 199 8 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bóka I Elias Snæland Jónsson ritstjóri HILLAN Matarást og losti Isabel Allende hefur sent frá sér nýja bók sem er gjörólík fyrri rit- verkum hennar. Þetta er hvorki skáldsaga eins og „Eva Luna“ eða „Hús andanna“ né uppgjör við dapra persónulega lífsreynslu eins og síðasta bókin, „Paula", heldur safn smásagna, greina og uppskrifta sem allar fjalla á einn eða annan hátt um sérkennileg ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00 Grandavegur 7 - Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsd. Aukasýning fid. 11/6 Óskastjarnan eftir Birgi Sigurðsson Föd. 5/6-föd. 12/6. Síðasta sýning á þessu leikári. Fiðlarinn á þakinu- Boch/Stein/Harnick Id. 6/6 næstsíðasta sýning - Id. 13/6 síðasta síning. Meiri gauragangur Ólafur Haukur Símonarson Aukasýning fid. 4/6. Áhugaleiksýning ársins 1998 Freyvangsleikhúsið sýnir Velkomin í Vilta vestrið Leikstjóri Helga E. Jónsdóttir. sud. 7/6. Aðeins þessi eina sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 Poppkorn - Ben Elton Föd. 5/6 - sud. 7/6 - föd. 12/6. Síðustu sýningar. Ath. sýningin er ekki við hæfi barna. Litia sviðið kl. 20.30 Gamansami harm- leikurinn - Eve Bonfanti og Yves Hundstad. Föd. 5/6 uppselt - sud. 7/6 nokkur sæti laus - fid. 11/6- föd. 12/6. Ósóttar pantanir seldar dagle- ga. Sýnt í Loftkastalanum kl. 21.00 Listaverkið - Yasmina Reza. Sud. 7/6 - Id. 13/6 - Id. 20/6. Aðeins þessar þrjár sýningar. Opnunartími miðasðlu yfir hvíta- sunnuna er sem hér segir: 30/5 Id. opið kl. 13-18 1/6 sun. Lokað. 2/6 mán. opið kl. 13.00 - 18.00 Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. tengsl matar og kynlífs. ,Aphrodite: A Memoir of the Senses“ nefnist bókin og að sögn Isabel fæddist hugmyndin fyrst í draumi. Hana dreymdi nótt nokkra fyrir tveimur árum að hún varpaði sér í sundlaug sem var ekki full af vatni heldur bragðgóðum hrísgrjónabúðingi! Viku síðar dreymdi hana hinn kynþokkafulla kvikmyndaieikara Antonio Banderas þar sem hann stóð nakinn í risastórri fylltri flat- köku. Þá fannst henni tímabært að takast á \dð þessa drauma sína með þvf að skrifa. „Þessi bók gerði mér kleift að fara að skrifa á ný eftir langt hlé,“ segir hún í nýlegu viðtali. Uppskriítir móðurinnar „Draumarnir um mat og kynlíf urðu til þess að ég fór að kanna frásagnir af ástarlyfjum og tengslin á milli matargræðgi og losta,“ segir Isabel. „Um það fjallar þessi bók.“ Hún rekur sögu ástarlylja allt frá dögum Kleópötru og segir frá mörgum ástarævintýrum gegn- um tíðina, þar á meðal sínum eigin. Hún kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að trúin skipti mestu máli um áhrif slíkra Iyfja. „Þetta er allt í huga manns,“ segir hún. Hún virðist þeirrar skoðunar að leiðin að hjarta konunnar liggi líka um magann. „Karlmaður sem eldar mat er mjög sexý,“ segir hún. „Það á ekki við um konur því í flestra hugum er eldamennska hluti af hversdagslegri vinnu hennar. En hjá karlmanni er þetta alltaf ynd- islegur eiginleiki. Svo ráð mitt til ungra elskhuga er þetta: Lærið að matreiða!" Sá hluti bókarinnar sem hefur vakið hvað mesta athygli eru uppskriftir eftir ríflega sjötuga móður skáldkonunnar. „Mér fannst að bók um matar- ást yrði að hafa uppskriftir," seg- ir Isabel. „Svo ég hafði samband við móður mína, sem býr í Chile, og sagði við hana: „Eg ætla að biðja þig að búa til uppskriftir fyrir elskendur. Þær verða að vera auðveldar því ef þú eyðir öll- um deginum í að elda hefurðu enga orku eftir til að elska." Hún var strax til í þetta og bjó til ynd- islegar uppskriftir. /Hún reyndi þær á stjúpföður mínum, sem er áttræður." Og með hvaða árangri? „Það er með þetta eins og gal- dra,“ svarar Isabel. „Ef þú segir einhverjum að hún sé fórnar- lamb svartagaldurs þá verður hún alvarlega veik. Astarlyfin virka alveg eins. Ef þú segir fólki að það sé að borða ástarlyf þá hafa þau tilætluð áhrif." Söguleg skáldsaga Isabel Allende, sem er 55 ára, býr með síðari manni sínum í Kaíi- forníu. Þar er hún nú að vinna að nýrri skáldsögu. Hún segist byrja að semja allar sögur sínar á sama degi ársins, það er 8. janúar - vegna þess að á þeim degi árið 1981 hófst ferill hennar sem skáldsagnahöfundur. Þá lagði hún upp í vegferðina sem endaði með útgáfu á „Húsi andanna." Hún vill lítið segja um þetta nýja verk annað en að það sé söguleg skáldsaga. Að undan- förnu hefur hún verið á ferð í Bandaríkjunum að kynna ástar- bókina; að þeim leiðangri lokn- um segist hún ætla að Ioka sig af og halda áfram með skáldsöguna. Tónlist fommarma Hallgrímskirkja er sögð rúma 800 sálir, og sennilega var nær því hvert sæti skip- að á tónleikum Jordis Savall og félaga mánudagskvöldið 25. maí. Savall (f. 1941) er Spánverji og spilar á gömbu, sem við fyrstu sýn líkist lítilli knéfiðlu en er að vissu leyti skyldari gítar: með sex strengjum og bönd- um á hálsi, en tónninn einkum vakinn með boga. Savall er sagður helsti postuli vorra daga i „gömlum og gleymdum meistaraverk- um“ sem hann grefur upp í bókasöfnum og víðar. Eiginkona hans er söngkona hópsins, Montserrat Figueras, en þriðji maður er gítar- og lútuleikarinn Rolf Lislevand (f. 1961) frá Noregi. Sannarlega frábærlega flínkur, svo ekki sé meira sagt. Þarna komu við sögu níu gamlir meistarar, og verkin voru ýmist ein- Ieiksverk fyrir gömbu (Musicall Humors eftir Tobial Hume, sem mér heyrðist vera frá 1570), einleiksverk fyrir gitar (Espanolenas y Canarios eftir Gaspar Sanz - reyndar spilaði Lislevand þetta á e.k. ukulele, sem eins og menn muna var kjörhljóðfæri Bertrams Wooster, en ólíkt honum spilaði Lislevand geysilega vel), verk fyrir gömbu og lútu, eða sönglög með undirleik hljóðfæranna tveggja. Figueras syngur afar skemmtilega, með skærri sópranrödd sem að sumu leyti minnir á kontratenór í skýrleik sínum. Flest eru þessi verk fremur melankólísk, eins og Folies d’Espagne (Bjarni sálugi bróðir minn) eftir Marais (1625-1728), en meðal fjörugra söng- va var Trompicávalas amor eftir Juan Hidalgo, sem ásamt öðrum söng (Passacalie de folie?) var endurtekið sem aukalag vegna þess hve skemmtilegt það er. Því flytjendum var gríðar- Iega vel fagnað sem maklegt var. Jordi Savall er rómaður hljóðfæraleikari, og það sýndi hann m.a. í einleiksverkinu Musicall Humors eftir Hume, því þar var auk annars beitt öllum þeim brögðum sem nú þykja framúrstefnulegust í knéfiðluleik öðru en því að setjast ofan á hljóðfærið og brjóta það - jafnvel hrópaði hljóðfæraleikarinn eitt- hvað óskiljanlegt annað veifið, en aðeins andríkustu nútímaskáld beita því bragði. Og eins og fyrr segir heyrðist mér þetta stykki vera frá 1570. Þessir meira eða minna gleymdu meistarar voru semsagt á dögum á 16. og fram á 18. öld, frá dögum Hallgríms Péturssonar til Eggerts Ólafssonar eða svo, og það sem þarna gaf að heyra var veraldleg tónlist þess- ara alda og alþýðleg á köflum, einkum úr rómanska heiminum. En Germanir voru líka iðnir við barokkið og gerðu garðinn frægan við hirðir Breta, Þjóðverja, Dana og Svía svo orð fer af. Mjög ánægjulegir tónleikar. Sigunðun Steinþónsson skrifar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.