Dagur - 27.06.1998, Síða 2

Dagur - 27.06.1998, Síða 2
18-laugardagur 27. jVNl 199a I^MT LÍFID í LANDINV Vanda Sigurgeirs- dóttir. Vanda Sigurgeirsdóttir, Iandsliðsþjálfari, gengur í það heilaga í dag með sambýlis- manni sínum til margra ára, Jakobi Frí- manni Þorsteinssyni, en þau eiga einnig von á erfingja með haustinu, svo eins gott að drífa sig svo bamið fæðist ekki í synd!! Vígslan fer fram í Bústaðakirkju í dag kl 17 og hefur faðir Vöndu, Sigur- geir Angantýsson sem er gamall poppari frá Sauðárkróki, samið alla tónlist fyrir brúðkaupið, nema brúðarvalsinn að sjálf- sögðu. Hálfsystir brúðarinnar mun síðan syngja Iögin fyrir systur sína. Fjöllistahópurinn GusGus er að vinna að nýrri plötu sem kemur fyrir almenningssjónir í byijun næsta árs. Þeim var boðið að vinna tónlist fyrir HM í Frakklandi og heimssýnguna í Lisabon fyrir Is- lands bönd, en urðu að hafna því sökum of mikils kostnaðar og tímaskorts. Þau munu halda eina tónleika í sumar þann 15. ágúst f Köln í Þýskalandi, en síðan ætla þau að eyða mestum sínum tíma í að vinna nýju plötuna í 20 milljóna stúdíóinu sínu og hljóðblöndun fyrir þekkta tónlistamenn á borð við Depeche Mode. Þau hafa einmitt nýlokið við hljóðblöndun af lagi Bjarkar „Hunter" og sendi hún þeim blómvönd í þakkarskyni. Sumarið er upptökutími kvikmynda og sjónvarpsmynda og nú getur Egill Eð- varðsson leikstjóri farið að anda léttar því að tökum á hádramatísku sjónvarpsmynd- inni „Blóðskömm" er nýlokið. Egill Eð- varsson er leikstjóri en RÚV og Saga film framleiða myndina og er þetta í fyrsta sinn sem RÚV framleiðir í samstarfi við óháð kvikmyndafyrirtæki. Myndin Blóð- skömm fjallar um atburði sem áttu sér stað fyrr á þessari öld, þegar hálfsystkin sem ekki ólust upp saman urðu ástfangin og eignuðust barn sem móðirin, Sólborg, síðan myrti. Hún var kærð fyrir drápið en svipti sig lífi áður en hún var dæmd. Einar Benediktsson þjóðskáld var þá ungur lögfræðingur og var þetta eitt af hans fyrstu málum. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi mynd kemur út. Gamlir bílar eru til margra hluta nytsamlegir! Úr Hafnarfirðinum berast þær slúðurfregnir að hljóm- sveitin Mary Poppins og Gunnar Bjami Ragnarsson séu að undir- búa kynningardisk fyrir erlendan markað, sem líldegast verður einnig seldur á íslandi. Diskurinn er dýr í framleiðslu og þess vegna hafa hljómsveitarmeðlimir tekið upp sama ráð og flestir aðrir popptónlistarmenn, að gera sem flest sjálfir. Þeir tóku sig til nýlega og fengu lánaðan gamlan Ford Si- erra, sem amma Gunnars Bjarna á, fjárfestu f álpappír fyrir fimm þúsund kall, notuðu gömul plaströr og pökkuðu öllu saman inn í álpappír. Diskurinn er nefnilega geimdiskur, hljómsveitin er í geimbúningum og bíllinn flýgur - á vídeó- inu sem verður frumsýnt í haust. Fjöllistahópurinn Gus Gus. Háhyrningurinn Keikur er á leiðinni „heim.“ Vestmannaeyingar fagna með peningaglampa í augum en Eskfirðingar gráta. Þeir halda þó í vonina því babb er komið í bátinn. Sérfræðingar margir hveijir efast um að sjókví Keiks þoli sjó- ganginn í Klettsvíkinni. Hallur Hallsson, sérlegur túlkur Keiks, blæs á slíkar efa- semdarraddir og segir sjókvína færa í flestan sjó. Enda hafi Keikur sagt honum það sjálfur. Vonir Eskfirðinga felast nú í því að þingmaður þeirra Vestmannaey- inga, Ami Johnsen, taki upp gítarinn og Hallur Hallsson. Gjallarhornið á æfingu skömmu fyrir tónleikana í Deiglunni. mynd: brink. Þjóðlagið í spili og spj alli Senn lýkurþjóðlaga- dögum. Jón Hlöðver ræddi um þjóðlögin en Gjallarhomið spilaði þau. Þjóðlagadögum á Akureyri lýkur á morgun. Innlendir sem er- lendir listamenn hafa boðið upp á fjölbreytta dagskrá og vel hef- ur tekist til. I gær hófst málþing um stöðu íslenska þjóðlagsins og flytja margir kunnir kappar þar erindi þ. á m. Jón Hlöðver As- kelsson tónskáld og fýrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri. Erindi Jóns nefnist: Ahrif íslenska þjóðlagsins á tón- smíðar. Þjóðlögin á vefiim „Nafn erindisins er eilítið vill- andi því það gengur e.t.v. meira út á það hvaða áhrif frá þjóðlög- um íslensk tónskáld hafa ekki notfært sér og ég tel að séu í þeim.“ Jón Hlöðver segir Islend- inga hafa vanrækt mjög rann- sóknir á íslenskum þjóðlögum. Þúsundir þjóðlaga sem alþýðu- fólk hefur sungið og flutt séu til 1 upptökum en hafi ekki verið sinnt. „Ég vil segja að það sé þjóðarskömm að þessu. Því mið- ur hefur allt of lítið verið safhað af íslenskum þjóðlögum síðan Bjarni Þorsteinsson, prestur á Siglufirði, gerði það um og fyrir síðustu aldamót. Safn hans út af íyrir sig er eitthvað það merki- legasta sem gert hefur verið í okkar tónlistarmenningu að mínu mati,“ segir Jón Hlöðver. Jón Hlöðver segir áhrif þjóð- lagsins á íslenskar tónsmíðar mjög miklar. Tónskáld hafi not- að t.d. samstígar fimmundir eins og eru í íslenska tvísöngnum og einnig gæti áhrifa úr rímum og stemmum. Hins vegar kemur fram í upptökum á þjóðlögum fjölbreyttari notkun á tónbilum en þekkist í hefðbundinni tón- fræði og tónsmíðum. „I erindi mínu fjalla ég einnig um breytt- ar aðstæður. Ég tel að til að halda okkar þjóðerni sé styrkur okkar að geta miðlað alheimin- um af menningarverðmætum okkar. Ég er t.d. fylgjandi því að koma sem mestu af íslenskum þjóðlagaupptökum á veraldar- vefinn og sem víðast og veita öðrum hlutdeild í menningu okkar.“ Tennltar í hljóðfæragerð! Gjallarhorn er finnsk-sænsk þjóðlagahljómsveit sem dregur nafh sitt úr norrænni goðafræði. Hljómsveitin kom á þjóðlagahá- tíðina og hélt tónleika á fimmtu- dagskvöldið í Deiglunni á Akur- eyri. Hljómsveitin var stofnuð árið 1994 og hefur spilað víða um Evrópu og er á leið til Ástr- alíu. Hún hefur gefið út geisla- plötu sem hefur selst vel. „Við höfðum spilað þjóð- lagatónlist sitt í hverju lagi áður en hljómsveitin var stofnuð svo tónlistarsmekkurinn var svipað- ur,“ segir Jenny Wilhelms söng- kona. Jenny segir hljómsveitina spila þjóðlög vegna þess hve skemmtileg þau eru og þar sé að finna sjaldgæfar og einkennileg- ar laglínur. „í þjóðlagatónlist er hægt að leika af fingrum fram, þú getur gert það sem þú vilt.“ Hljómsveitin notar ýmis hljóð- færi, eins og slagverk, fíðlu en einnig didgeridoo sem er ástr- alskt hljóðfæri. „Þetta er túba úr viði. Termítar éta innviðið úr stofninum og síðan höggva frumbyggjarnir stofninn niður og hreinsa hann að innan. Þá er hljóðfærið tilbúið," segir Tommi Mansikka-Aho sem spilar á hljóðfærið. Fjórmenningunum í hljómsveitinni líkaði dvölin á Akureyri vel. „Við fórum upp á Súlur,“ segir Jenny stolt. -JV Helöa Soffla erkonan Nýi formaðurinn prestanna, séra Helga Sojfía Konráðsdóttir, er tví- mælalaust kona vikunnar, fyrsti kvenmaðurinn sem velst til forystu i Prestafélagi Islands. Helga Soffía náði kjöri íformennskuna eftir að hafa tvívegis gefið kost á sér í stjórn félagsins og ekki náð kjöri. Dagur segir: Gott hjá þér, kona, og til hamingju með afrekið. Það þaifsterk- an formann t þennan hóp.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.