Dagur - 27.06.1998, Qupperneq 3

Dagur - 27.06.1998, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 - "L9 LÍFIÐ í LANDINU lægur aðdáandi Brasilíumanna sá ég ekki ástæðu til að tjalda í treyjunni. Áfrain Noregur? Sölumenn sögðu nær undan- tekningarlaust að mest eftir- spurn væri eftir búningum Brasilíumanna þótt Hollending- ar væru að sækja í sig veðrið og Þjóðverjar og Frakkar væru einnig að skora í hjörtum lands- manna. Fjölmargir vilja eignast búning Nígeríumanna sem fæstir verslunareigend- _ - ur höfðu haft hug- myndaríki til að panta. Búningar Kólumbíumanna voru hins vegar komnir á útsölu. „Menn hafa meira að segja komið hér inn og spurt um norska búninginn," sagði sölu- maður í búð á Laugaveginum. Eg hváði vantrúuð og um mig fór léttur hrollur þegar ég var svo rækilega minnt á smekkleysi Islendinga sem telja ekki eftir sér að halda með leiðinlegustu þjóð í heimi. „Já, því miður,“ andvarpaði af- greiðslumaðurinn einsog til samþykkis lítt vinsamlegri hugs- un minni. UnjJbörn í réttum lit Móðureðlið, sem mestan part árs liggur í dvala, vaknaði með miklum Iátum í versluninni Frísport þegar við blasti bún- ingur brasilíska liðsins ætlaður sex mánaða krílum. „Ég vildi að ég ætti lítið barn í Brasilíubúningi," hugsaði ég með samblandi af angurværð og ástríðu og svipur- inn virtist lýsa hugsun minni því afgreiðslumaðurinn horfði hlý- Iega á mig og sagði: „Þú ert hrif- inn af þessum.“ Ég þurrkaði út viðkvæmnina og íldæddist mínum eðlilega persónuleika. „Ef ég held með Nígeríu, get ég þá ekki fengið þannig búning?" spurði ég. Afgreiðslumaðurinn, sem sennilega er einnig innkaupa- stjóri, sagði með vott af sjálfsá- sökun í röddinni: „Ég þorði ekki að taka áhættuna og pantaði bara átta. Sá síðasti fór í dag og ég fæ ekki fleiri en ég hefði get- að verið búinn að selja þrjátíu." „En hvað gera menn við þær múnderingar sem þeir kaupa?“ Þessa spurningu lagði ég fyrir verslunarfólkið. Svörin voru á einn veg: íslendingar setjast fyr- ir framan sjónvarpið í búningi liðs síns og hrópa og veina því til stuðnings meðan þeir ímynda sér að þeir sitji á áhorfendapöll- um. Eftir leik fara einhveijir þeirra út í búningnum og leika hetjur með því að sparka bolta. Það er ekki fánýtt starf, því eins og skáldið sagði þá er maðurinn skástur þegar hann er upp- tekinn við þá iðju sem á hug hans allan. Knattspymuæðið erí hámarki þessa dagana og alls kyns vamingur fyllir hillur íþrótta- treyjur og bolir í öllum stærðum fyrir börn, konur og karla. f Sportkringlunni eru meira að segja til landsliðsbúningar í dúkkustærð með áföstu sogröri svo hægt sé að festa þá á bílrúð- una. verslana hérá landi. Kolbrún Bergþórsdótt- irfórí hæjarferð og kynnti sérhvaða vömr em í hoði. Dágóður hluti mannkyns á í sér- kennilega sterku tilfinningasam- bandi þessar vikur við unga menn sem hafa atvinnu af því að sparka bolta í Frakklandi. Þær milljónir sem lifa sig inn í atburði Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu merkja sér lið. Það er gert með f ** kaupum á alls kyns varningi sem fyllir hillur og rekka fþrótta- verslana. Og þar er af nógu að taka, einnig hér á landi. I íþróttaversl- unum höfuð- borgarinnar er ekki þverfótað fyrir varningi sem merktur er Heimsmeist- arakeppninni og einstökum liðum sem fc, V þar keppa. Það má fá ‘ smáa hluti É||j| eins og jí' penna, lyklakipp- ur, sokka, 4 húfur og hanska. Af smávör- um sem festa Einmana búningar Eftirspurnin er mikil eftir varn- ingi þeirra liða sem vel vegnar. Fallnar hetjur eiga hins vegar ekki upp á pallborðið hjá kaup- endum eins og sjá mátti í einni versluninni þar sem landsliðs- treyjur Spánverja fylltu rekkann meðan ein brasilísk treyja beið kaupanda síns sem allar líkur voru á að kæmi senn á vettvang. „Það er nóg eftir að þeim,“ sagði ég við afgreiðslustúlkuna og benti á spönsku treyjurnar. ,/E, grey, Spánverjarnir, dottn- ir úr keppninni og enginn vill vita af þeirn," sagði afgreiðslu- má kaup á er sennilega skemmtilegasta gripinn að finna í Astund í Austurveri. Það er hylki með penna merkt- um keppninni. Þegar hylkið er opnað heyrist sigurlagið góð- kunna Olei, olei af tónað af sannri innlifun. Ekki beinlínis nytsöm eign en ágætt innlegg í heimilisstemmninguna á dæmi- gerðu knattspyrnuheimili. Síðan eru heilu múndering- arnar, landliðsbúningar, gallar, stúlkan. Við horfðum örlítið raunamætt- ar á munaðarlausar treyjurnar því við erum hjartahlýjar konur og skynjum óréttlæti þess að vinna leik með fimm marka mun en tapa honum samt. Ég ætlaði að kaupa mér Bras- ilíubol en það var einungis einn eftir, í X-Iarge og þótt ég sé ein- Rækilega merkt sínu liði, Brasilíu, og til í slaginn með vörur frá versl- uninni Frísport.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.