Dagur - 27.06.1998, Blaðsíða 6
X^tr
< * •-> v r í / ' • • , ' < i M
22 — LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Hákon og Snæfríður mega vera stolt af árangri sínum. Hér er Hákon með Gallowaygripina i bakgrunni.
Blésu á
hrakspámar
Enginn smá boli! Gallowaynautið Sólmundur vegur á milli 800-900 kg. Þrátt fyrir ógn-
arstærð er Sólmundur afar spakur og gerir ekki flugu mein. Hann hins vegar neitaði
alfarið að brosa framan í Ijósmyndarann! myndir: mrink.
ÞcLU hafcL
verið saman
frá 16 ára
aldri. Um
tvítugtáttu
þau þrjú
böm. Fáirhöfðu trú á
þeim enHákonog
Snæfríðurhafa breytt
Árbót í stórbýli og reka
þarjafnframt meðferð-
arheimili.
Leiðir Hákonar Gunnarssonar
og Snæfríðar Njálsdóttur lágu
snemma saman. Þau kynntust
16 ára að aldri á Húsavík og í
dag, 33 árum síðar, búa þau að
Arbót í Aðaldal og reka þar helj-
armikið bú og meðferðarheimili
fyrir unglinga.
Tvð börn með þrjú börn
„Við bytjuðum á að kaupa okkur
hálfbyggða íbúð í tvíbýlishúsi á
Húsavík 1969. Við áttum fyrir
húsinu fokheldu en okkur vant-
aði fé til innréttingar. Eg leitaði
því til Landsbankastjórans á
Húsavík. I stresskasti mínu
gleymdi ég að segja honum að
ég ætti fyrir húsinu en vantaði
bara fé fyrir innréttingunum og
spurði hann hvort ég gæti fengið
lán til að ldára húsið. Banka-
stjórinn svaraði mér si svona: Ég
lána ekki tveimur börnum sem
eiga þrjú börn,“ segir Hákon.
Snæfríður og Hákon voru rétt
liðlega tvítug á þessum tíma og
áttu þijú börn. Og Hákon held-
ur áfram: „Eg fór því næst f
Samvinnubankann og talaði við
Einar Njálsson, bankastjóra þar
og hann sagði: Hveijir þurfa
ekki lán ef ekld einmitt tvö börn
með þrjú börn. Báðum banka-
stjórunum á ég mikið að þakka.
Ferðin í Landsbankann herti
mig bara og Einari Njálssyni á
ég mikið að þakka og ég virði
hans traust mjög mikið.“ Þau
Snæfríður og Hákon fluttu svo í
nýja húsið í ársbyijun 1970.
Snæfríður og Hákon bjuggu á
Húsavík í fjögur ár en þá var
þeim boðin jörðin Árbót í Aðal-
dal til prufu. Jörðinni fylgdu
138 kindur, eitt hross og nokkrir
nautgripir. „Við keyptum í raun
vélar og bústofn en Ieigðum
jörðina," segir Hákon. Jörðina
leigðu hjónin til 1982 en þá
keyptu þau hálfa jörðina. Bú-
stofninn hafði þá stækkað mikið
og var orðinn mjög stór. Arið
1989 kaupa þau svo jörðina al-
farið. „Jörðin var svo dýr að
þetta var óhugsandi fyrir ungt
fólk á þeim tíma svo við keypt-
um jörðina í tveimur áföngum.
Við Ieadum því hérna alveg fyrir
tilviljun. Okkur er boðin jörðin
og við förum hingað til að prófa
búskap," segir Hákon.
í meðferðina
fyrii tilviljun
Frá árinu 1992 hefur verið
starfrækt meðferðarheimili fyrir
unglinga í Árbót. „Þetta byrjar í
raun árið 1986 en þá fengum
við krakka frá félagsmálastofnun
Kópavogsbæjar og Reykjavíkur.
Vinafólk okkar hafði gert þetta
og benti á okkur. I þá daga var
þetta gert. Það var hringt út á
bæi og þeir spurðir hvort þeir
gætu tekið að sér einhverja ein-
staklinga. Það var svo haft eftir-
lit með heimilunum. Síðan þá
höfum við nánast alltaf haft
einn til fjóra krakka þangað til
meðferðarheimilið byrjaði 1992.
Það hafði gengið vel með krakk-
ana og við höfðum áhuga á
þessu sjálf og ákváðum að slá til.
Þörfin var einnig mikil og er