Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 - 23 Haiin - Veitingamai I veitingatjaldinu stóra er það Bautinn sem sér til þess að menn hafi nóg í sig. Tjaldið tek- ur um 500 manns í sæti og það er býsna þétt setið. Menn og konur spjalla saman. Aðal um- ræðan - hestar, mótið og HM. Mikili fögnuður, mark og Frakk- ar unnu Króata 2-1. Frakkar í úrslit. Það er létt yfir mönnum og allt mjög frjálslegt. Hundur töltir á milli borða og dillar róf- unni. Honum finnst gaman. Rjúkandi ilmurinn af grillinu læðist um loftið. Hér er ýmislegt til sölu, hamborgarar, pitsur, pylsur, kjúklingar, nammi, kaffi og margt fleira. Svo er boðið upp á rétt dagsins. Af fljótandi veitingum er bjórinn sívinsæll og kókið hjá krökkunum. „Menn kaupa helst rétt dags- ins og hamborg- ara,“ segir Har- aldur Hannes- son matreiðslu- maður. „Eg var að fá mér rétt dagsins, hann var bara ágæt- ur,“ segir Rögn- valdur Ingólfs- son frá Bolung- arvík. Einnig eru á boðstólnum margs konar tegundir af áfengi, létt og sterkt, sem menn seilast í þegar líða tekur á kvöld. „Það er svona pöbbastemmning núna. Menn fá sér öl yfir boltanum og hafa gaman af. Allir haga sér mjög vel, ekkert vesen,“ segir Haraldur. Hún- útlend- ingamir Akkúrat snakker jeg dansk? Só sorrí, oh ég vildi að ég hefði verið dug- legri í dönsk- unni hérna í den, nú eða þýskunni. Það er mjög mikið af Þjóðverjum á Landsmótinu, en ég hitti líka tvær sæt-ar og ljóshærðar stelpur frá Danmörku og Norðmenn sem voru nokkuð við skál og í góðu skapi og ég settist hjá þeim. Hæ, taliði fslensku? „Já, já - kveikjari - kjúklingabitar með frönskum og hestar." Það er nefnilega það, hugsaði ég, best að reyna norskuna þá. Þau voru forfallnir Islands hestasjúkl- ingar og töluðu í hóffjöðrum og skeifum. Ég skildi fljótlega að hestamenn væri sérstakur þjóð- flokkur þar sem mér var ekki boðið í partý, því ég bara hnerraði og reyndi að fela hestaofnæmið. En hvað um það. Norð- mennirnir töl- uðu mikið og hlógu hátt, ha, ha voða gaman. Þegar ég spurði þau hvernig vinum þeirra fynd- ist að þau væru á kafi í útlensk- um hestum og þá íslenskum; sprungu þau eina ferðina enn úr hlátri og sögðu að þau ættu bara hestavini, hinir voru löngu farn- ir, nenntu ekki að hlusta á hestasögur í hverju brúðkaupinu á fætur öðru. Hann - Veðrið Miðvikudagskvöld. Kalt, skýjað, einstaka rigningardropar, norð- austan garri. Spáin slæm, hugs- anleg snjókoma á heiðum. Það er júlí. Það er Landsmót. „Þetta er verst fyrir hestana, við getum klætt þetta af okkur,“ segir Erlingur knapi. „Vonbrigðin eru náttúrulega þau að það þurfi að koma versta veður sumarsins einmitt á Landsmóti. Hljóðið er samt gott í mönnum. Við búum einu sinni á Islandi.“ Hitamælir- inn telur ekki margar gráður. Gamla, góða, íslenska Iopapeys- an sést víða - og Kraftgallinn utan yfir. Menn virðast við öllu búnir. „Þetta er það sem alltaf er hægt að lenda í,“ segir Sigurður Gunnarsson frá Bjarnastöðum í Grímsnesi. Sigurður tók fyrst þátt í Landsmóti fyrir 40 árum síðan en fylgir nú dóttur sinni á mótið. „Þetta sleppur meðan hann hangir þurr. Fari hann að rigna verður þetta erfiðara og hlýtur að bitna á aðsókn. Bara spáin kemur sjálfsagt niður á aðsókninni. Hér er frábær að- staða, veðrið þyrfti bara að vera temmilegt,“ segir Sigurður og hlær. Sigurði varð að ósk sinni. Veðrið varð temmilegt og jafnvel rúm- lega það. Spáin rættist ekki, vindáttin snerist til suðurs og hitastigið hækkaði. Hún - Löggan „Nei, hæ,“ sagði ég og blikkaði augunum. „Rosalega ertu sætur svona í einkennisbúningnum." Þvílíkur dónaskapur, að trufla verði laganna á jafn mikilvægum stað sem Landsmótið er. Ennþá vissi hann ekkert um tilgang heimsóknarinn- ar. „Jæja, geng- ur ekki vel svona í byrjun mótsins, eru ekki flestir til fyrirmyndar?" spurði ég sak- leysislega. Hann hélt það nú, enda sá ég sjálf að þessar tröllasögur um fyllerí hestamanna áttu ekki við nein rök að styðjast. Allt fór fram með ró og spekt, kannski einmitt útaf þvf að löggan var á svæðinu og enginn þorði að haga sér ilía f bili. Enda eins gott, því flestir komu með góða skapið og óþarfi að láta ein- hveija ólátabelgi skemma fjörið, senda þá bara í lögguna og mál- ið leyst. En hvernig sem ég Iof- aði að gera hann að heimsfrægri ljósmyndafyrirsætu og blikkaði augunum vildi hann ekki gleyma hraða- sektinni sem hann gaf mér í gær. Enda er ég viss um að það er fullt af hestapæjum sem gefa í þegar þær sjá hann á löggujeppanum, bara til þess að fá að sjá hann einu sinni enn meðan hann skrifar sektina. Haun - Fjölskyldan Mikið er um að Ijölskyldur komi saman á Landsmót. Sumarfríið er jafnvel skipulagt í kringum þennan stærsta viðburð hesta- manna. Fjölskyldur og vinir koma saman og styðja sitt félag. Ekki taka allir þátt. „OIl mín fjölskylda er hér. Tvær dætur mínar keppa hérna,“ segir Gunnar Marínósson. „Keppnin hingað til finnst mér hafa tekist vel.“ Tugir ef ekki hundruð tjalda og tjaldvagna eru á víð og dreif, þó allt innan ákveðinna marka. Allt er vel merkt. Bílar Hitamælirinn telur ekki margargráður. Gamla, góða, íslenska lopapeysan sést víða - og Kraftgallinn utanyfir. Hæ strákarhættiði þessuglápi, ég erekki hestastelpa, sjáiði ekkert tagll „Viðgætum tekiðá móti 17-19 þúsund manns þess vegna. “ íveitingatjaldinu er borðaö, dandrykkju ^úngið. Norskir hestamenn' S'9Urduryg Sveinbjorn kenna ■ - ------^Pyyyngmennafiokkj ^^íy^égæuega. standa í röðum við tjöldin. Faðir leyfir ungum syni sínum að grípa í stýrið og keyrir með hann í fanginu um tjaldsvæðið. Ef löggæslan kemur auga á feðgana Iítur hún í hina áttina. Stemmn- ingin er þannig. Einn og einn baksar við grillið. Afar lítið ber á ölvun. Einstaka augu glansa þó og menn eru hressir. Krakkar leika sér í fótbolta. „Það er rosa- lega garnan," segja Guðmunda og Gríma. Hermt er eftir Ron- aldo og Zidane. Feðurnir sparka með, tæknin og leiknin kannski ekki alveg sem fyrr. Mæðurnar horfa á. Hér ríkir sannkölluð Qölskyldustemmning. Hann - Keppnin Tæplega 800 hross eru á Lands- mótinu. Rjóminn af því besta sem til er í Iandinu. Keppnin er búin að vera hörð og skemmti- leg. „Hrossin eru rosalega góð og flott. Prati frá Hofi er sérlega góður," segir Linda Björk, sem keppir í ungmennaflokki. „Ann- ars held ég að Kringla frá Kringlumýri hljóti Sleipnisbikar- inn.“ A Gustssvæðinu ríkir glaumur og gleði og keppendur slappa af eftir harðan keppnisdag. „Já, keppnin var hörð,“ segir Svein- björn Sveinbjörnsson. Hann keppti í ungmennaflokki og komst ekki áfram í milliriðia. Sigurði Halldórssyni gekk öllu betur. „Ég var í öðru sæti í und- anrásunum. Keppnin var öflug og það voru margir góðir hestar þarna. Brautin var hins vegar ekki nógu vel völtuð. Annars er öll aðstaða mjög góð.“ Hún - stóðhestar Ef það eru sérstakar óskir um að komast í snertingu við móður náttúru f öllu sínu lyktarveldi, mæli ég eindregið með stóðhesta- húsi Landsmótsins, þar sem að- eins þeir hæfustu lifa af lyktina og girndarlegt augnaráð stóð- hestanna, sem skilja ekkert í því af hverju þeir mega ekki hitta merarnar. Bara einu sinni enn. „Hæ, strákar! Hættiði þessu glápi! Ég er ekki hestastelpa, sjáiði ekkert tagl.“ Þeir föttuðu þetta undir eins og vildu ekkert með mig hafa það sem eftir var kvölds. Þeir voru alveg eins og ungir strákar að búa sig undir íþróttaleik. Svo stæltir og falleg- ir - fullir af lífi. Brúnir, rauðir, gráir og í öllum tilbrigðum. Það voru allir uppteknir í húsinu, ís- lenskir hestamenn að kallast á við útlenska fagbræður með hörðum hreim að vísa þeim veg- inn, stelpur og strákar að vesen- ast í hófum og taumum. Uti fyrir voru hestar á beit ekki svo skapbráðir sem bræður þeirra stóðhestarnir, löngu búnir að missa náttúruna, en alveg jafn hamingjusamir með sitt. Guði sé lof að maður er ekki hestur á beit. Laganna vörður neitaði fyrirsætu- framanum og vildi frekar fylgjast með hestafólkinu á Melunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.