Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGVR 11. JÚLÍ 1998 - 27 iV I ‘Étsnr UMSJÓN: GUÐRÚN HELGA SIGURÐARDÓTTIR Leyndir draumar í kaffiog tertu Kaffi ermeira en að hendafjórum skeiðum afkaffi í kaffivélina. Úr kaffinu má fá höfuga uppáhellingu og seið- andi kaffidrykki. Hér birtast nokkrarfrábærar uppskriftir og svofylgir uppskrift að sykursætri tertu - í kaupbæti. Við Vitastíginn í Reykjavík er rekinn spennandi lítill kaffistað- ur, Kaffi Puccini, sem bræðurn- ir Orn og Hjalti Þorvarðarsynir og fjölskyldur þeirra hafa rekið í tæp tvö ár. Kaffi Puccini býður upp á gott úrval af kaffi og kaffi- drykkjum, hægt er að fá yfir 37 tegundir af kaffi, nokkrar teg- undir af tertum og öðru meðlæti og að sjálfsögðu er hægt að fá sér þar eitthvað í svanginn í há- deginu. Fyrirtækið er með um- boð fyrir Barnie’s Coffee and Tea Company í Bandaríkjunum og leggur aðaláherslu á vandaða og bragðgóða drykki og góða þjónustu. A kaffilistanum kennir ýmissa grasa. Orn Þorvarðarson segir að djassblandan þeirra, Jazziz, blanda af baunum frá Mið- og Suður-Ameríku og Indónesíu, sé afar vinsæl enda hefur stundum verið boðið upp á Iifandi djass- tónlist á efri hæðinni í takt við kaffið. Þá er „Ástarkaffið", kaffi sem er afar vinsælt í brúðkaups- veislum og á kvöldin „þegar pör- in læðast inn.“ Þá má nefna ostakökukaffi með aðeins átta kaloríum, sem er vissulega val- kostur í staðinn fyrir eftirrétt. Það kemur enginn að tómum kofanum. Hér koma nokkrar uppskriftir að kaffidrykkjum og tertu frá Erni Þorvarðarsyni. Hazelnut Truffle __________Mocka_____________ 1 msk. súkkulaðisíróp 1 msk. Barnie’s Hazelnut síróp / bolli mjólk / bolli nýlagað Barnie's espresso Hellið sírópi í bolla eða glas. Flóið mjólk. Bætið espressi í bollann og hrærið vel. Fyllið bollann með flóaðri mjólk. Berið fram strax. Caramel Nut Mocka 1 'A msk. Barnie’s karamellusíróp 2 tsk. súkkulaðisíróp !4 bolli mjólk Z msk. nýlagað espresso þeyttur ijómi karamellusósa Hellið sírópi í bolla eða glas. Flóið mjóik. Hellið espressó í bollann og hrærið vel. Fyllið bollann með flóaðri mjólk. Látið þeyttan rjóma ofan á. Hellið síð- an karamellusósu yfir þeytta rjómann. Berið strax fram. Café Viennese 2 msk. kaffilíkjör 2 msk. créme de cacao / bolli nýlagað espresso 'A bolli heitt vatn þeyttur tjómi Hellið kaffilíkjör og créme de cacao í könnu. Bætið við espresso og heitu vatni. Hrærið vel. Látið þeyttan ijóma yfir. Karamellu-, hnetu- og mokkakaffi eða kannski bara kaffi Viennese? Það er ómöguiegt að segja hvað ieynist i bollanum enda býður Úrn upp á 37 kaffitegundir. Hann gefur hér uppskriftir að fjórum kaffidrykkjum. Myndir: þök. Rocky Road 2 msk. Frangelico 2 msk. créme de cacao Z bolli nýlagað espresso 'A bolli heitt súkkulaði litlir sykurpúðar 1 / dl ijómi 2 msk. romm Tvö kringlótt form, 22 sm í um- mál, eru ldædd með álpappír og smurð að innan. Örn Þorvarðarson gefur líka uppskrift að þessari frábæru tertu, sem heitir Leyndur draumur. Hann mælir með djasskaffi með tertunni. Hellið Frangelico og créme de cacao i krús. Bætið við espresso og heitu súkkulaði. Hrærið vel. Setjið sykurpúða út í. Berið fram strax. Leyndur draumnr Botnar: 65 g smjörlíki 12 5 g sykur 4 eggjarauður 100 g hveiti 1 'A tsk. lyftiduft 5 msk. rjómi 100 g gróft saxaðar valhnetur Marens: 4 eggjahvítur 180 g sykur Krem: 200 g sykur 7 5 g kakó Aðferð: Smjörlíki og sykur er hrært sam- an ljóst og létt. Eggjarauðum er bætt út í einni og einni. Sigtið hveiti og lyftiduft út í og síðan rjómann. Setjið deigið í tvö form og stráið valhnetum yfir. Eggjahvítur eru þeyttar stífar. Sykrinum er því næst bætt saman við og hrært vel. Setjið marens- inn yfir báða botnana og bakið við ca. 150 gráður í 50 mínútur. Meðan kakan kólnar hitið saman allt í kremið nema rommið (eða rommessens). Bætið því síðast út í, kælið svo kremið og setjið það á milli botnanna og ofan á kökuna. Tertan er borin fram með rjóma. Þessi terta er góð með sterku kaffi. Örn mælir sérstaklega meðjazziz. -GHS Sjd einnig ú bh. 29

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.