Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 10
26 - LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 LÍFID í LANDINU Jói á Hólnum erfrægur í Vestmannaeyjum og þó víðarværi leitað. Hann hefurlifað viðburðarríka ævi og á vini bókstaflega allsstaðarí heiminum. Hann Jói á Hólnum, Jóhann Friðfinns- son, kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hár og beinvaxinn, með fallegt silfurlitt hár, snyrtilega ldæddur og vin- gjarnlegur í fasi. Hann hefur starfað við eitt og annað, verið í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, var bæjarstjóri um tíma, rak verslunina Drífanda lengi og er nú safn- stjóri í Byggðasafni Vestmannaeyja ásamt því að vera síðustu tvö ár safnaðarfor- maður í Landakirkju. Jói þykir fróður mjög um sögu Eyjanna og þegar það bæt- ist við að hann hefur bráðgaman af því að segja frá, er blandan fullkomin. „Eg hef nú verið kallaður ýmislegt," segir hann. „Jói á Hólnum er algengast, og mér þykir vænt um það nafn, en Jo on the Hill er það sem oftast er skrifað á bréfin til mín. Þó hef ég fengið bréf þar sem utanáskriftin er fremur óljós, til dæmis „the man on the Vestman Island“ eða þá sem mér fannst nú einna best, en það var þýskur maður sem skrifaði mér og á umslaginu stóð Johann á eyju fyrir sunnan Island. En bréfið komst til mín.“ Jói í vinnunni, hann hikar ekki við að leika eða jafnvel syngja fyrir þá sem koma á Byggðasafnið til að gera atburðina lifandi. Vinir í Japan Þegar komið er inn til Jóa sem býr í fal- legu einbýlishúsi er stendur efst á hól of- arlega í Vestmannaeyjabæ, þá er sú til- finning sterkust að maður sé á safni. Húsið er rúmgott og hann býr einn í því „en mín elskulega kona fór fyrir 17 árum“ eins og hann segir. A veggjum eru kort, myndir og minjagripir sem Jói hefur feng- ið frá vinum sínum og safnað að sér í ár- anna rás á ferðalögum um heiminn. „Sjáðu þetta bollasteIl,“ segir hann og bendir á afskaplega fallega bolla sem standa á borði. Þetta var ég að fá sent frá vinum mínum í Japan, fólki sem ég kynntist í fyrra. Og svo ætla ég að heim- sækja þau í haust ef guð lofar. Hann ætl- ar ekki bara til Japan, heldur til Kína og Malasíu „svona af því að ég er þarna á ferðinni hvort sem er“, en hann á vini á báðum stöðum. Eg kynntist þessu ágæta fólki þannig að ég var í flugvél á Ieið til Islands og flug- freyjan bað mig um að skipta um sæti því maðurinn sem sat við hlið japönsku hjón- anna var ekki sáttur við að sitja hjá út- Iendingum, vildi víst geta talað við fólk á íslensku. Mér fannst það ekki mikið mál og skipti samstundis, enda alltaf tilbúinn til að kynnast fleirum. Þetta reyndist auð- vitað viðkunnanlegasta fólk og ég spjall- aði við það á leiðinní. Svo kvöddumst við og ég átti ekki von á því að sjá þau aftur. En viti menn. Þegar ég kom á flugvöllinn daginn eftir, á leið til Eyja, þá eru þessir nýju vinir mínir það fyrsta sem ég sá, á leið tii Eyja í skoðunarferð. Eg bauð þeim auðvitað heim og sýndi þeim það sem merkilegt er hér og kynntist þeim enn betur. En í staðinn buðu þau mér til sín þegar vel stæði á og það er einmitt núna Bollastellið væna frá Japan. íslenskir hestar Jói var í heimsókn hjá einni af mörgum vinkonum sínum í Danmörku fyrir skömmu, en hún býr í úthverfi á Jótlandi. Jói bauðst til að viðra hundinn fyrir han einn morguninn og löbbuðu þeir félagar út í náttúruna. Þá sá Jói sjö íslenska hesta sem hímdu þar í morgunskímunni og flaug þá í gegnum huga Jóa, enda bú- inn að syngja í Landakirkju frá 1950, að það mætti reyna að syngja fyrir þá. Hóf hann upp raust sína og söng fullum hálsi Srengisand. „Arangurinn var frábær," segir Jói. „ÖIl hrossin 7 komu hlaupandi og róuðust ekki fyrr en ég hafði kjassað þau öll með vel völdum íslenskum orð- um. Römm er sú taug. En hundinum fannst nóg um þessa samkeppni er hann allt í einu stóð frammi fyrir!“ -VS á haustmánuðum sem ég fer.“ Svona ger- ast ævintýrin hjá mér! Gyðingabrúðkaup Jói fór til Israel í fyrra, en honum var boðið í brúðkaupsveislu þar. „Það æxlað- ist nú þannig að einhvem tíma var svarta- ráð dýr. En svo mundi ég allt í einu eftir því að ég átti flatkökur í stórum stöflum því stutt var í þjóðhátfð. Eg bar þetta fram og sagði að þetta væru ósýrðu brauðin okkar Islendinga. Faðirinn horfði dálítila stund á þetta og kinkaði svo kolli. Jú, þetta máttu dæturnar borða, sem þær og gerðu með bestu lyst og allir fóru saddir. En Vltl upp veisluborð, þetta fína jólaborð með kræsingum og hvítum dúk. Það eru nefnilega jól 52svar á ári hjá gyðingum.“ „Skrapp frá“ I gosinu var Jói í bæjarstjórn, ásamt því að reka verslun sína, Drífanda. „Jahá,“ segir hann og dregur svolftið seiminn. „Það var haft á orði hér í gamla daga að ég þekkti sokkabuxnastærð allra kvenna í Eyjum, þá voru sko engar buxur í „sama stærð fyrir þoka hér og það var hringt til mín af flugvellinum, en þar voru þá strandaglópar þrír gyðingar. Faðir með tveim dætrum og ég beðinn um að skjóta yfir þau skjólshúsi vegna þess að ekki var til gistirými. Það var auð- sótt mál og ég sótti þau á flugvöllinn. Eitthvað voru þau niðurlút og fannst þetta átroðningur en ég fullvissaði þau um að þetta væri Iítið mál og að næsta morgun yrði komið gott veður. Sem og varð. Eg setti svo fram morgunverðarborð fyrir þau, en þá kom babb í bátinn. Það var nefnilega dagur ósýrðu brauðanna og þau máttu ekki borða þetta fínheitisbrauð sem ég hafði borið á borð. Nú voru góð menn. Nokkru seinna fékk ég svo þetta fína boðskort, á hebresku og ensku, þar sem mér var boðið í brúðkaup annarrar dótt- urinnar. Eg þáði það og var f ísrael f hálf- an mánuð og skoðaði allt Iandið á meðan. En skrítið þótti mér það er ég var að ganga f rólegheitum og skoða mannlífið á föstudegi, Sabbatsdegi, og þá allt í einu var slökkkt á öllu. Það hurfu allir af göt- unum og allar búðir lokuðu. Mér varð ekki um sel, hélt að eitthað hefði komið fyrir, en þá kom það í ljós að heima voru konurnar og dæturnarn búnar að setja alla“ eins og nú er“. Og Jói hlær að minn- ingunni. Frægt er í Eyjum að Jói hélt versluninni opinni að mestu á meðan á gosinu stóð en setti blað á hurðina þar sem á stóð: „Skrapp frá“. Þetta hékk á hurðinni í 3 vikur, eða á meðan Jói fór til Norðurlandanna að kanna möguleika á kaupum á Viðlagasjóðshúsum ásamt fleir- um. I framhaldi af því vann hann við það að koma fyrir 542 húsum á 23 stöðum á landinu. Langur skreppur það og nú er þetta spjald til á minjasafninu, þar sem það liggur meðal gosminja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.