Dagur - 11.07.1998, Qupperneq 8

Dagur - 11.07.1998, Qupperneq 8
24c — LAVGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ t LANDINU Halldóra Bjarnadóttir er hjúkr- unarfræðingur og framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis, og hefur fengist við að skrifa pistla um kynlíf. Halldóra hefur verið að mennta sig í kynfræði, m.a sat hún í stjórn Kynfræðifélags Is- Iands árin 1992-94; þar er hóp- ur fagfólks: hjúkrunarfræðingar, læknar, geðlæknar, sálfræðingar, kvensjúkdómalæknar. Brynja Óskarsdóttir er félags- ráðgjafi hjá fæðingadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og Krabbameinsfélaginu, en vinnur líka við neyðarmóttöku vegna nauðgana. Hvenær er maður tilbúinn að byrja? - Er kynfræðsla næg í skólun- um? H: „Eg ætla að byrja á því að þakka fyrir þessar góðu og málefnalegu spurningar sem bera vott um hve meðvitað og ábyrgt ungt fólk er í dag. Kynfræðsla er mismunandi eftir skólum. Það skiptir líka máli hvaða kennarar fást til þess að fræða krakkana en það er til mjög gott efni, sem heitir „Lífsgildi og ákvarðanir". Þar sem komið er mjög fallega inn á þessa fræðslu, getnaðar- varnir, kynsjúkdóma, félagslegu og tilfínn- ingalegu hliðina, því það vill oft gleymast að kynlíf er Iíka yndislegt tjáningarform á ást og virðingu. Sum orð um kynfæri geta virkað stuðandi, þannig að venjulega kemur bekkurinn sér saman um orð í kynfræðslutím- um. Getnaðarlimur karlmanns er þá oftast kallað tippi eða lim- ur og kynfæri konunnar sköp, leggöng, píka eða bara kynfæri kvenna. Hér höfum við komið okkur saman um að kalla kyn- færi karlmanns; limur og kyn- færi kvenna bara sem slík. Þetta fer eftir því hvað maður treystir sér til, en þegar maður talar um kynlíf verður maður að vera op- inn og frjáls með þau orð sem eru notuð.“ - Hversu gamlir eru unglingar þegar þeir byrja að sofa hjá? H: „Það er persónubundið, allt í sambandi við kynlíf er mjög persónubundið." - fíyrja unglingar að sofa hjá áður en þeir eru tilbúnir til þess? H: „Þessu verður hver og einn að svara fyrir sig, en þegar þú treystir viðkomandi, þykir vænt um hann og ert kominn í náið samband þá er maður kannski tilbúinn." B: „Viðkomandi verður að bera virðingu fyrir að ég, sem stelpa, geti sagt nú vil ég ekki meira í bili, við getum athugað aftur seinna. Treysta því að mörkin séu virt.“ H: „Þetta hefur bæði með per- sónuleika og þroska að gera. Þú hlustar öðruvísi þegar þú eldist, IJj1 ;■ •Í/ÍJ Í’j'éiffí tí, Q i, Kynlífereittafleyndardómum lífsins og varumræðuefnifyrirskömmu í útvarpsþætti á Frostrásinni. Halldóra Bjamadóttir og Brynja Óskarsdóttir svömðu spumingum frá ungufólki úrframhaldsskólum og tíunda bekk og sköpuðu skemmtilega ogfræðandi umræðu um kynlífunglinga. Dagurbirtirhluta úrumræðunum. en stúlkur fá venjulega meira útúr kynlífi síðar á ævinni heldur en strák- ar.“ að fínna bilið þar á milli. Það hefur sýnt sig að konur alast upp við óá- Kynlíf imglinga og áfengi - Af hverju örvast sumt kvenfólk meira undir áhrifum áfengis? Er kynlif unglinga al- gengast áfylleríum? B: „Ahrif áfengis minnka hömlur, en ekkert ffekar hjá konum heldur en körlum. Bæði kynin geta örvast meira undir áhrifum en annars." H: „Kannski að fólk sleppi fram af sér beislinu." - Þora stelp- ur ekki að segja nei? H: „Þessi mörk þurfa að vera á hreinu því það getur endað illa ef stelpa segir hingað og ekki lengra og hann hejoir ekki, eða vill ekki heyra. Þá getur henni fundist að hún sé tekin gegn sínum vilja og þá kemur fram vafínn um nauðgun." B: „Þegar orð stendur á móti orði og „Eg vildi það ekki“ og strákurinn segir þú vildir það víst. Það er stundum mjög erfitt Halldóra Bjarnadóttir og Brynja Óskarsdóttir. 'íuígtiti •iHlCjlUftifc kveðni og eitthvað í þj óðfélagsandan- segir að strákar mega vera frekari. Því er stund- um erfítt fyrir konur að vita hvenær á að segja nei og halda fram sínum innsta vilja.“ H: „Það veltur mildð á félags- legum og andlegum þroska hvort einstaklingurinn sé í raun tilbúinn til þess að byrja, því kyn- líf getur verið yndisleg upplifun og á sama tíma haft alvarlegar af- leiðingar, smitist maður af kynsjúk- dómi eða verði stúlka ófrísk, mjög ung og hafi ekki tækifæri á aðstoð. Það er því ágætt ráð að horfa á strákinn og hugsa hvort þetta sé sá sem þú vilt sjá öðru hvoru það sem eftir er. Ef þú ferð með honum heim og verður ófrísk, hittirðu hann þegar barn- ið ykkar er skírt, fy 4 wfigae- ip, fermt, á afmæli o.s.frv. Hve ánægð ertu með það?“ B: „Strákarnir geta líka hugs- að: vilja þeir hitta þessa konu öðru hvoru sem eftir er í sömu erindum? Ef unglingar myndu hugsa meira útí þessa hluti, áður en þeir byrja að stunda kynlíf, myndu kannski spretta upp fleiri nunnu- og munka- klaustur hér á landinu, eða von- andi koma í veg fyrir einhverjar ótímabærar þunganir.“ H: „Þau myndu kannski líka hugsa „er ég virkilega tilbúin?" Það yndislegasta við krakkana í dag er hve vel gefín og klár þau eru og þau hafa plön. Þau ætla sér að verða hitt og þetta og þá er spurningin, ætlar maður að láta eina kvöldstund trufla þessi framtíðaáform dálítið mikið? Því er oft gott að segja: „takk, en nei takk.““ Kymiæiii svæði lík amans Af hverju eru fætumir næmir? H: „Það er eins og annað í kynlífi mjög persónu- bundið, en fætumir geta ver- ið mjög næmir og fótleggurinn innanlæris upp að kynfærum." - Æsast strákar ekki við ertingu geirvartanna, ef svo er æsast þeir jafn mikið og kon- ur? Vilja strákar láta strjúka eða erta á sér punginn? H: „Þetta getur verið misjafnt frá degi til dags, því eistun eru misviðkvæm. Þegar maður fer að stunda reglulegt kynlíf, þegar maður eldist og þroskast, þá langar mann ekki alltaf það sama frá degi til dags. Brjóst konunnar eru álfka við- kvæm sérstaklega í kringum blæðingar. Stundum er í Iagi að snerta punginn, stundum er hann viðkvæmur. Þetta hefur líka eitthvað með þessa hlustun að gera sem þarf við kynmök: „Hvað finnst þér gott í dag.“ Fólk sem hefur lifað Iengi sam- an lærir inn á hvort annað og þetta læra krakkarnir smátt og smátt. Þeim finnst þau vera klárust allra í kynlífi, en þegar árin líða, sjá þau hvað þau hafa lært rnikið." - Af hverju eru sum svæði á líkamanum næmari en önnur? H: „Kynfærin eru aðallega kynnæm svæði, þá bæði limur og pungur hjá körlum, geirvört- urnar hjá báðum kynjum, sköp konunnar, endaþarmurinn getur verið mjög kynnæmt svæði, var- irnar, munnurinn, jafnvel eyrun og andlitið allt saman. Þessa hluti uppgötva krakkarnir þegar þau eru að byrja að kela og þreifa sig áfram.“ Leggöngin - Er eitthvað verrafyrir leggöngin að hafa samfarir á meðan á blæð- ingum stendur? H: „I sjálfu sér er ekkert hættulegt fyrir fólk f föstu sam-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.