Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 17

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 17
Tk^ur —i— LAUGARDAGUR 11 .JÚLÍ 199 8 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Matvörukóngur með öfluga vekj araklukku JónÁsgeirJóhannesson erí næstu kynslóð í matvörubmnsanum. Hann segist vilja mæta nýrri öld með nýjungaruppi í erminni. Kaup- maðursem sofnará verðinum vaknarekkert endilega aftur. Jón Ásgeir Jóhannesson við húsnæði birgðastöðvarinnar Baugs við Skútuvog sem senn verður tekið I notkun. Gífur- lega stórt mannvirki, um 10 þúsund fermetrar með 8,5 metra lofthæð, eitthvað á annan fótboltavöll á stærð. Eins og Jón Ásgeir sagði, þá gætu þeir leikandi hýst Rolling Stones tónleikana í haust efút I það væri farið. mynd: teitur. „Kóngarnir í þessum bransa hafa oft sofnað. Við ætlum hins vegar að hafa öfluga vekjara- klukku og vaka yfir öllum góð- um nýjungum," segir Jón Asgeir Jóhannesson, maðurinn sem er einn helsti arkitektinn að mat- vörudreifingu sem nær til fjög- urra fjölskyldna af hveijum tíu í landinu. Maðurinn sem ætlar að stjórna 23 stórmörkuðum og fleirí fyrirtækjum. Hann segir að menn verði að vera vakandi, - sofandi kaupmaður vaknar ekki alltaf aftur. Nýtt matvörudreifingarfyrir- tæki, það öflugasta í Islandssög- unni, er rekið undir nafninu Baugur hf. og Jón Ásgeir er and- lit þess. Hann stendur á þrítugu, sonur Jóhannesar Jónssonar í Bónusi og Ásu Ásgeirsdóttur konu hans, sem lengi hefur starfað við Bónus með körlum sínum tveim. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jón Ásgeir farið í gegnum ferli frumherjans í þessu fjöl- skyldurekna fyrirtæki. Þegar Bónus opnaði sína fyrstu versl- un fyrir nær tíu árum, stóð Jón Ásgeir við hlið föður síns og ör- fárra annarra sem að fyrirtækinu stóðu. Þeir Jóhannes hafa síðan reist glæsilegt fyrirtæki á stutt- um tíma. Nú þykir mönnum Ijóst að Jón Ásgeir Jóhannsson verði sá mað- ur sem verður í fararbroddi í matvörukaupmennsku á Islandi í upphafi nýrrar aldar. Hann verður matvörukóngurinn. Rétt eins og Duus og Thomsen, kaupmenn á fyrri öld, Silli og Valdi um miðja þessa öld. Eða Pálmi í Hagkaup. Eða Jóhannes faðir hans mörg undanfarin ár Sex ára við goskælinn Jón Ásgeir var aðeins sex ára þegar hann „hóf afskipti" af matvörubransanum. Það var { SS-búðinni í Austurveri þar sem faðir hans var verslunarstjóri. Afi hans og nafni, Jón Eyjólfs- son, var um áratuga skeið versl- unarstjóri í SS-búðum. Fyrsta verkefni Jóns Ásgeirs var að raða kókflöskum í kælinn. Síðan varð ekki til baka snúið. Með aldrin- um urðu verkefnin flóknari og vinnudagurinn lengri. Jón Ásgeir var mættur í býtið laugardagsmorgunn einn í apríl 1989, þegar Bónusbúð númer eitt var opnuð í Skútuvogi í blautu og hráslagalegu veðri. Fjölskyldan og örfáir starfsmenn búðarinnar voru uggandi. Fjöldi manns mætti til að gera góð innkaup, en nýjungar í rekstrin- um, strikamerkingakerfið, klikk- aði hvað eftir annað og ekki annað sýnilegt en að loka yrði búðinni. En fall er fararheill, segir mál- tækið. Kaupmenn víða um borg- ina brostu sumir innra með sér þegar þeir fréttu af hremming- um Bónuss með strikamerking- arkerfið. Þeir höfðu talið að það kerfi yrði ekki að veruleika á þessari öld, frekar þeirri næstu! Og verðlagið í Bónusi sögðu þeir að gæti ekki gengið lengur en út vikuna, þá yrði Jóhannes fallít! Stærstu keppinautarnir sváfu á verðinum, gáfu Bónusi dýr- mætt olnbogarými og svöruðu í engu lágverðstilboðum þess. Hagkaup, risinn á markaðnum, svaf fastast allra framan af, en hugði um síðir á stofnun lág- verðsverslunar. Sú hugmynd að Hagkaup færi að berjast af krafti varð til þess að sannkallaðir óvinir í Hagkaupi og Bónusi, slíðruðu sverðin. Hagkaup keypti 50% í Bónusi. Ekki fjölskylduvæn vinna „Eg mundi ekki vilja upplifa svona dag aftur eins og þegar við vorum að opna búðina. Hann var eins og sagt er, algjör steypa. Það góða var þó að það var nóg að gera og einhvern veginn tókst okkur að afgreiða þá sem komu, þótt kerfið klikkaði hvað eftir annað,“ segir Jón Ásgeir. Síðustu árin hafa verið algjört puð. Viðskiptavinir létu ekki á sér standa. Þeir héldu áfram að mæta í Bónusbúðirnar þrátt fyr- ir tæknilegar hremmingar í upp- hafi og biðraðir aldarinnar sem stundum mynduðust við búðar- kassana. Spamaðurinn var aug- ljós, fólk var á góðu tímakaupi meðan það verslaði í Bónusi. Næsta búð kom fljótlega í Faxa- feni, síðan ein af annarri. Jafn- vel tvær búðir í Færeyjum, sem er sjálfstætt hlutafélag í sam- vinnu við Rúmfatalagerinn. Og alls staðar var nóg af viðskipta- vinum. Jón Ásgeir viðurkennir að vinnutíminn hafi verið Iangur og frídagar fáir. „Svona eftirá verð ég að viður- kenna að þetta er ekki fjöl- skylduvænn vinnutími, og starf- ið hefur tekið stóran toll,“ segir Jón Ásgeir sem er faðir þriggja yndislegra barna eins og hann segir, tveggja stúlkna og drengs. Jón Ásgeir segir að það hafi aldrei vakað fyrir sér að fara í háskólanám og hann segir að vinnan hafi reynst sér besti skól- inn. Hann hafi beðið eftir að komast út í viðskiptalífið eftir verslunarskólann. Stofnun Bón- uss kom á réttum tfma, þegar Jón var að ljúka skólanum. Kennarar fóru í verkfall í apríl og prófum var frestað. Hann gat því tekið þátt í upphafinu hjá Bónusi. Jón sýndi ýmsa góða til- burði í viðskiptum strax meðan hann var í skóla, kornungur. Hann pantaði sér leiktæki fyrir yngstu borgarana, sem hann fékk að setja upp í Kringlunni og víðar þar sem almenningur á leið um. Barnaspítalasjóður Hringsins fékk hluta af ágóðan- um af þessum tækjum og hefur það fé komið í góðar þarfir. En ungi námsmaðurinn fékk sitt út úr þessari frístundavinnu sinni, og foreldrana plagaði hann ekki með innheimtum á vasapening- um. Um slíkt sá hann sjálfur enda þótti hann fljótlega sjálf- stæður einstaklingur með afar ákveðnar skoðanir. Fer tnn í sína skel En hvað segja kunnugir um Jón Ásgeir: „Hann er óhemju rétt- sýnn maður og sanngjarn. Og Jón Ásgeir finnst mér vel skapi farinn og fer ekki í fýlu. Hann fer aldrei í baklás. Það má setj- ast niður með honum og komast að niðurstöðu. Og hann er geysifljótur að hugsa. Hann er áræðinn, töluglöggur og hann sér alltaf marga leiki fram í tím- ann, yfirsýn hans er einstök. Þetta eru góðir eiginleikar fyrir mann í stórum viðskiptum. En Jón Ásgeir er feiminn og dregur sig svolítið í sína skel, það má ekki rugla því saman við drembilæti eða mont, sem hann er ekki haldinn," segir Ragnar Tómasson lögfræðingur og fræg- ur fyrir samruna fyrirtækja und- anfarin misseri. Hann hefur kynnst þeim Bónusfeðgum og átt samstarf við þá en er þeim óháður og því góður dómari í þessu efni. Búðum mun fjölga, ekki fækka Fyrirtækið Baugur hf. rekur 23 matvörubúðir Nýkaups, Hag- kaups og Bónuss í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mos- fellsbæ, Garðabæ, Njarðvík og á Akureyri, - auk Hraðkaups í Borgarnesi. Þessu til viðbótar er Baugur - aðföng hf., innkaupa- og safnlager verslananna, sem skiptir mildu um alla framvindu mála. Eitt þeirra mála sem nýja fyr- irtækið mun taka á er fjöldi verslana. Jón Ásgeir segir að 23 búðir séu sfst of mikið. Þeim eigi eftir að fjölga í framtíðinni. En það sem nú þurfi að huga að, þegar siglt verður inn í nýja öld og nýtt árþúsund, sé að straumlínulaga reksturinn, gera hann hagkvæmari, fyrir fyrirtæk- ið, - og ekki síður viðskiptavini þess. Baugur-aðföng hf. var stofnað fyrir örfáum árum af Bónusi og Hagkaupi sameiginlega. Hug- myndin er komin frá Bónusfeðg- um. Jóhannes hafði skoðað slík fyrirtæki í Danmörku þar sem þau hafa leitt til verðlækkana um áratuga skeið. Hér á landi var Sambandið með slíka birgða- stöð fyrir kaupfélögin, án þess að takast að lækka matvöruverð. Baugur-aðföng hf. er sameigin- leg hirgðastöð og innkaupafyrir- tæki, sem hefur gjörbreytt inn- kaupamynstri kjörbúða. Eigend- ur hafa haft góðan hag af stofn- un þessa fyrirtækis, en við- skiptavinir búðanna hafa líka hagnast vel á nútíma innkaup- um. Eftir nokkrar vikur flytur Baugur í stórbyggingu, sem kostað hefur á fjórða hundrað milljóna króna. Ávaxtalager er í sérbyggingu suður af aðalbygg- ingunni, og er hann kominn í notkun. Sérhönnuð bygging yfir starfsemina með fullkomnum tæknilegum búnaði mun fljót- lega gefa góða raun, enda er hún betur staðsett á hafnar- svæðinu en í Hafnarfjarðar- hrauni. -JBP iítHiHfc MWfMkófo tfitfíHíjl ‘ht{jh9‘Fidj Vvf 'fÍSfSfPi ‘ÁÁA íífiíiHP.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.