Dagur - 11.07.1998, Page 2

Dagur - 11.07.1998, Page 2
 18-LAVGARDAGUR ll. JÚLÍ 1998 LÍFIÐ í LANDINU Jerry Seinfeld grínisti tók því af litlum húmor hvernig lífið lék hann á Islandi. Mátti greinilega sjá á honum á sýningu á fimmtudagskvöld að hann var í alvarlegri fylu og skemmtunin frekar illa heppnuð miðað við þær kröfur sem gerðar eru til listamanna á heimsmælikvarða. Hann rann vélrænt í gegnum „sjóið“ og í eina skiptið sem brá fyrir glettnisglampa í auga var þegar hann gerði grín að Islandi. Meðal annars fannst honum fyndið að það þætti sérstakt aðdráttarafl fyrir út- lendinga að litlu hestarnir hefðu fimm gangtegundir. So what?! Seinfeld var sem sagt í rokna fýlu og leyndi þvf illa; skýr- ingarnar eru til dæmis þær að honum hafi ekki tekist að komast yfir þann kvenmann sem hann ætlaði sér (Tvíhöfð- inn á X-inu segir að hún sé nú gift öðrum), en aðrir segja að misheppnuð jökulferð hafí skipt sköputn. Að minnsta kosti gerðu Jerry og upphitari hans snyrtilegt grín að græðgi ferðaþjónustu sem sendir menn í hristing upp á jök- ul þar sem ekkert er að sjá fyrir þoku og rigningu. Þetta eru menn sem eru vanir að fá eitthvað fyrir peningana sína. Dalvíkurmærin Bima Willards- dóttir vekur athygli á nektarmynd- unum í Playboy enda sýnir hún þarna á sér áður huldar hliðar. En hún vekur athygli fyrir fleira en bara myndirnar. Bima er ein af fáum íslensku fyrirsætanna sem þora að koma fram undir fullu og réttu nafni enda myndin af henni með þeim fallegustu í ritinu, sveitarómantísk gyðjumynd. Anægð má hún vera yfír því. Bima Forsíða Playboy. er þó fjarri góðu gamni, eins og sagt er, því að hún er komin til Lundúna að vinna fyrir brauðinu en þar hún ætlar að reyna fyrir sér í sínum gamla bransa, fyrirsætubransanum. Söngleikurinn Grease hefur nú verið sýndur fyrir fullu húsi í heila viku og hef- ur Grease-æðið varla mnnið af áhorfend- um og leikurum. Krakkar og unglingar hafa farið í flokkum á námskeið hjá Henný Hermanns til að læra sporin og á götu má sjá stúlkur í stuttum, þröngum buxum með klauf ý la Sandy. Annars ber- ast þær fréttir af Jóni Ólafssyni, hinum krullhærða stjórnanda tónlistarinnar, að hann hafi látið krullurnar fjúka og sé nú orðinn stutthærður. Allt fyrir Ieikritið! Ekki getur maður troðið upp í tónlist frá sjötta áratugnum með hár út í Ioftið. Nei, maður verður að greiða sér í stíl... Fjölnir krúttið Þorgeirsson komst enn einu sinni í fjölmiðla nú í vik- unni fyrir það að vera dæmdur ásamt Bubba Morthens fyrir hnefaleika í beinni útsendingu á Stöð 2. Ekki virtist dómurinn þó fá neitt á kappann því að um kvöldið mátti sjá þennan kvennamann yfir rómantískum kvöldverði með kertaljósi og tilheyrandi á Einari Ben. ásamt síðhærðri og spengi- legri ljósku. Ekki fylgir sögunni hver daman er en þarna var örugg- lega enn ein fegurðardísin á ferð. Kannski kærastan, Marín Manda... Hljómsveitin Skítamórall var á ferð með FM norðan heiða og tók þá upp tónlistarmyndband við Iag sitt „Nákvæmlega" í leiðinni á hinni hundrað ára gömlu Kútter Jóhönnu, sem er færeysk skúta í sumarfríi á Akureyri. Þeir Skítamórals- menn hafa nú selt yfir 3.500 einstök af nýju plötunni sinni og ætla að taka sveitaböllin með trompi í sumar. Um versl- unarmannhelgina verða þeir meðal annars á stórhátíðinni „Halló Akureyri", og fara síðan austur á bóginn. HM með langafa. María Guðbergsdóttir og Helgi Símonarson, langafi hennar, horfðu með spenningi saman á leik Frakka og Króata á miðvikudagskvöldið. „Það er alltaferfitt að segja til um lokatölur leiks, en eigum við ekki að segja að lyktir úrslitaleiksins verði 2-1 fyrir Brasilíumenn. Frakkar tapi, “ segir Helgi. mynd: sbs. 102jaára og horfir á HM Helgi Símomrson á Þverá í Svarfaðardal, 102ja ára,fylgist af spenningi meðHM í knattspymu. Hann hef- urhorftáalla leiki sem sýndirhafa verið og hann spáirBrasilíu- mönnum sigri,2-l,í útslitaleiknum við Frakka á sunnudags- kvöld. Af miklum spenningi hefur öld- ungurinn Helgi Símonarson á Þverá í Svarfaðardal fylgst að undanförnu með sjónvarpssend- ingum frá HM í knattspyrnu. Hann hefur fylgst með öllum þeim leikjum sem sýndir hafa verið í Sjónvarpinu og ætlar síð- ast af öllu að missa af úrslita- leiknum. „Hann afí þarf að vera töluvert lasinn ef hann missir af þeim leik,“ segir Guðrún Lárus- dóttir á Þverá, afabarn Helga. Góðir, fljótir og spennandi „Skemmtilegasti Ieikurinn var milli Dana og Brasilíumanna og þá sat ég spenntur hér fyrir framan sjónvarpið. Þá hélt ég með Dönum, vegna þess að þeir eru frændþjóð okkar, en þegar þeir féllu úr keppni fór ég að halda með Brasilíumönnum. Þeir leika virkilega skemmtilega knattspyrnu; eru góðir, fljótir og þar af Ieiðandi er leikur þeirra spennandi. Reyndar var leikur þeirra við HoIIendingana erfíð- ur, en þar var það vítaspyrnan sem bjargaði þeim,“ segir Helgi. Helgi Símonarson á Þverá er 102ja ára að aldri og hefur alla tíð haft brennandi áhuga á íþróttum. Ekki einasta sem áhorfandi, heldur einnig sem þátttakandi. „Ég er fæddur árið 1895 og ætli ég hafi ekki verið um tvítugt þegar við hér í Svarf- aðardal kynnstumst fyrst fót- bolta. Þá stunduðum við hér á austurkjálka dalsins saman þessa skemmtilegu íþrótt. Þetta hefur verið milli 1915 og 1920. Þegar ég kom úr námi í Kenn- araskólanum í Reykjavík árið 1923 og hóf kennslu á Dalvík bauð ég nemendum mínum stundum í fótbolta, sem þeim þótti skemmtilegt. Þegar ég flutti síðan hingað heim að Þverá hafði ég það fyrir reglu að bjóða Svarfdælingum uppá að minnsta kosti tvær knattspyrnu- æfíngar á sumri hér á heimatún- inu eftir að slætti var lokið. En síðan hætti ég því, þegar ég sá að túnin vildu skemmast vegna þessa,“ segir Helgi. 2-1 fyxir Brasilíu Þegar blaðamaður Dags kom að Þverá á miðvikudagskvöld stóð yfir síðari hálfleikur í undanúr- slitaleik Frakka og Króata. Fyrir leikinn var Helgi búinn að spá því að Frakkar færu með sigur af hólmi og það gekk réttilega eftir. Lyktir leiksins urðu 2-1 fyrir Frakka. En hvernig fer þá leik- urinn á sunnudagskvöldið? „Það er alltaf erfítt að segja til um slíkt og að nefna tölur, en eigum við að segja 2-1 fyrir Brasilíu," segir Helgi. Þrátt fyrir háan aldur er Helgi á Þverá við sæmilega heilsu og hefur daglega fótavist. Sjón og heyrn eru reyndar farin að gefa sig, en hann getur vel fylst með sjónvarpi sitji hann nærri við- tækinu. Helgi getur ekki Iengur Iesið bækur og blöð, en engu að síður er hann áskrifandi að Degi einsog hann hefur verið frá ár- inu 1927. -sbs. Maður vikimnar er hestur Maður vikunnar er þarfasti þjónninn, þar til bílaöld hófst. íslenski hesturinn. Landsmót hans og tvífætlinga sem stússa kringum hann er haldið á Melgerðismelum þessa dagana og saman kominn rjóminn aföllu þvi besta í tslenskri hrossaætt. Til hamingju með mótið hestarl Dagur þakkar ykkur þjónustu við þjóðina um aldir, og ómælda skemmtun á þessari og inn í þá næstu. Skjóni lengi lifil í.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.