Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 14

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 14
30 - LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 með glöðu geði og gerir slík hlaup að stórviðburði á sviði aimenningsíþrótta, “ segir Sigurður m.a. í grein sinni. Óþekkti hlauparinn er víða meðal okkar. Hann er ekki ólíkur óþekkta her- manninum sem borið hef- ur hitann og þungann af stríðsátökum mannkyns- sögunnar án þess að krefj- ast dýrðarljóma frægðar- innar. Örlög þeirra eru þó lítið eitt frábrugðin því annar er lífs en hinn er lið- inn. Um allan heim er það óþekkti hlauparinn sem ber uppi almennings- hlaup með glöðu geði og gerir slík hlaup að stórviðburði á sviði almenningsíþrótta. Þannig verður það einnig í Akureyrarm- araþoni. Það tekur á Óþekkti hlauparinn hefur ákveðið að taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni heilsu. Hann fer út hvernig sem viðrar og hleypur, mæðist, svitnar, tárast og þreytist. Það rignir á hann og snjóar og honum er jafn- vel strítt. En aldagömul íslensk þrjóska sem hann fékk í arf kemur honum til hjálpar. Smám saman verður það eftir- sóknarvert að fara út að hlaupa, það eyk- ur þrek og þol, styrkir sjálfsmyndina og veldur jafnvel hóflegri en löglegri vellíð- unarvímu. Þátttaka í almenningshlaupum verður síðan kærkomið tækifæri til að meta árangurinn og bera sig saman við aðra. Gildi almenningshlaupa Almenningshlaup eru sannkölluð heilsu- hátíð. Þeir eru ófáir sem hafa byrjað sinn hlaupaferil með því að skokka stystu vega- lengdina sem boðið er upp á í öllum slík- um hlaupum. Eða hafa verið áhorfendur og þá ákveðið að næst skuli þeir vera með líka. Það þarf kjark til að taka slíka ákvörðun og standa við hana. Islenska heilbrigðiskerfið er fullkomið og dýrt en það er fyrst og fremst viðgerðarþjónusta. Forvarnarstarf er ekki mjög áberandi þátt- ur í þessu kerfi. En vart er hægt að hugsa sér betri fjárfestingu en þá að efla al- menningsfþróttir af öllu tagi til að draga úr ótímabærum hrörnunarsjúkdómum sem rekja má til hreyfingarleysis. Það er sífellt mikilvægara að sem flestir taki ábyrgð á sinni heilsu með því að stunda hóflega hreyfingu og holla lífshætti. Það er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæmt. Akurcyrarmaraþoit Á Akureyri er umtalsverður fjöldi óþekktra hlaupara og reyndar nokkrar hlaupa- stjörnur líka. Það er mikilvægt fyrir alla að gera þetta hlaup að glæsilegri heilsuhátíð þar sem allir fá notið sín, ungir og gamlir, karlar og konur, keppnisfólk og trimmarar. Umgjörð hlaupsins hefur aldrei verið glæsilegri og vonandi slær þátttakan öll fyrri met. Gaman væri að sjá Islandsmet sett á brautinni en meginmarkmiðið er að sem flestir taki þátt og nýir bætist við sem gera hlaup að lífsstíl. Það er ódýrasta, hentugasta og fjölbreyttasta heilsubótin sem völ er á. Að vera með er að sigra. HEILSUMOLAR Húökrahbaniein Um 20% allra Bandarfkjamanna fær húð- krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Af þeim fær einn af hverjum 84 illkynja krabbamein eða melanoma og er það um átjánföld aukning frá 1930 að því er talið er. Þeir sem eru í meiri hættu en aðrir eru t.d.: • Fólk með Ijóst eða rautt hár og Ijós augu. • Fólk með hvíta eða mjög ljósa húð, sem hefur tilhneigingu til að brenna eða mynda freknur. • Fólk með fjölskyldusögu um húð- krabbamein. Hafi tveir eða fleiri fjöl- skyldumeðlimir fengið melanoma, er viðkomandi í 50% meiri hættu en aðrir. • Fólk sem tekur lyf er dregur úr virkni ónæmiskerfisins. Þeir sem hafa fleiri en 5 fæðingarbletti sem eru stærri en 5mm. Sólböð Mikil sól- og Ijósaböð eru yfirleitt ekki ákjósanleg þar sem húðin þornar og skorpnar. Þeir sem búa í löndum þar sem mikil og sterk sól er, hafa oft mjög hrukk- ótta andlitshúð og þurra. Það var skyn- samlegt hjá forfeðrum okkar að forðast sólina, þó ástæðan hafi ekki verið hræðsla við hrukkur eða húðkrabbamein, en ein af stærstu ástæðum aukinnar tíðni húð- krabbameins er einimtt talin sólböð. Æfingax og ristiHinn í Harward hafa menn verið að rannsaka áhrif líkamsræktar á ristilkrabbamein og með því að athuga 50.000 karlmenn, hafa þeir komist að því að þeir sem stunda mikla líkamsrækt eru aðeins hálfdrætting- ar á við þá sem stunda litla eða enga lík- amsrækt í því að fá ristilkrabbamein. I þessari rannsókn kom líka í ljós að menn með grannar mjaðmir voru í minni hættu en þeir sem höfðu breiðar mjaðmir. Er ekki aHt 1 lagi? Geðlæknar segja að einn af hverjum fjór- um eigi við geðræn vandamál að etja. Fylgstu með þremur vinum þínum og ef það er allt í lagi með þá, þá ertu þessi eini... Það eru til á skrá yfir 900 efni sem sögð eru kveikja kynlöngun fólks. Þó eru ein- ungis fá þeirra sem staðist hafa tímans tönn. Ef gerður væri listi yfir alla þá hluti sem í gegnum tíðina hafa verið taldir valda frygð myndi hann sjálfsagt fyrst og fremst vera vitnisburður trúgimi manna og örvæntingarfulla Ieit að hinum eina og sanna ástarelixír. I gegnum aldirnar hafa menn látið sér detta í hug og innbyrt allskyns samsull í vön um áhrif til örvunar kynhvatar sinn- ar eða jafnvel í von um lækningu á getu- eða áhugaleysi sínu og maka sinna í kynlífinu. Til dæmis um það sem menn hafa neytt í þessu skyni mætti nefna asnaeistu, innyfli úr fuglum, ferskt sæði, tíðablóð að ótöldum getnaðarlimum hinna ýmsu dýra, svo sem úlfa, broddgalta og moskusuxa. Einnig höfðu menn trú á vil- likáli, lauk, ávöxtum og kryddi. ' KYIMLIF Halldóra Bjarnadóttir skrifar Að fornu og nýju Grikkir og Rómveijar höfðu mikla trú á ýmiss konar ást- ardrykkjum, sem þeir brugguðu. Sérstaklega þóttu drykk- ir bruggaðir úr „satyrion" (það er efni unnið úr skógar- brönugrasi) kraftmiklir. Talið er að slíkan drykk hafi Herkúles drukkið forðum áður en hann tók til að afmeyja 50 dætur gestgjafa síns. Þeir sem staðið hafa framarlega í erótískum Iistum eru Arabar, Hindúar og Kínverjar og bera kynlífshandbækur þeirra þess glögg merki, en þar er að finna námu upp- skrifta á kynörvandi efnum. A okkar tímum afneitar fólk oft þessum fornu fræðum á forsendu þess að ekki séu vísindalegar sannanir fyrir því að þau gerí gagn, en eitt er víst, að ástarlyf hafa miklu frekar áhrif ef við trúum á mátt þeirra og höfum til þeir- ra fordómalaust viðhorf. Þau eru ekki Iækningalyf og þarf því annað tíl að lækna kynlíf í kröggum. E-vítamín hefur stundum verið kallað frjósemisfjörefn- ið vegna þess að skortur á því getur leitt af sér ófijósemi, getuleysi og önnur kynlífsvandamál. Það er vitað að E- vítamín skiptir mildu máli fyrir heilsu manna, en kynör- vandi áhrif eru umdeild. Krydd í kynlifið Ymis krydd hafa verið talin góð, svo sem kúmen og kóri- ander, sem notað hefur verið í ástarfæði allt frá tímum Forn-Egypta. Einnig er chilípipar þekktur og talið að rétt magn geti Iosað um meiri löngun en fólk á von á, en of mikið geti Iíka kæft alla löngun. Chilfsósa er oft notuð með ostrum sem eru sívinsælt gamalt ástarlyf og einnig er chilísósa notuð í krem fyrir karlmenn til að fá stinningu. Það krydd sem talið er fjölhæfast af sterku kryddteg- undunum er engifer og talið er að sé það borðað í krist- allaformi eða sem súkkulaði sé það kynörvandi. Sú matargerð sem samsett er aðallega úr kryddi eins og chilí, engifer og hvítlauk er indversk matargerð og er því ekki úr vegi ef upplifa á rómantíska og ekki síður erótíska kvöldstund, að elda indverskan mat eða bregða sér á ind- verskan veitingastað. Heit böð með lyktsterkum olíum geta verið lostavekj- andi. Gott er að hafa baðvatnið vel heitt, svo það stfgi upp frá því gufa og þið getið andað að ykkur lyktsterkum guf- um. Best er að láta renna fyrst f baðið og setja olíuna síð- ast svo hún fljóti ofaná vatninu og Ioði þar af leiðandi við húðina þegar þið standið upp. Dæmi um ilmolíur með lostavekjandi áhrifum eru: Svartur pipar, kardimommur, rósir, salvía, jasmín, app- elsínublóm, sandelviður og ylang ylang. Halldóra Bjamadóttir er hjúkrunarfræðingur og skrifar um kynlíf fyrir Dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.