Dagur - 11.07.1998, Page 18

Dagur - 11.07.1998, Page 18
 I I I I I I I I , ! I I I I l' 34 — LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 POPPLÍFIÐ í LANDINU Magniís Geir Guðmundsson skrifar Eins og landsmenn urðu væntan- ir við um síðustu helgi var skipti á Islandi settur upp söngleikurinn Grease af atvinnu- leikhúsi, Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Skiptar soðanir eru víst á tiltækinu eftir frumsýninguna, en þegar poppsíðuritari hugs- ar aftur um tuttugu ár er kvikmyndin fræga var sýnd með John Travolta og Oliviu Newton-John, sem allt gerði vitlaust um allan heim, verður hann að minna á að ekki er um heimssögulegt sköpunar- verk að ræða, heldur skemmtilega sögu fyrst og fremst klædda í búning saklauss söngleiks. Þannig ættu menn að Iíta á þetta með skemmtana- gildið í huga og það sama má segja um íslensku útgáfuna af Iögunum úr söngleiknum og úr myndinni, sem nú er rétt komin út. En svo aðeins sé áfram talað um verkið sjálft, þá eru í aðalhlutverkum þau Rúnar Freyr Gíslason og Selma Björns, sem leika burðarhlutverkin, Danny og Sandy, en aðrir sem m.a. koma við sögu eru Hildigunnur Þráinsdóttir (stórleikara Karlssonar), Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir, Inga María Valdimarsdóttir, Jó- hann G. Jóhannsson, Halldór Gylfa- son og Pálmi Gestsson. Leikstjóri og stjórnandi með dönsum er svo Bret- inn Ken Oldfield. Um tónlistina í verkinu og þ.a.I. á plötunni sér svo hinn geðþekki, glaðbeitti og góðhjart- aði gumi, Jón Ólafsson, er pikkar líka með puttum á píanó. Aðrir hljóðfæra- leikarar eru svo Haraldur Þorsteins- son bassaleikari, Ólafur Hólm trommari, Óskar Guðjónsson saxó- fónleikari og gítarleikarar eru þeir Guðmundur Pétursson og Stefán Hjörleifsson. Engin stórsnilli skýtur upp kollinum hjá þeim við gerð plöt- unnar, „Ný danskrahljómurinn“ t.d. greinilegur (án þess að gert sé lítið úr því). En sem fyrr sagði er léttleikinn og skemmtanagildið í hávegum og það skilar sér vel á plötunni. Grease. Skemmtun fyrir unga sem aðeins eldri. Dulinn dáðamaður Igegnum tíðina hefur það þó nokkuð mikið tíðkast að tónlistarmenn hafi einhverra hluta vegna „farið huldu höfði“ eða skreytt sig ýmsum dulnöfnum og -klæðum. Eitt frægasta dæmið úr rokkinu er líklega ameríska sveitin Kiss, sem lengi vel skartaði máluðum andlitum. Hérlendis hins vegar hefur þetta ekki svo mjög tíðkast, nema hvað upp í hugann kemur nafn sveitarinnar Arblik, sem skartaði grímum og fleiru um árið og nefndu með- limirnir sig eða kenndu sig við sól og mána að því er best er munað. Nú hefur náungi, sem fer þessa dulúðugu leið og kallar sig Gálan, nýlega sent frá sér plötu er kallast, I fyrstu persónu eintölu. Nán- ari deili á Gálunni verða látin Iiggja á milli hluta hér, en ljóst er að kappinn tengist Suðurnesjun- um, gefur gripinn út hjá Rúnari Júlíussyni og út- gáfu hans, Geimsteini. Það er svo alveg ljóst, að á ferðinni er nokkuð svo hæfileikaríkur maður, því ekki aðeins semur, syngur og leikur Gálan nær öll lögin á plötunni, heldur hefur hún/hann tekið plötuna upp líka og hannað umslagið m.a. Pæl- ingapopp eða rokk er það sem kemur upp í hug- ann við hlustun á plötuna, lögin jöfn og ígrunduð að hætti garpa á borð við Mike Oldfield og Alan Par- sons, með svo ansi hreint at- hyglisverðum og hápólitísk- um textum. Tónlistina þarf þar með að hlusta vel á um leið og textarnir eru skoðaðir. Það Gá/an. Ekki svo galin. verður að telj- ast viss dáð að leggja út í svona plötugerð og er Gálan kannski þess vegna svolítið feimin við að láta sitt rétta and- íit í ljós. En burtséð frá slíkum pælingum, þá ættu þeir sem vilja gefa sætu sumarpoppinu frí, að gefa þessu verki gaum. Gamalt og nýtt Kvikmyndatónlist er sem kunnugt er stór þáttur í alheimsútgáfunni og reyndar orðin sérkapituli út af fyrir sig. Er nú svo komið að vart er gerð sú mynd að ekki fylgi í kjölfarið með tónlist úr mynd- inni, á.m.k. í hinum engilsaxneska heimi. Tónlist hefur vissulega fylgt kvikmyndum allt frá því þær voru fyrst hljóðsettar (og raunar fyrr þar sem alls kyns tónlist var leikin undir þöglu myndunum) en það er þó ekki fyrr en á síðasta áratug sem segja má að hún verði sérstök söluvara, að heilu plöt- urnar voru gerðar í tengslum við myndirnar. Upp á síðkastið er það hins vegar orðið vinsælt að grafa upp tónlist við eldri myndir og gefa hana út ýmist eins og hún kom úr kúnni á sínum tíma, eða þá að hún er endurunnin. Má segja að þetta sé enn ein hliðin á fortíðarhyggjunni, sem svo áberandi hefur verið í tónlistinni síðustu ár. „Easy listening" tón- list (eða „sleazy" eftir því hvernig menn hafa notað fyrirbærið), léttvægt fönk og sálarslegin popptón- list er eins og fram hefur komið hluti af þessu dæmi nú um stundir og þá ekki hvað síst sú sem tengst hefur einmitt kvikmyndum, oftar en ekki létthláum evrópskum, eða einhvers lags fram- sæknimyndum frá sama svæði. Nú 30 árum eftir að Jess Franco gerði myndina The Spirit of Vampyro Lesbos er tónlistin við hana komin út á geislaformi. Þar er ekki á ferðinni nein „lyftutón- list“ en engu að síður framúrstefnuleg tónlist er færð hefur verið til nútímahorfs. Utkoman er í dansformi, með trip hop/trans blæ ef það gefur einhverja vísbendingu. Ekki er samt beiniínis hægt að tala um hreina endurvinnslu. íslenskar poppfregnir *Ein af athygliverðari rokksveitum landsins um þessar mundir er tvímælalaust Mary Poppins, sú er leidd er af Gunnari Bjarna Ragnarssyni, íyrrum gítarleikara í Jet black Joe og Jets. Hefur hún á undanförnum mánuðum smátt og smátt verið að byggja upp orðstír sinn meðal annars með því að senda frá sér lögin, Shine og Loosing mind. Nú herma svo fregnir að Gunnar Bjarni og félagar hafi gert út- gáfusamning við Stöðina, fyrir- tæki/hljóðver Axels Einarsson- ar, sem eins og margir vita gerði eitt sinn garðinn frægan í þungavigatarsveitnni Icecross. Mun að sögn vera um þriggja platna samning að ræða í það Orri harðar hyggur á afrek í Dana- minnsta. Nokkuð sem spenn- veldi. andi verður að fylgjast með. ------------------ *Orri Harðarson, Skagapilt- urinn knái, sem sent hefur frá sér tvær afbragðsplötur, Drög að heimkomu og Stóri draumurinn, en hefur lítið látið á sér kræla um hríð, hefur nú ákveðið að kveðja ísland um sinn og flytjast til Danmerkur. Þar hyggst hann í rólegheitum taka upp sína þriðju plötu og mun hún ef til vill koma út á næsta ári. Orri hefur í seinni tíð unnið nokkuð í hljóðveri með öðrum tónlistarmönnum, við upptökur og fleira og það ætlar hann einmitt að gera í Dan- mörku, verður við vinnu í hljóðveri eigi langt frá Arósum. Er um að ræða gamlan bæ sem breytt hefur verið í fullkomið hljóðver. *Vinkona Orra af Skaganum, Anna Halldórsdóttir, mun líklega taka upp sína aðra plötu þarna úti, en eins og margir eflaust muna vakti hún milda athygli 1996 með fyrstu plötunni sinni, Villtir morgnar og þá sérstaklega hvað varðaði titillagið. Hvenær skífan kemur svo út er ekki vitað, en viðræður við útgefendur standa yfir. *Eins og bent var á hér á síðunni fyrir nokkru, þegar „fagnaðar- erindinu'1 um Rolling Stones var útvarpað, hefur babb komið í bátinn með komu sveitarinnar hingað til lands. Hún mun semsagt ekki koma hingað til lands 22. ágúst, eins og ætlunin var, heldur einhvern tímann í september. Þann 22. ágúst verða hins vegar tónleikar í Prag í Tékklandi. Gefur þetta tilefni til að ítreka að fólk skuli taka lífinu rólega og bíða bara eftir næstu fréttum. Þá væri æskilegt að ljósvakafjölmiðlarnir sumir hverjir slöppuðu líka aðeins af og væru bara með fregnir af þessu þegar eitthvað fer RAUNVERULEGA að gerast og sjást.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.