Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 19

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 19
T LÍFIÐ í LANDINU Kleifabúinn. Kleifaheiði er milli Patreks- fjarðar og Barðastrandar og á brún heiðar- innar, Patreksfjarðarmegin, er sú hlaðna stytta sem kölluð er Kleifabúinn. Hún er hlaðin árið 1947 af liðsmönnum í vegavinnu- hópi Kristleifs Jónssonar, sem var frægur vegavinnuverkstjóri á fjörðum vestur. En svipmót hvaða manns er styttan sögð bera og hver var bróðir þess kappa? Á Kolbeinstanga. Hvert er kauptúnið á Kolbeinstanga sem séstyfir á þessari mynd? í Viðey. Þessi mynd eru úr þeirri sögufrægu eyju, Viðey á Kollafirði. Tvær byggingar setja öðru fremursvip á eyna, þ.e. Viðeyjarstofa, elsta steinhús á ísiands, og kirkjan þar, næsteista kirkja á íslandi. Hvaða ár er stofan byggð og hvaða ár kirkjan og hvaða lands- ins kirkja erþeirri eldri? Foss á Suðurlandi. Hvaða fræga foss á Suðurlandi má sjá á þessari mynd og hvert frægðarverka Sigurjóns Péturssonar á Ála- fossi tengist þessum fossi? Þjóðgarðsvörðurinn. Konan sem fremst er á þessari mynd er yfirmaður þjóðgarðsins í Jökulsárgjúfrum, sem einmitt er 25 ára um þessar mundir. Hver er hún? 1. Hvar á landinu eru Löngufjörur? 2. Hver var sá frægi erlendi maður sem kom til lands- ins á liðnu ári og komst m.a. í fréttirnar fyrir að borða rabbarbaragraut og skyr, blandað saman? 3. Hvað heitir víkin sú í Vestmannaeyjum þar sem háhyrningurinn Keiko mun eiga dvalar- stað í næstu framtíð? 4. Hvað heita eyjarnar tvær sem eru á Þing- vallavatni? 5. Valdastaðir, Sogn, Grímsstaðir, Káranes og Eyjar. Hvar á landinu eru þeir bæir sem eru hér nefndir? 6. Hvar á landinu er bátalendingin Máríu- hlið? 7. Undir hvaða fjalli stendur Suðureyri við Súgandafjörð? 8. Irafossvirkjun, ein Laxárvirkjananna og Aburðarverksmiðjan í Gufunesi. Fyrir hvaða erlenda fjármagn voru þessi mann- virki byggð á sínum tíma - og þá hvaða tíma? 9. Yfir hvaða sveitaþorp á Iandinu nær Djúp- árhreppur? 10. Þess var minnst um sl. helgi að 25 ár voru liðin frá Iokum eldgossins á Heima- ey. Hver er hinn formlegi goslokadagur? Svör: ‘£Z,6I J[nf '£ jba uuunSBpejjojso0 'OI •æqeA\pjA<j -g (•uegts jeuuuepjeCiÁjssuiioL] uin -8uiumi3.il] i ntu3[ uias uingpftj njjisA uu3uieþ[jaepueg utas gojsQesSetj -jefj egæj ge tun jba jecj ua ‘npujauoAS eu|d]efq-]]eqsjB[,\! jijáj ‘uinunjesgjjjs -jijja e js gecj ‘0S61 Jijja jsnej je\)88Aq moA isaunjn^ j uefgiuisqjaAjejunqy 8o um jjnds nja jaq uiss jiubCsjjia jæq '8 •iqidg nui][efj Jipun jnpusjs gjofjepueSns qia unjdneqjej/Cainijng ■ j_ •gijjs njæA jeSuipua] ]ij i\)jÁ]iqs 8o jdæj gecj igæjs jjo jjpcj epuo ‘jijja Qecj qqaS 8o nSuipuaj i jsejej diqs jecj ipuÁui lajpje \>e igijqnjjejy ipSjÁj u8os ng -jeujjpje um e8ui[æpjÁj\[ edpjs -eje uuauijoj njusj jecj ua ‘ipueseuiiaq -]p§ e jesjnqof esp piA js gi]qnjjej\[ -g 'IBAH 9D S9Í>I J nja Jíæ<T Jjssaíj J!UV •Áaefsaf^ 8o Áopueq nja iujeAej[eA8ui<j e jæAj leujefAg -p ■qiASjjspj •£ •uin -pjpfqnqpf i jnjssA jeSuijSiseqefeq qla njOA Jiocj jeSocj jjpi epæjsias ueuuacj ipegjoq mnujs uinSojpj juiese 'uias u8uÁ uuiq Ápauu3\| g uqof jba pe<j •£ •euueuiejsaq piaj -giaj [æsutA 13 læcj uiq ’iecj uuipues uejnSpnei jijáj jejqqscj ma 8o isausjpj -æu§ npiSAueuuns e nia jnipjjnSupq •[ •je jnSofj qs uinjjnf]8jes]n -qof i jepjBASjeSppfcj ijiejs j8us8 injaq unq ua ‘iijjppsuueqpf eqsjq jnpnicj -8i§ J3 uin jinds ia Jpq uias ueuo'yj * •jeuuuepje uinie iijsjáj e uinuissoj Jipun uinujAq t peqidÁsjs jps qqaj ‘ssoje]y qia jn -puuaq ‘uossinjpg uofjn8i§ léSscj qjba j8æij us ‘uinjjofjejÁg iipun ssojspue] -ef]3§ J3 puAui e jsps ipq uiss uuissog * •upp luuaq jepejjefjj j uin -[Ojq e uefqjiqmpp ja mnþjiiq suispuej jy -g88Aq efqjiqjefÁapi/y jba lya [ pue ‘jepis mme uefjifj '££/,1 Q!J9 ja ‘ipuejsj e snquiajs ejsjs ‘ejojsietÁ3pi/\ * •iijÁ jsas ipq mas eSuejsuisq -jo\] e unjdneqjepjeCfeudo/\ js ge<j * •jeuunjsæSsiSjaqpueq eusq -dpjs squig ‘eddeq eSæij ssocj iipojq iba uueq ua ‘puojjsepieg e e8ejj i suuemSuicj ‘jeuossiajojsiiyi jeuoqejj jomdiAS eiaq inp8es J3 uuinqejisjq y LAIMD OG ÞJÓÐ Sigurður Bogi Sævarsson skrifar LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1998 - 3S Flu^uveiöar að sumri (75) Urrandi veiðileysi Við vorum að spjalla nokkrir veiðimenn um daginn. Um það hver væri forsenda fyrir góðum veiðitúr. Einhvern veginn komum við því á framfæri við hvern annan að frumforsendur væru þijár: 1) Veiði, 2) upplifun náttúru, 3) góður félagsskapur. Einungis þyrfti að uppfylla tvö af þessum þremur skilyrðum til að veiðitúr teldist vel heppnaður. Til að mynda væri afli - ekki forsenda fyrir góðum veiðitúr, svo fremi sem maður nyti náttúru og félagsskapar. En þegar ekkert veiðist og veðrið er vont? Ja, þá reynir aldeilis á góðan félagsskap. Veiðileysi Eg Ienti í urrandi veiðileysi í vikunni. Því versta sem ég hef lent í Iengi. Við vorum fjögur, góðir félagar, og veðrið var alla vega: gott, hrikalega vont, og allt þar á milli. Svo ekki var út á upplifun á náttúr- unni að setja. En veiðin var slöpp. Þvert gegn væntingum. Eg var nefnilega í þessu vatni um daginn, fékk góða veiði tvisvar, og þóttist meira að segja mæta til leiks al- veg sérlega vel undirbúinn að þessu sinni, bæði með aðferð og flugu sem ég taldi mundu virka fullkomlega. Og byrjunin lofaði góðu. Eftir nokkur köst kom fín bleikja á land. En svo dó allt. Enginn varð var. Rjóma- logn lagðist yfir vatnið; um daginn var hér vakandi bleikja um allt - núna sást ekki hringur neins stað- ar. Þetta var mikið undrunarefni. Og engin taka. EkM batnaði það Daginn eftir átti morgunstund að gefa gull í mund. Suð-austan sex og grenjandi úrhellis rigning. Hann reif sig upp f enn meira rok beint inn á uppáhalds víkina. Við fórum út með, inn með, köstuðum uppí vind og undan vindi, þyngdum púpum og léttum flugum. Sökktum kúluhausum með löngum taumi svo púpurnar strykjust við botn, settum þurrflugur út í öldurótið. Vindurinn færð- ist til vesturs og nú varð skýlt undir hrauni, á speglinum sást ekki líf. Það rigndi og stytti upp á vfcl. Svo fór vindur alveg í vestur og herti, og síðan sljákkaði í, og í hvert skipti sem veðrabrigði urðu óx von, sem aftur dofnaði um leið. Eg lét fluguna reka, dró hana mishratt inn, horfði, hlustaði, spáði. Ekkert, uns ein- hvern tímann um morguninn kom ein bleikja og við þyrpumst kringum hana til að athuga hvað væri í maganum. Ekkert! Hún var tóm. Þetta var væn bleikja komin í riðbúning, hætt að éta og byrjuð að búa sig undir hrygningu, flugan hafði líklega ónáðað hana þar sem hún lá við botn - leyndarmál vatnsins var enn óleyst. Leiðinlegt? Er svona stúss ekki Ieiðinlegt? Rok, rign- ing og engin veiði. Astandið hefði verið slæmt ef maður hefði ekki vitað fyrir víst að þarna var fiskur. Þá hefði maður kannski fyllst vonleysi, pakkað og farið. En þarna var fiskur, því þarna var fiskur fyrir nokkrum dögum og þarna er alltaf fiskur. Og veiðileysið hætti að snúast um aflaleysi og óx upp í heljarmikla ráðgátu: hvað veldur eiginlega? Hvers vegna kem- ur engin fiskur upp í yfirborð þegar hlýtt er í veðri? Og ef hann er niðri í djúpinu út af ölduróti eða æti, hvers vegna tekur hann ekki þessar Iíka fínu flugur og púp- ur sem strjúkast við botn? Þær sömu og hann hefur alltaf tekið? Nei, þetta var ekki Ieiðinlegt. Þarna stóð maður og velti fyrir sér þessari miklu ráðgátu. Ein bleikja rakst á stöng þarna um kaffileytið, en slapp, þetta var slys. Leyndarmálið var óleyst. Og svo... ...vorum við hörkudugleg og hristum hausinn og skildum ekkert í þessu. Fyrr en vindur snérist til norðurs og var kom- inn heilan hring, og datt niður í nánast ekki neitt. Bingó! Það var á. Tvær á næst- um sömu mínútu á tveimur stöngum. ITana! Nú er komið skot, loksins. Og við köstuðum í erg og gríð og hömuðumst áfram því nú var komið skot. Nema það var ekkert skot. Bara tvær bleikjur sem álpuðust á stangir. Klaufaskapur að kíkja ekki inn í þær strax, en svo örugg vorum við að nú væri kominn hittingur að við bárum það ekki við. Ég var að spá í það... ...þennan dag hvers vegna mér þætti þetta ekki leiðinlegt. Félagsskapurinn fólk sem ég hef þekkt í áratugi - ekkert óvenjulegt við hann. Veðr- ið aburðavont með köflum, en maður kann að klæða það af sér, jafnvel bara gaman þegar lætin eru mikil ef maður vöknar ekki og Ioft er sæmilega hlýtt. Tvær af frumforsendunum voru sem sagt til staðar, en þær gerðu ekki úts- lagið. Og þriðja frumforsendan - aflinn - var alls ekki með. Samt var gaman. Það er eitthvað við það að glíma við svona ráðgátu sem er spennandi. Maður er stöðugt að hugsa, reyna, spá í: veður, vind, sól, regn, fugla, fiska, vatn, flugur, línur, aðferð, nýjan veiðstað, aftur það sama... Það er enginn tfmi til að láta sér leiðast. Því einhvers staðar er lykill. Að kjafti fisksins. Vongleði Lykillinn að öllu saman er vongleði veiði- mannsins. Þessi bjartsýni sem liggur í hverju kasti og endumýjast með reglulegu millibili, í hvert skipti sem eitthvað breytist - af manns eigin völdum eða náttúru. Sam- spilið er stöðugt og alltaf er þetta „alveg að koma“, nánast í næsta kasti, ef ekki þessu. Og tilhlökkunin að komast inn fyrir vamar- múra náttúmnnar svo mikil, og sannfær- ingin svo sterk - fyrir því að það sé hægt, bara ef maður reynir nógu mikið. Kannski... ...leysti ég gátuna. Eg veit það ekki. Klukkustund áður en veiðidegi lauk var ég búinn að láta þurrflugu skauta á logn- spegli, færa sig yfir á gráð, og sökkva henni síðan niður fyrir öldufaldinn - án þess að nokkuð gerðist. Tók litla púpu, græna, smærri en ég hafði notað áður. Kastaði yfir kunna fiskislóð, vindurinn gáraði vatnið og ég lét flotlínuna reka und- an. Þá kom hún. Krufningin leiddi í ljós að hún var full af agnarsmáum grænum lirfum. Ég átti ekkert eins, en púpan mín var nálægt. Eg hef ekki hugmynd um hvort þetta hefði dugað til að veiða. Tím- inn var úti, næsta gengi var mætt á bakk- ann og fékk að kíkja á bleikjufæðið áður en þeir byijuðu. „Rykmýslirfur" sögðu þeir. Þá vitum \ið það. FLUGUR m Stefán Jón Hafstein skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.