Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 21

Dagur - 11.07.1998, Blaðsíða 21
Tk^iir ■■11 LAUGARDAGUR ll.JÚLÍ 1998 - 37 RAÐAUGLÝSINGAR A T V I N N Knattspyrnufélag Akureyrar, KA Óskum eftir að ráða í eftirtalin störf fyrir KA: Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins, markaðssetningu, ráðningarsamningum, fjármálum og öðrum þeim málum sem starfinu tilheyra. Leitað er að sjálfstæðum og dugmiklum einstaklingi með reynslu af stjórnunarstörfum og fjármálum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. í boði er áhugavert og krefjandi starf. Umsjón eigna, húsvarsla Óskað er eftir starfsmanni til að annast húsvörslu, viðhald og umsjón eigna á íþróttasvæði félagsins. Um er að ræða vaktavinnu. Vinnutími er frá kl. 7.45-15.45 og frá kl. 15.45-23.45 virka daga auk þriðju hverrar helgar. Leitað er að dugmiklum og reglusömum einstaklingi sem á gott með að umgangast fólk. Viðkomandi þarf að geta hefið störf sem fyrst. i boði er áhugavert og líflegt starf. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf óskast sendar til KPMG Endurskoðunar Akureyri hf. fyrir 21. júlí nk. Með allar umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trún- aðarmál. Öllum umsóknum verður svarað. KPMG Endurskoðun Akureyri hf. löggiltir endurskoðendur Glerárgötu 24 • sími 462 6600 • 600 Akureyri Ráðsmannshjón í Viðey Störf ráðsmannshjónanna í Viðey eru laus til umsóknar. Þau eru m.a. fólgin í almennri gæslu eyjarinnar og mannvirkja Reykjavíkurborgar í Viðey. Hjónin annast reglubundið eftirlit með ástandi húsa og annarra mann- virkja, hafa umsjón með öllum búnaði og annast minni- háttar viðhald. Þá ber að telja heyskap, sorpflutninga og þrif úti við, einnig aðstoð við fólks- og vöruflutninga að og frá Viðeyjarstofu. Starfinu fylgir íbúð og áskilið er, að hjónin hafi lögheimili og fasta búsetu í Viðey. Þau hafa bát til umráða og fá nokkurn akstursstyrk vegna útréttinga í 1andi. Störf þessi gætu t.d. hentað fólki, sem vant er bústörfum. Starfið hefst 1. október nk., en æskilegt er að umsækj- endur geti hafið þjálfun 15. september. Umsóknarfrest- ur er til 31. júlf. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Þórir Stephensen staðarhaldari. vs. 568 0573, Atvinna Au-pair - Noregi - óskast til íslenskrar fjölskyldu með 4 börn (2ja-10 ára) frá miðjum ágúst. Þarf að vera barngóð, reyklaus og með bílpróf. Upplýsingar í s. 0047-3284-7084. Umsóknir sendist á afgreiðslu Dags merktar „Au-pair Noregi'1 fyrir 22. ágúst. Óskum eftir að ráða sölumann í verslun okkar sem selur meðal annars heimilistæki Starfið er fjölbreytt, sölu-, lager- og útkeyrslustörf. Viðkomandi þarf að vera snyrtilegur og umfram allt þjónustulundaður. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir þar sem koma skulu fram upplýsingar um fyrri störf leggist inn á afgreiðslu Dags í Strandgötu 31 eigi síðar en 15. júlí, merkt 0109. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við grunnskóla Hafnarfjarðar: Víðistaðaskóli: Staða bókavarðar. Æskilegt er að umsækjandi sé menntaður bókasafnsfræðingur. Upplýsingar gefur Sigurður Björgvinsson í síma 899 8530. Öldutúnsskóli: Staða námsráðgjafa (1/2 staða). Kennsla í ritvinnslu (1/2 staða). Kennsla samfélagsgreina á unglingastigi (2/3 staða). Upplýsingar gefur Viktor A. Guðlaugsson í síma 566 8648. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 24. júlí. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs Hafnarfirði. Ú T B 0 Ð AKUREYRARBÆR ÚTBOÐ Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í að byggja 4. áfanga Síðuskóla við Bugðusíðu. Grunnflötur byggingarinnar er 655 m2 og kjallari 233 m2, samtals 888 m2. Verkið skal hafið strax og tilboði hefur verið tekið og vera að fullu lokið 1. ágúst 1999. Útboðsgögn verða seld á Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks Kaupangi við Mýrarveg frá og með mánudegin- um 13. júlí nk. á kr. 30.000,-. Þeim sem skila fullgildu tilboði verða endurgreidd gögnin að fullu. Tilboðin verða opnuð á byggingadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, fjórðu hæð, föstudaginn 24. júlí nk. kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Byggingadeild Akureyrarbæjar. F 0 R V A L Forval um gerð samanburðartillagna að viðbyggingu við Árbæjarskóla Auglýsing Byggingadeild Borgarverkfræðings f.h. bygginganefndar skóla og leikskóla óskar eftir umsóknum arkitekta/teiknistofa um gerð samanburðartillagna vegna viðbyggingar við Árbæjar- skóla. Rétt til þátttöku í forvalinu hafa allir þeir sem rétt hafa til að skila inn aðaluppdráttum til bygginganefndar Reykjavíkur. Valdir verða 4-5 þátttakendur til að gera samanburðartillögur. Við val á þátttakendum verður færni, menntun, reynsla, af- kastageta og hæfileikar til samvinnu og stjórnunar ásamt ár- angri í samkeppnum lögð til grundvallar. Byggingarnefnd skóla og leikskóla mun velja þátttakendur í gerð samanburðartillagna. Forvalsgögn liggja frammi hjá byggingadeild Borgarverkfræð- ingsins í Reykjavík, Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 13. júlí 1998. Umsóknum skal skila til byggingadeildar Borgarverkfræðings- ins í Reykjavík, Skúlatúni 2, fimmtu hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16.15, þriðjudaginn 21. júlí 1998, merktum: Forval um gerð samanburðartillagna að viðbyggingu við Árbæjarskóla. Ý M I S L E G T Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 15. ágúst nk. Farið verður um Kjalarnes, komið við í Hvammsvík, síðan ekið til Nesjavalla; Nesjavallastöðin og framkvæmdir skoðaðar. Að lokum verður stansað í Heiðmörk og stöðvar Vatnsveitu Reykjavíkur skoðaðar. Nánar auglýst síðar. Fulltrúaráðið. Dvalarleyfi í Canada Með því að fjárfesta í „Fleet Rent a Car“ sérleyfi (franchise) er þér tryggt dvalarleyfi í Canada, jafn- vel þeim sem ekki hafa hreint sakavottorð. Heildar- fjárfesting er 50.000 Kanadískir dollarar eða um 30.000 US$. Hægt er að fá frekari upplýsingar með því að skrifa til: 5950 Bathurst Street, Suite 1009, Toronto, Ontario, Canada M2R IY9 eða með því að hringja í síma 416-667-1676 eða með því að senda símbréfí 416-667-1467.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.