Dagur - 31.07.1998, Síða 11

Dagur - 31.07.1998, Síða 11
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 199 8 - 27 Vhyptr. iilatar UMSJÓN: HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR gaftid Þeirsem vilja hafa með sérglæsilegt nesti íferðalagið eða útileg- una um helgina ættu að úíbúa danskt „smörrebrauð“. Danska smurbrauðið er ekki bara brauðsneið með áleggi, það er heil máltíð út af fyrir sig. Að sögn Jakobs Jakobssonar og Guðmundar Guðjónssonar á Jómfrúnni, sem sérhæfir sig í dönsku smurbrauði, þá er áhuginn mikill á þess háttar matar- gerð enda þykir hún öðru- vísi. Danska smurbrauðið er runnið undan rifjum gam- allar hefðar og danskrar nýtni þar sem matarmikil brauðsneið var útbúin sem hádegisverður úr afgöngum kvöldsins áður. Yfirleitt var þá um steik að ræða ofan á brauðið ásamt ýmsu með- læti en úr þessari hefð þró- aðist með tímanum lúxus matreiðsla á veitingahúsum. Það eru Jakob og Guð- mundur sem gefa lesendum Matargatsins hugmyndir að girnilegu dönsku smur- brauði sem hægt er að hafa með sér hvert á land sem er, fyrir utan það að njóta þess auðvitað bara heima í garði með góðum drykk. Kjúklingabringa á ristnðn branði alfa-alfa spírur svartar ólífur súrar smágúrkur kryddmajones: 2 dl majones 1 dl sýrður rjómi A tsk. svartur pipar 'á tsk. salt 1 tsk. HP sósa 1 tsk. ensk sósa 1 tsk. Maggi aroma sósa 'A-1 tsk. sterkt sinnep túnfisk„dressing“: kryddmajones niðursoðinn túnfiskur í olíu sítrónusafi Notaðir eru tveir hlutar af tún- fiski móti einum af majonesi, Þær eru glæsilegar dönsku smurbrauðssneiðarnar hjá Jakobi Jakobssyni á Jómfrúnni. Ekki spillir fyrir að setja þær í fallega og „elegant" nestiskörfu og skreppa í lautarferð. Hafa skal í huga að svona brauð er ekki stíft úr hnefa eins og Jakob segir og þegar það er borðað má ekki gleyma köflótta dúknum, hnífapörum og diskum sem eru nauðsynlegir fylgihlutir. Öl og snaps má ekki gleyma. mynd: e.ól. sítrónusafi er eftir smekk. I stað kryddmajones má nota kryddað- an sýrðan rjóma. A brauðið fer salatblað, þá skorin kjúklinga- bringa í sneiðum sem raðað er á jaðra brauðsins. Túnfisk,,dress- ingin" fer á milli, síðan bauna- spírurnar, ólífurnar og gúrkurn- ar, allt eftir smekk hvers og eins. Krabbasalat á rist- uðu brauði 200 g kryddmajones 300-400 g niðursoðið krabbakjöt, t.d. tælenskt 300 g fínt saxaðir súrimí teningar (fást frosnir) súrimí krabbaflögur (fást frosnar) 'A dl koníak 50-100 g aspas e.t.v. smá sítrónusafi Allt hráefnið er hrært saman og blandað eftir smekk. Salatið þarf að vera fremur þykkt. Súrimí krabbaflögunum er raðað til skrauts á diskana, salatið í miðj- una en annars skal hugmynda- flugið ráða skreytingunni. Sítróna og dill passar vel við. „Bombey“- kjúklingasalat soðinn eða steiktur kjúklingur, brytjaður 400-500 g kryddmajones 100 g soðin hrísgtjón (í vatni og karrýi) niðursoðinn aspas, í bitum ___________£gg__________ tómatur ananas reyktur Iax kavíar Öllu er blandað saman og salat- ið haft fremur þykkt. Brauðið er ristað og smurt. Salatblað lagt yfir það og síðan salatið ofan á þannig að það fylli alla brauð- sneiðina. Tómat- og eggjabátum raðað í eins konar stjörnur og ananashringur Iagður ofan á. Þar næst kemur laxarós og kaví- ar ofan í ananasinn. Beikon og camem- bert á rúgbrauði beikon camambertostur tómatar paprikur vínber e.t.v. jarðarber, radísur, títtu- berjasulta 4 beikonsneiðar eru lagðar á smurt rúgbrauð, þ\'í næst ostur- inn í bitum eða sneiðum. Papriku, vínberjum, radísum og tómötum er komið haganlega fyrir og allt toppað með sult- unni. Jakob „smörrebrödsjomfru" segir þetta að lokum. „Hættið öllum áhyggjum að majonesið sé fitandi. Olían er smurolía líkam- ans og kólesterólíð í egginu sem þykkir olíuna er eingöngu vandamál þeirra sem eiga við hjarta- og æðasjúkdóma að stríða.“ Verði ykkur að góðu.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.