Dagur - 12.09.1998, Síða 2
V - h e 9 i s» s n w si: q a v. c »
18-LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Landinn var himinsæll með úrslitin í leik FrakMands og íslands
síðasta laugardag, „clsku kallinn minn“ eins og frægt er. En ætli
Þórunn Gestsdóttir hafi ekki orðið ájiægðust? I spurt og svarað í
þessu blaði komst lnin glettilega nærri því sem átti eftir að gerast
síðar um daginn, spök kona!
Fleira um lcikinn: Það var ekki hátt ris-
ið á frönsku leikmömiunum þegar þeir
komu upp á hótel en þaö átti eftir að
breytast. Um kvöldið voru þcir í ut-
göngubanni þjálfarans sem sat í anddyri
og gætti þcss að enginn slyppi út. Það
gerði liðið hins vegar, undir Iciðsögn ís-
lenskrar konu sem þckkti hakdymar, og
brunuöu fjóiir leigubílar á Astró til að
kamia hvort hægt væri að bæta upp
jafntelfið með sigrum á öðrum vett-
vangi.
Eftir góða dvöl á Astró snéru 12 (!)
leigubílar tilbaka og nú hafði kvcnþjóðin
ákveðið að bæta frökkunum upp það
sem úrskeiðis hafði farið íyrr um kvöld-
ið. Sá sigursælasti í hópnunt var mcð ijórar með sér en eftir því
sem helgarpotturhm kemst næst þótti það of stór skammtur fyrir
siðgæðisvörð hótclsins. Hamt dró mörkin við eina. Sá franski úllen
dúllen doffaði hópinn, kyssti þijár bless en hafði þá heppnu með
sér upp til að sýna frímerkjasafnið sitt.
í gærkvöld má búast vió að hafi verið íjör í Inghóli á Selfossi því
eins og Sunnlenska fréttablaðið auglýsti var fjöriö svona:
„Skemmtistaðurinn Astró mætir í Inghól á föstudagskvöldiö." Á
meðfylgjandi myndum var hellingur af ungum stúlkum með sítt
ljóst hár og blíð bros. Meðal skemmtiatriða voru „eskimo models
með flottustu píurnar". Gangstéttadömumar hafa sem sagt kymit
sér landsbyggðina í gærkvöld, vonandi cr Inghóll nógu „liip“ fyrir
„skemmtistaðiim" Astró, flottustu píuniar og „dj. svala og r&b
meistari fm9S7“. Sem rcyndar er ekki að efa. Selfoss hefur aldrei
verið náplcis, höfuðvígi Guðna Ágústssonar og Þorsteins Páls-
sonar.
Og úr bæjarslúðrinu kemur þessi: Jón
(Skífan) Ólafsson er að stofna kvenna-
blað.
Á riststjómarskrifstofu Dags er blaða-
maður sem heldur stfft með einu liðanna
í enska boltanum, Haft er í flimtingum aö
það eina sem þeir Clinton forseti eigi
sameinginlegt sé að halda meö Totten-
ham!
Meira um Clinton:
í gærkvöld átti að
setja skýrsluna um framferði í „The oral
office" á Netið svo hcimsbyggðin gæti sett
sig inn i heimsmálin. Þeir sem vom biínir að
afpanta bláa spólu fyrir kvöldið ættu þó að
hugsa sinn gang, fullyrt er að svæsnustu lýs-
ingamar verði felldar út.
Kvfkmyndin eftir
skáldsögu Steinunn-
ar Sigurðardóttur,
Tímaþjófnum, fær
heldur misjafna
dóma en feiknalega athygli í Frakklandi.
Steinunn getur vel við sinn hlut unað því
þótt gagnrýnendur séu heldur súrir í mynd-
ina hrósa þeir bókinni í hástert. Hún kemur
nú endurútgefin á frönsku þessa
dagana.
Blaðameim þurfa að vera flinkir með orðin. Sá góðkunni blaða-
maður Jóhanncs Sigurjónsson á Húsavík, Víkurblaðskóngur,
kann að nota sín orð vel. En hann skrifar ckki bara óbundið mál,
þvi á nýútkominni plötu Sveins Haukssonar, Sólfmgur, era fjórir
af sjö tcxtum eftir Jóhannes.
V
Þóruim Gestsdóíílr
sveltarstjóri fíimfarflaröar.
já, það
íietla ég að
gcra, en i
sjónvarpi.
Eg hdd
aó sjálf-
sögdu
með ís-
líindi og
úrslitín
verða
jafntefli, 1*1. Ætli Ríkharður
Daðason skori ekki mark ís-
iands, endcT vjjr hann í KR þó
hann sé ná I Norcgjt/*
Þórunn Gestsdóttir.
DJ Lee heitir réttu nafni Lee Ching. Kínverska ættarnafnið er frá fósturföður hans komið. Lee er einn af færustu Drum
& Bass plötusnúðum Bretlands í dag. mynd: teitur.
Tónlist í stöðugri
endumýjun
DJ Lee ereinn affærustu Drum &
Bass plötusnúðum Bretlands. Hann
kom hingað til að taka þátt í
Jazzhátíð íReykjavík. Hann sló í
gegn á skólaballi íHamrahlíð í vik-
unni og á Gauknum ígærkvöldi.
Þar verður lifandi Drum & Bass
tónlist í kvöld.
„Ég byrjaði sjálfur að hlusta á destroy, techno og
hip hop um 1989, þegar rave kvöldin voru að
byrja,“ segir DJ Lee, einn af fáum plötusnúðum
sem gengur undir réttu nafni! „Upp úr því byrjaði
ég sjálfur að snúa plötum. Á þessum tíma var ým-
islegt að gerast og upp úr 1990 þróaðist Drum &
Bass tónlistin smám saman út frá þvT sem var í
gangi. Fyrst var þessi tónlist með raggí laglínum
en ég og fjórir aðrir plötusnúðar vorum ekki hrifn-
ir af röddunum, vildum ekki hafa þær með. Við
stofnuðum eigin klúbb, Speed í West-End og
þangað komu þær örfáu hræður sem höfðu áhuga
á því sem við vorum að gera. Allt í einu var staður-
inn svo kominn í tísku og allt varð yfirfullt. Áður
en við vissum af vorum við farnir að ferðast um
allan heim til að djamma.“
Hvað laðaðifólk að Drum & Bass?
„Tónlistin var ný og ólík öllu öðru sem var í
boði. Það sem heillar mig mest er hve ört tónlistin
endurnýjar sig. Það er alltaf eitthvað nýtt að ger-
ast, engin stöðnun, eins og í rokkinu. Eða finnst
þér ekki að Oasis séu að gera hluti mjög áþekka
Rolling Stones?
Drum & Bass virðist höfða til ótrúlega breiðs
hóps því við fáum inn allskonar fólk, bæði uppák-
lætt með bindi og í hjólabrettafötum. Kannski það
ýti undir vinsældirnar hvað áheyrendahópurinn er
breiður.“
Ertu sáttur við að vera hér á djasshátíð? Er hægt
að tengja tónlistina við djass?
„Ronnie Scott, einn af fremstu Drum & Bass
plötusnúðunum, sem líka er framleiðandi, er álit-
inn djassisti. ÖIl helstu djasstímarit hafa birt um
hann greinar. En Drum & Bass er meira í ætt við
nútímadjass en hefðbundinn og í raun hægt að
taka hvaða tónlistarstefnu sem er og nota hana í
Drum & Bass.“
Geturðu iitskýrt hvers vegna plötusnúðurinn er
svona mikilvægur?
„Plötusnúðurinn kemur tónlistinni á framfæri.
Það eru kannski 50 framleiðendur sem búa tón-
listina til og helmingurinn er virkilega góður. Þetta
er lítill heimur og ég þekki flesta. Ég get því geng-
ið inn til framleiðanda og fengið tónlist á spólu
um leið og hún er tilbúin. Ég læt pressa fyrir mig
eintak af plötu, sem kemur ekki í verslanir íyrr en
sex mánuðum síðar. Ég spila plötuna í Blue Note,
klúbbnum sem tók við af Speed. Þangað kemur
fólk allsstaðar að á sunnudagskvöldum til að heyra
það allra nýjasta af drum & Bass tónlist." -MEÓ
Maður vikiiiniar
er Haílur
Hið hlýlega og einlægafékk loks almennilega uppreisn æru á
vettvangi alþjóðaviðburða. Hallur Hallsson hefur tekist á viðfá
veigameiri verkefni en túlka tilfinningar og hugarástand Keikóvina
á örlagastundum eins og þegar hótunarbréf berast,
flugvélar brotna, höfrungur blæs.
Allt hefur hann gert snyrtilega og af prúðmennsku og hjartans
einlægni. Ævintýrið hefði verið snöggtum svipminna án hans.
Hallur, þetta var þín vikal Nú er bara að fá Pétur Pan í
Húsdýragarðinnl