Dagur - 12.09.1998, Síða 6
v s »• o r o •a o f>». ’■% *r u *a '• c t ti «_> » n n » r. i t
22 - LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Dnptr
„Ég tók þá ákvörðun þegar ég settist í stól þingforseta að taka ekki þátt ípólitískum rökræðum í ræðustól. Ég gerði mér grein fyrir að ég var að setja mig í nokkra hættu í mínu kjördæmi því þar
vilja menn að maður skipti sér af öllu.“ - mynd: e.ól.
Ólafur G. Einarsson mun senn láta af
störfum semforsetiAlþingis. Víst erað
hans verður sárt saknað því hann hefur
verið einkarfarsæll í því staifi. í viðtali
við Dag lítur Ólafuryfirfarinn veg og
ræðirumpólitíkina og íslenska stjóm-
málaskömnga.
Ég veit að þú dtt listrænar hliðar
sem ekki allir vita af, og mér er
sagt að þú teiknir sjúlfur þín jóla-
kort.
„I skóla, og sérstaklega
menntaskóla, hafði ég mjög
gaman af að teikna með kolkrít
og túss. Síðan hef ég lítið sinnt
þessu gamla áhugamáli en teikn-
aði um tíma jólakort sem ég
sendi nokkrum vinum."
Datt þér aldrei í hug að þróa
teiknihæfileikana og gerast lista-
tnaður?
„Nei, sem betur fer þekkti ég
takmörk mín á listasyiðinu."
Þú gerðist ekki listamaður
heldur fórst í lögfræði, af hverju
farið þið sjúlfstæðismenn allir í
lögfræði?
„Það stóð alls ekki til að ég
færi í lögfræði. Af einhverri mis-
skilinni hugsjón... æ, ég veit ekki
hvort hún var misskilin... þá
komst aldrei neitt annað að hjá
mér frá því ég var barn en að
verða læknir.“
Þuð get ég vel fmyndað mér, þii
ert dúlítið læknislegur að sjd.
„Já, þú segir að ég sé læknis-
legur. Þá get ég sagt þér frá því
að þegar ég fór að kveðja minn
ágæta skólameistara í MA, Þór-
arin Björnsson eftir stúdents-
próf, spurði hann mig hvaða
námsgrein ég ætlaði mér að
stunda. Eg sagðist ætla að fara í
læknisfræði. Þá þagði Þórarinn
Iengi og sagði loks: „Læknis-
fræði? Já, þú hefur ágæta fram-
komu í það.“ Eg hélt að þetta
væri hrós og áttaði mig ekki á því
fyrr en tveimur árum seinna að
hann hefur séð íyrir að ég mundi
ekki endast í náminu.
Að nafninu til eyddi ég tveim-
ur árum í læknisfræði en ég var
hyskinn við námið og fann fljótt
að ég myndi ekki endast þar. Ég
skipti því yfir í lögfræði. Reyndar
höfðu bekkjarsystkini mín í
menntaskóla mörg hver gengið
út frá því sem gefnu að ég færi í
lögfræði. Ekki veit ég af hverju,
ég býst \ið að þau hafi séð það
sem ég sá ekki, að ég myndi
seinna leiðast út í pólitík. Eg var
þó ekki í hópi þeirra manna sem
fóru í Iögfræði til að greiða göt-
una í pólitíkinni. En það vill
enginn trúa þessu og ég sé að þú
gerir það ekki heldur."
Ég hélt Itannski að þú hefðir
farið í lögfræði til að verða ríkur.
„Nei, ekki heldur. Ætli ég hafi
ekki farið í lögfræðina því ég
vissi að ég myndi ljúka námi þar
mun fyrr en í læknisfræðinni."
Þar voru Giumar og Geir...
Eftir lögfræðipróf varstu sveitar-
stjóri í Garðahreppi í tólf dr og
settist svo a þing árið 1971 fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Hver var þá
fyrirferðarmestur þingmanna ?
„Eg kom inn á þing þegar
tímabili viðreisnarstjórnarinnar
var lokið og vinstri stjórn Olafs
Jóhannessonar tekin við. Það er
enginn vafi að sá maður sem þá
var mest í sviðsljósinu var Jó-
hann Hafstein. Hann var for-
maður Sjálfstæðisflokksins og
foringi stjórnarandstöðunnar
ásamt Gylfa Þ. Gíslasyni, og
báðir voru þeir afskaplega
skemmtilegir ræðumenn. Það
sama má segja um Benedikt
Gröndal, Geir Hallgrímsson,
Magnús Jónsson frá Mel og
Hannibal Valdimarsson, ásamt
LúðMk Jósefssyni og Magnúsi
Kjartanssyni. Svo nefni ég Ey-
stein Jónsson sem sat á forseta-
stóli."
Vorn þetta ekki meiri skörung-
ar en stjórnmálamenn dagsins í
dag?
„Það er stundum eins og fjöl-
miðlamenn telji að hér á árum
áður hafi þingmenn verið svip-
meiri persónuleikar og meiri
ræðuskörungar en nú er. Eg hef
efasemdir um það. Eg efast til
dæmis um að eldri þingmenn
hefðu klárað sig í hörðum fjöl-
miðlaheimi eins og þingmenn
gera núna flestir hverjir. Ég veit
að á fyrstu dögum sjónvarpsins
vildu þingmenn fá spurningarnar
sendar heim áður en þeir komu í
viðtalið. Menn komast ekki upp
með það núna.“
Varstu hlédrægur ungur þing-
maður?
„Ég held að það megi segja að
ég hafi farið varlega af stað á
þingi. Ég hafði ekki meira álit á
mér en það, að ég taldi mig
þurfa tíma til að aðlagast að-
stæðum og fór varlega á fyrsta
kjörtímabili mínu. Ég hef stund-
um undrast hvað nýir þingmenn
telja sig koma alskapaða inn í
þetta sérkennilega andrúmsloft."
En ertu ekki fremur vatfærinn
og gætinn að eðlisfari?