Dagur - 12.09.1998, Side 8
24 - LAVGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
L
wg með
allir í þjóðbúningum að
iaðu. Fyrsti skóladagurinn a
ju hausti er mikil hátíð. Bornm
skioa sérstakan sess.
Fjölskyldan í heimsókn á Akureyri.
Eðlilegast að mynda þau við smá-
bátahöfnina því samgöngur á
Grænlandi byggjast á bátum.
Áslaug níu ára, Dóra sautján ára,
Gunnar Bragi Guðmundsson, Hildur
fjögurra ára og Halldóra Grétars-
dóttir. mynd: brink
íslensk fjölskylda á Græn-
landi segirfrá lífi og staifi
hjá nágrönnum okkar.
Grænlendingar gottfólk,
mannleg samskipti betri
og opnari en hér.
Þau eru fímm fjölskyldunni.
Halldóra Grétarsdóttir hjúkrun-
arfræðingur, sem nú er deildar-
stjóri á Sjúkrahúsinu í Nuuk og
Gunnar Bragi Guðmundsson,
sem nýlega var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Nuka, dótturfyrir-
tækis Royal Greenland. Aður
hafði hann starfað sem þróunar-
stjóri í höfuðstöðvum Royal
Greenland á Grænlandi frá
1995. Dæturnar eru þrjár, Dóra
er sautján ára og stundar nú
nám á Akureyri. Aslaug er níu
ára og Hildur fjögurra ára.
Það er Grænland
- Hvernig bar það til að þið flutt-
ið til Grænlands?
„Við vorum búin að vera hérna
heima í fimm ár og farin að
hugsa okkur til hreyfings," segir
Halldóra. Áður höfðu þau búið í
Danmörku í þrjú ár. „Við vorum
alveg tilbúin að prófa eitthvað
nýtt. Eg var í barnseignarfríi eft-
ír að ég eignaðist Hildi og sá
auglýst eftir framleiðslustjóra
hjá Royal Greenland í Græn-
Iandi.“ Halldóra hringdi í Gunn-
ar Braga en hann hló.
„Ég var búinn að tengjast og
kynnast öllum þessum vinnslu-
greinum sem ráðgjafí og leiðbein-
andi en langaði svolítið að fara út
í hinn raunverulega heim,“ segir
Gunnar Bragi. Viku seinna
hringdi hann í Halldóru úr
vinnuni og spyr hvort hana langi
að flytja til útlanda. Hún segir já.
„Það er svolítið slæmt,“ segir
hann þá, „það er Grænland."
Þau fóru út í október 1994 til
að skoða aðstæður, leist vel á og
létu slag standa. Fluttu í janúar
1995 til Nuuk.
„App“
- Það hafa verið nokkur viðbrigði
að setjast þarna að, sérstaklega
kannskifyrir börnin?
Dóra, elsta dóttirin, svarar:
„Maður tekur mjög mikið eftir
því lyrst hve allt er öðruvísi en
svo lærir maður að sætta sig við
að svona er þetta bara í þessu
samfélagi." Dóra var í handbolta
hér heima, hélt áfram í honum
þegar hún kom til Grænlands og
Iiðið hennar varð Grænlands-
meistari þrjú ár í röð.
Eins og ungu fólki er tamt,
voru dæturnar fljótar að aðlagast
lífinu á Grænlandi, eignuðust
vini og nú eru tvær þær yngri vel
talandi á þrjú tungumál, ís-
lensku, dönsku og grænlensku.
Grænlenskan er að vísu nokkuð
mismunandi, margar mállýskur
eftir svæðum. Áslaug hefur verið
mikið í félagsstarfi í skólanum,
leikið í skólaleikriti. Tvisvar hef-
ur hún sungið í grænlenska
sjónvarpinu og einu sinni í út-
varpinu. Hildur hefur búið á
Grænlandi næstum alla ævina.
„Hún er orðin svo mikill Græn-
lendingur,“ segir Gunnar Bragi,
„að þegar við vorum heima hjá
langömmu hennar um daginn
vildi ég sýna hvað hún er góð í
grænlenskunni. Svo góð að hún
skiiji meira að segja austur-
grænlenskuna Iíka, mállýskurn-
ar. Ég spyr hana hvað „iiii“, sem
mikið er notað í austur græn-
lensku, þýði á vestur grænlensku
og það stóð ekki á svarinu:
„app“.“
Opið samfélag
- Nú hlýtur fjölskyldan að vera
nokkuð dberandi í samfélaginu.
Gunnar Bragi framkvæmdastjóri
Nuka, Dóra í handboltanum...
„Það eru allir mjög áberandi í
þessu samfélagi, þetta er svo
opið samfélag. Allir þekkja alla,“
segir Gunnar Bragi. Halldóra
segist ekkert finna fyrir „frægð-
inni“ en „...ég er stundum köll-
uð forstjórafrúin í vinnunni
núna.“
- Finnið þið fyrir fordónium
gagnvart Islendingum á Græn-
landi og gagnvart Grænlending-
um á Islandi. Hugsanlega einnig
gagnvart ykkur sjálfum hér á Is-
landi?
„Það er eiginlega margslungið
og kannski hættulegt að ræða
því þetta er svo viðkvæmt."
Blaðamaður stenst ekki mátið að
ræða um að oft eru Grænlend-
ingar og áfengi nefnt í sömu
setningunni. Niðurstaða okkar
eftir stuttar umræður er sú að
sennilega sé áfengi hvorki meira
né verr notað á Grænlandi en
Islandi. Sumt er öðruvísi en ekki
hægt að segja að það sé verra á
öðrum staðnum en hinum.
En á þeim er að skilja að öll
samskipti séu opnari á Græn-
landi en hér. I handboltanum
hafa þau líka upplifað mikla
stemmningu. Fyrirtæki og þó
einkum og sér í lagi foreldrar
eru mjög áhugasöm um íþrótt-
irnar. Börnin virðast að sumu
leyti skipa stærri sess í lífi
Grænlendinga en Islendinga.
„Fyrsta skóladaginn taka allir sér
frí og eru með börnunum. Börn-
in eru í hásætinu," segja þau.
Veiðimeim eða ekki
- Grænlendingar eru þá Islend-
ingum fremri í mannlegum sam-
skiptum?
Bæði samsinna því og Hall-
dóra bætir við: „Fjölskyldan er
mjög sterk í grænlensku samfé-
lagi.“ „Kannski fullsterk á stund-
um,“ segir Gunnar Bragi, „sem
leiðir ef til vill til þess að síðan
kemur fram ákveðin togstreita.
Maður hefur f hávegum þessa
gömlu siði en aftur á móti er
þjóðfélagið á fleygiferð inn í
vestræna menningu. Þar lenda
unglingarnir kannski oft í vanda-
málum í valinu og þetta gengur
verst yfir drengina. Þeir eru aldir
upp sem veiðimenn, eiga að vera
veiðimenn en samt kannski ekki
sagt beint.“ Gunnar Bragi leggur
þó áherslu á að hann sé alls ekki
neinn sérfræðingur í þessu sam-
bandi. Halldóra útskýrir þetta:
„Strákarnir eru aldir upp sem
kóngar en systurnar eru aldar
upp til að þjóna þeim. Síðan
koma þeir í skólana, út í þetta
nútíma samfélag þar sem þetta
er ekki svona.“
Kaa!
„Yngsta dóttir okkar er alin upp
mjög sem grænlensk. Hún hefur
verið á grænlenskum leikskóla
síðan hún var eins og hálfs árs.
Þar lifir hún eins og kóngur því
hún kann þrjú tungumál. Það
þykir voðalega fallegt," segir
Halldóra. Þegar blaðamaður ger-
ist svo djarfur að spyija Hildi
hvort henni finnist skemmtilegra
að vera á Grænlandi eða Islandi
þá stendur ekki á svarinu;
„Grænlandi!" Og foreldrar henn-
ar eru ekkert viss um að hægt
verði að ná henni þaðan þegar og
ef að því kemur að þau flytji frá
Grænlandi. Hugmyndaheimur
þeirrar litlu birtist á skemmtileg-
an hátt þegar pabbi hennar kom
heim úr veiðiferð hér heima.
Gunnar segir okkur söguna:
„Ég fór á gæsaveiði og urriða-
veiði og sú yngsta var mjög
ánægð. Ég náði einum 13-14
punda og hún vildi endilega
koma út í bíl til að sjá fiskinn.
Ég sýndi henni einn fímm
punda og svo tók ég þennan
stóra. Þá segir hún „kaa“ og
horfír stolt á pabba. „Kaa“ er
svona eins konar „váá“. Ég sýndi
henni urriðann og gæsirnar en
þá spurði hún, „en pabbi, hvar
er selurinn?““ „Það var ekkert
„kaa“ þá,“ segir Halldóra.
- Hafiði stundað veiðar á
Grænlandi og skotið sel kannski?
„Það er nú enginn maður með
mönnum á Grænlandi nema
hann hafi farið út á bát og skot-
ið sel. Ég hef ekki enn náð því
og maður er ekki almennilega
tekinn í sátt á Grænlandi nema
maður hefur skotið sel, helst af
hundrað metra færi í hausinn.
Það er andskotanum erfiðara og
eiginelga ekki hægt. Fyrir það
fyrsta að finna hann, koma hon-
um í sigti og hitta hann,“ segir
Gunnar Bragi og Iangar greini-
Iega til að ná þessu takmarki.
Selsúpan misvinsæl
Matarvenjur þjóðanna eru ólíkar
og venjulegur Islendingur ef til
vill ekki upprifinn yfir græn-
Ienskum matarvenjum. „Þú
þarft að vera ansi harður til að
kynnast þeim. Selsúpa til dæm-
is, ég get ekki horft á þetta einu
sinni en Hildur er vön þessum
mat og selsúpan er það besta
sem hún fær,“ segir Halldóra. Þá
kemur Dóra til sögunnar og seg-
ir frá einni handboltaferðinni. „í
fyrsta skipti sem ég sá svona
súpu vorum við á handbolta-
ferðalagi. Aðstoðarþjálfarinn var
grænlensk og keypti sel í heilu
lagi. „Þetta fáið þið í kvöld." Síð-
an þegar við komum heim og
farið að elda þetta þá var þessi
svakalega fýla. Ég og dönsk vin-
kona mín ætluðum að fara á
grillbarinn að kaupa okkur pyls-
ur. Þjálfarinn minn íslenski
sagði bara „Dóra nú étur þú
þetta!“ Ég byrjaði á að smaldka
smávegis en síðan endaði með
því að ég sat ein eftir og hámaði
þetta í mig.“ Súpan umrædda er
samsett úr selkjöti, grjónum,
Iauk og kartöflum sem allt er
soðið saman í einum potti.
Var einhver að panta pizzu?
- HI