Dagur - 12.09.1998, Side 5

Dagur - 12.09.1998, Side 5
 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU „Klessumálaramir" fá sýningu fyrir sig Listasafn íslands opnaði ígær sýningu á íslenskum strangflatar- málverkum og geómetrískri högg- myndalist sjötta áratugarins. Nítján listamenn eiga verk á sýn- ingunni og þrír erlendir áhrifa- valdar þeirra; Richard Mortensen, AugustHerbin og VictorVasarely. „Við abstraklistamennirnir eða klessumál- ararnir eins og við vorum tíðast kallaðir vorum álitnir hættulegir þjóðfélagsþegn- ar. Ymsir góðborgagar og reyndar fólk úr öllum stéttum taldi okkur vinna skemmd- arverk á íslenskri menningu, sögðu okkur sletta Iitaklessum á léreftið (...) af því við kynnum ekkert í listgreininni (...).“ Þannig farast Hjörleifi Sigurðssyni orð í bókinni Listmálaraþankar, þar sem hann rifjar upp ævi sína. Frönsk áhrif Hjörleifur var einn af forsprökkum nýrrar Iistastefnu á Islandi í upphafi sjötta ára- tugarins, sem var undir beinum áhrifum frá franskri list þess tíma. Hjörleifur kynntist verkum franskra listamanna þeg- ar hann var í París í lok fimmta áratugar- ins ásamt íslenskum starfsbræðrum sín- um og vinum, Herði Agústssyni, Valtý Péturss)mi og Gerði Helgadóttur. Þau þræddu framsækin gallerí og komust þannig í kynni við verk franska strangflat- armálara; Jean-René Bazaine, Alfred Manessier, Jean le Moal, Gustave Singier og Bissiere, og geómetrísk verk lista- manna Alberto Magnelli, Herbin og Vasarely. Verk þeirra síðastnefndu voru til sýnis hjá Denise René, sem enn þann dag í dag heldur úti galleríum með verkum þessara manna í París. „Við íslensku listarmennirnir í París vildum ólmir kynnast hugsuninni á bak við hinn mikla listræna fyrirgang sem var um það bil að ýta gömlum átrúnaðargoð- um okkar til hliðar,“ skrifar Hjörleifur. Is- lendingarnir drukku í sig skrif Iista- manna, Bazaines þó sérstaklega, og skrif- uðu sjálfir um myndlist í tímarit og dag- blöð á Islandi. Klolnir listamenn og leikmenn Hörður Agústsson skrifaði þannig í tíma- ritið Vaka árið 1953 um strangflatarmál- verkið: „Þar er ekki reynt að eyða áhrifum flatarins; þessari fögru undirstöðu verks- ins er haldið eins óspilltri og frekast er unnt. En samt er hér vídd, ekki síður en í natúralistísku myndinni. Form eiga sitt sérstaka rúm, þau eru misjafnlega opin eða lokuð. Það má þjappa þeim saman, láta þau víkka og leysast sundur á fletin- um, þau geta verið ýmist dökk eða björt." Þetta viðhorf til málverksins hafði áhrif á hvernig Hörður, Hjörleifur, Karl Kvar- an, Kjartan Guðjónsson og fleiri máluðu á þessum tfma. Þau verk áttu eftir að vekja einhverjar hatrömmustu deilur sem sprottið hafa upp um myndlist á Islandi. Verkin voru umdeild og ekki beinlínis lofuð af meginþorra þjóðarinnar, eins og sjá má af blaðaúrklippum á sýningunni í Listasafninu, þótt þeir væru til sem mæltu þeim bót. Myndlistarmenn voru sjálfir klofnir í afstöðu sinni. „Það hrikti í stoðum eftir að nokkrir þekktustu lista- menn þjóðar okkar höfðu sagt skilið við gamla félagið sitt og stofnað nýtt,“ skrifar Hjörleifur. Þegar fregnir bárust af því að norrænum myndlistarmönnum stæði til boða að sýna verk sín í Róm á vormán- uðum 1955, varð allt vitlaust. RíMstjómin afneitaði sýningunni Félag íslenskra myndlistarmanna var eitt meðlimur í Norræna myndlistarbandalag- inu, svo félagið gat ráðið hverjir fengu að senda verk til Rómar. Hjörleifur sat í stjórn félagsins ásamt Svavari Guðnasyni og Valtý Péturssyni og hann segir að þeim hafi ekki þótt nema sjálfsagt að bjóða mönnum á borð við Asgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhann Briem og Jón Þor- leifsson, að senda verk á sýninguna. Úr því varð þó ekki. Klofningsmennirnir vildu ekki „hlíta slíku boði, nema þeir fengju að taka með sér aðra í samsinning- arhópnum til jafns við fólkið í gamla fé- laginu." Ekki var hægt að fallast á þetta. Því var skipuð Qögurra manna nefnd til að velja úr innsendum verkum, sem aug- lýst var eftir í fjölmiðlum. Nefndin valdi verk eftir Gunnlaug Scheving, Jóhannes Kjarval, Þorvald Skúlason, Asmund Sveinsson og fleiri, auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir til sögunnar. Síðan var ákveðið að sýna verkin almenningi áður en þau væru send til Italíu. „Heimsóknin í skálann gat að dómi okkar vart leitt annað í ljós en að við ástunduðum alls ekki þrönga Iistpóli- tík,“ segir Hjörleifur. „En allt kom fyrir ekki. Fjölmargir réðust að okkur bæði leynt og ljóst, í blöðunum og á götunni og sökuðu okkur um að útiloka það besta og fegursta sem Island hafði upp á að bjóða." En það var eins og móðursýki hefði gripið borgarbúa, jafnvel skilnings- ríkasta og umburðarlyndasta fólk sætti sig ekki við valið. Óánægjan varð til þess að Bjarni Bene- diktsson, þáverandi menntamálaráðherra, kallaði myndlistarmennina á sinn fund. Þar lagði hann til að þeir bættu lista- mönnum í hópinn, ella fengju þeir ekki styrk frá Alþingi til fararinnar. Svavar Guðnason sagði þvert nei og batt þar með enda á allar viðræður. Málinu lauk skömmu síðar með því að sýningin hélt styrklaus til Rómar og án blessunar ríkis- stjórnarinnar; hún sendi ítölsku ríkis- stjórninni bréf og bað hana vinsamlegast um að líta ekki á þátttöku íslensku mynd- listarmannana sem opinbera athöfn af sinni hálfu. Rúmum fjörutíu árum síðar ritar Hjör- leifur: „Það er alltof útbreiddur misskiln- ingur að togstreita og miskunnarlaus samkeppni liststefna leiði til fijórrar sjálf- skoðunar. Aftur á móti þrengir hún hring- inn sem á að standa opinn og vera síbreytilegur.“ MEÓ Heimild: Listmúlaraþankar eftir Hjörleif Sigurðsson. Mál og menning, 1997.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.