Dagur - 12.09.1998, Síða 7

Dagur - 12.09.1998, Síða 7
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 - 23 Thypr „Ég held ég þekki mín tak- mörk og gæti mín.“ Ertu metnaðargjarn? „Areiðanlega hef ég verið það en það er fyrir löngu búið að fullnægja allri minni metnaðar- þörf.“ Eg heyrði eftir þér haft að erfið- asti tími þinn í stjómmálum hefði verið fyrstu ár þín sem þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Hefði ég vitað hvað yrði á fyrstu mánuðum eftir að ég tók við formennsku í þingflokknum hefði ég sennilega ekki tekið starfið að mér. Orfáum mánuð- um eftir að ég tók við starfi var Gunnar Thoroddsen, forveri minn í starfi þingflokksfor- manns, orðinn forsætisráðherra í ríkisstjórn sem allar stofnanir flokksins voru á móti. A þessum tíma voru uppi háværar kröfur um að reka Gunnar og félaga hans úr flokknum og það kom í minn hlut að reyna að halda þingflokknum saman með leið- sögn formannsins sem þá var Geir Hallgrímsson. Það reyndi á og sumir gengu út af þingflokks- fundum með hurðarskellum þeg- ar verið var að ræða þessi mál. Þeir félagarnir sem sátu í ríkis- stjórninni, Gunnar, Friðjón og Pálmi, áttu aðgang að þing- flokksfundum en þegar verið var að ræða málefni stjórnarand- stöðunnar urðu þeir að víkja af fundi." Hvemig var andrúmsloftið þeg- ar þeir sátu? „Það var ósköp óþægilegt. Þeir gerðu reyndar mjög Iítið af því, Gunnar kom eiginlega aldrei, Pálmi sjaldan en Friðjón oftar.“ Þetta hefur verið ótrúleg staða hjá stjómmálaflokki. Já, en það skipti miklu að halda flokknum saman og ýta engum út. Obreyttir kjósendur flokksins sættu sig ekki við þessi áflog í flokknum og þótt okkur í flokksforystunni þætti það skrýt- ið þá var það samt svo að í próf- kjörum eftir þessi ósköp rúlluð- um við flestir, sem höfðum verið í andstöðu við Gunnar, niður framboðslistana. Ég sem hafði verið í öðru sæti féll niður í það fjórða sem var ekki einu sinni þingsæti og Geir Hallgrimsson lenti í sjöunda sæti og féll út af þingi. Ég hélst inni á þingi vegna þess að það var eina þingsætið sem vannst hjá Sjálfstæðis- flokknum í kosningunum 1983.“ Hvað heldurðu að hafi heillað fólk svona mikið við Gunnar? „Hann var mikill hæfileika- maður, vel gefínn með glæstan feril og fjölskrúðugan. Hann var góður ræðumaður og hafði mjög sérstaka sjarmerandi framkomu. Hann var listamaður, spilaði á píanó og samdi lög. Hann hafði svo margt til að bera sem heill- aði fólk.“ Voru þeir Geir ólíkir menn? „Mjög. Hvor um sig hafði sína kosti. Geir var heill maður og heiðarlegur, tók ekki þátt í bak- tjaldamakki sem kannski er alltof algengt í stjórnmálum. Hann var mjög rökfastur maður og fljótur að átta sig. En hann hafði ekki þá aðsópsmiklu fram- komu sem menn vilja sjá hjá stjórnmálaleiðtoga. En hann var einstaklega vandaður maður og góður drengur." Davíð sterkur leiðtogi Enginn efast um að of mikið sé um haktjaldamakk í pólitik en varla hefur þú nokkra hæfileika í þá átt? „Nei, ég er alveg ómögulegur í svoleiðis og mér þykir það ekkert verra.“ Þér hlýtur að hafa fallið illa þegar Davíð Odsson ýtti þér úr starfi menntamálaráðherra? „Mér þótti það vont vegna þess að flokksmenn mínir í Reykjaneskjördæmi ætluðust til þess að kjördæmið ætti ráðherra. Ég held að það hafi ekki verið klókt gagnvart flokksmönnum í þessu sterka vígi Sjálfstæðis- flokksins að svipta þá ráðherra í ríkisstjórninni. Hins vegar viður- kenndi ég það sjónarmið flokks- formannsins að ekkert kjördæmi ætti lögvarinn rétt á ráðherra. Eftir á get ég vel skilið að Davíð vildi breyta til í ríkisstjórninni og það var kannski auðveldast fyrir hann að skipta mér út.“ Það hefur verið minnst vesen. ,/Etli það ekki.“ Fannst þér þú vera góður menntmálaráðherra? „Ég er sannfærður um að ég vann vel í menntamálaráðuneyt- „Ég er ekki í neinum vafa um það að Davíð Oddsson er með sterkustu leiðtogum sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur átt, og er ég þá ekki að gera lítið úr Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni eða öðrum forverum hans.“ Manni finnst alltaf að maður hafi misst af miklum sjarmör með því að hafa ekki þekkt Ólaf Thors. „Hann var einstaklega sjar- merandi maður. Hann hafði sitt sérstaka útlit með sér og það var gaman að tala við hann því hann var léttur og skemmtilegur. Bjarni var einnig mikill leiðtogi. En ég held að Davíð sé jafnvel öflugri Ieiðtogi en þeir. Davíð er afar fljótur að átta sig en hann er ráðríkur og vill að menn fari að hans ráðum og það er vont að „Það er stundum eins og fjölmiðlamenn telji að hér á árum áður hafi þing- menn verið svipmeiri persónuleikar og meiri ræðuskörungar en nú er. Ég hef efasemdir um það. Ég efast til dæmis um að eldri þingmenn hefðu klárað sig í hörðum fjölmiðlaheimi eins og þingmenn gera núna flestir hverjir." - mynd: e.ól. Iíkist Ólafi að því leyti að hann hefur þennan sama skemmtilega húmor, sem er afskaplega mikil- vægur eiginleiki hjá stjórnmála- leiðtoga. Og þegar Davíð verður orðinn gráhærður mun hann líkjast Ólafi Thors enn meira. Hann er með sjálfstætt hár eins og Ólafur sagði um sitt hár; hann sagði að það væri sjálf- stæðasta hár á Islandi." Mngmenn eru ekki hópsálir Af öllum þeim störfum sem þú hefur unnið á ferlinum, hvað hef- ur þá verið skemmtilegast? „Þótt ár mín í menntamála- ráðuneytinu hafi verið erfið og kallað á ótrúlega mikla vinnu þá voru þau kannski um leið ánægjulegust því þar finnst mér mest liggja eftir mig. Ég hef einnig notið þess að gegna starfi þingforseta. Ég hef alla tíð haft áhuga á þinginu sem stofnun og hef viljað veg þess sem mestan." Þurftirðu ekki í byrjun t starfi þt'nu sem þingforseti að sýna myndugleik og þolinmæði góðs „Ég sagðist ætla að fara í læknisfræði. Þá þagðiÞórarinn lengi og sagði loks: „Læknis- fræði? Já,þú hefur ágætaframkomu í það. “ Ég hélt að þetta væri hrós og áttaði mig ekki áþvífyrr en tveimurárum seinna að hann hefur séðfyrir að ég mundi ekki end- astínáminu. “ Ólafi er margt til lista lagt og hann hafði um tíma þann sið að teikna sjálfur sín jólakort og afraksturinn var einkar laglegur eins og þetta kort hans ber með sér. „Davíð erafarfljótur að átta sig en hann er ráðríkurog vill að mennfarí að hans ráð- umogþað ervontað vera á annarrí skoðun en hann. En Davíðget- urmetið menn þrátt fyrirað þeirséu ekki sammála honum. “ inu. Á árum mínum þar kom ég í gegn nýrri löggjöf í einum tutt- ugu málaflokkum. Ég lenti hins vegar í nokkrum erfiðleikum. Sjálfstæðismaður er ekki óska- ráðherra ýmissa stofnana og samtaka sem heyra undir menntamálaráðuneytið, og þá skiptir ekki máli hvað ráðherr- ann heitir. Ég átti hins vegar gott samstarf við aðra, eins og ýmsa hópa Iistamanna. Þú spurðir hvort ég hefði verið góður menntamálaráðherra og ef sanngjarnir menn vilja gera út- tekt á því sem ég gerði í mennta- málaráðuneytinu tel ég mig ekki þurfa að hengja haus yfir niður- stöðunni." Við verðum aðeins að ræða um Davíð Oddsson, þann merkilega stjómmdlamann. vera á annarri skoðun en hann. En Davíð getur metið menn þrátt fyrir að þeir séu ekki sam- mála honum.“ Stundum finnst manni hann mjög djarfur og yfirlýsingaglaður, jafnvel glannalegur, en hann virðist alltaf komast upp með það. „Þegar hann hefur tekið ákvarðanir efast hann ekki um að þær séu réttar og hann er maður til að fylgja þeim eftir og Iætur ekki hrekjast af brautinni. Þetta er hans styrkleiki.11 Finnst þér hann h'kjast ein- hverjum öðrum fommnni flokks- ins? „Nei, ekki nema hvað hann skólastjóra? Þegar þú tókst við virtust þingmenn satt hest oð segja vera fremur óagaður hópur þótt þeir hafi fljótlega farið að taka góðum framförum. „Menn eru hér á þingi vegna þess að þeir eru sterkir einstak- lingar sem hafa skoðanir. Þetta eru engar hópsálir. Þess vegna er nokkuð annað fyrir þingforseta að aga þá en bekk í skóla. En ég get ekki sagt annað en að ég hef notið góðs samstarfs við þing- menn og þeir hafa viljað taka þátt í því sem ég hef viljað breyta hér í þinginu." Þú hefur oft skammað þá fyrir lélega mætingu. „Ég hef fundið að því þegar þingmenn mæta ekki þegar þeir eiga að mæta eins og við at- kvæðagreiðslur eða þegar komið er að þeim á mælendaskrá. Ég geri ekki kröfu til þess að menn sitji öllum stundum undir mjög svo misjafnlega skemmtilegum eða skynsamlegum ræðum en þegar mikilvæg mál eru á dag- skrá hefur mér stundum þótt skorta á að þingmenn mæti. Ráðherrar sitja hérna ef þeir mögulega geta þegar þingmenn eru að gera grein fyrir sínum frumvörpum og tillögum sem varða málaflokka viðkomandi ráðherra. Þegar ég var ráðherra reyndi ég að gera það, þótt það væri fjarri því að mér þætti það allt skynsamlegt sem verið var að flytja.“ En verður ekki að takmarka ræðutíma þingmanna meir en gert hefur verið? „Það er bjargföst skoðun mín og hefur verið lengi. Þetta er við- kvæmt mál en ég hef sagt að ef menn eru ekki tilbúnir að gera það með Iögum þá eiga menn að semja um það. Mér finnst það líka vera mikil ranghverfa á þing- ræði og Iýðræði þegar ekkert til- lit er tekið til stærðar þingflokka og minnstu þingflokkarnir hafi jafnlangan ræðutíma og þeir stærstu. Það er ekki réttlátt." Á þingi hefur þú ekki tekið þátt t hitaumræðum um stórpóli- tísk mál sem forseti, þetta hlýtur að hafa verið meðvituð ákvörðun þt'n? „Ég tók þá ákvörðun þegar ég settist í stól þingforseta að taka ekki þátt í pólitískum rökræðum í ræðustól. Ég gerði mér grein fyrir að ég var að setja mig í nokkra hættu í mínu kjördæmi því þar vilja menn að maður skipti sér af öllu. Það vildi ég ekki gera en tek hins vegar þátt í umræðum um þverpólitísk mál og mál sem sérstaklega varða þingið. Ég efast um að yngri menn sækist eftir þingforseta- sæti, ég held að það starf myndi setja þá í mikla hættu í þeirra kjördæmi. Sjálfur tel ég að til þess að gegna starfi þingforseta þurfi menn að hafa öðlast nokkra reynslu af þingstörfum; séu búnir að vera það Iengi að þeir rati um þinghúsið og fleiri völundarhús. Síðan þarf þingfor- seti að geta sest niður með mönnum sem hafa stríðar mein- ingar og er mikið niðri fyrir og hafa þolinmæði og hæfileika til að semja við þá um framgang mála. Hann þarf að nenna að fylgjast með og vita nokkuð ná- kvæmlega hvernig hvert mál stendur í þinginu." Sérðu einhvem sem arftaka þinn t sæti þingforseta? „Já, en ég ætla ekki að segja þér hver það er.“ Hvað ætlarðu að gera eftir að þú lætur af störfum? „Ég er að hægja á mér. Ég neita því ekki að ég kvíði því dá- lítið að hafa ekkert að gera. Það yrðu skelfileg viðbrigði." Ég er með hugmynd. „Gott.“ Eg hef heyrt að þú haftr safnað gamansögum og vísum úr þing- inu og mér finnst að þú ættir að koma þessu efni i eina hók. „Ég er ráðinn í að taka það saman. Ég á fulla tösku, aðallega af vísum, og hef mikinn hug á að koma skipulagi á það. Sumir hafa boðist til að skrifa þetta upp en það getur enginn gert það nema ég, því í mörgum til- vikum fylgir saga á bakvið sem einungis ég kann. Svo vona ég að einhver viðfangsefni falli til, að reynsla mín á Iöngum starfs- ferli nýtist í einhverju áfram. Iðjuleysi get ég ekki hugsað mér.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.