Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 - 27 r i\ / I I /1*1 l, c 1 í UMSJÓN: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR SkoðcLnireru skiptará lambakjöti og þá ekki síður hvort betra er að hafa það nýtt eðafros- ið. Nýtt lambakjöt, lungamjúkt og meyrt, svo það bráðnará tungu erengu líkt, enda eftirsótt líkt og villibráð erlendis. Lambakjöt er alls ekki það sama og lambakjöt, eða þannig. Þegar fjárskiptin voru á milli lands- hluta á sínum tíma komust bændur að því að kindurnar höfðu mismunandi lyndisein- kunn eftir því hvaðan þær komu, kjötgerð þeirra og beina- bygging var alls ekki eins og á stundum gat verið talsverður munur á. Fólk greinir á um það hvort betra sé kjöt af nýslátruðu eða frosið. Sumir geta ekki hugsað sér kjötið nýtt, því þeir eru hreint ekki vanir því þannig og finnst eitthvað vanta. Þetta eitt- hvað er frystibragð- ið, því frystingin skilur eftir sig smákeim og kjöt- ið er alls ekki eins á bragðið. Hvort það er betra eða verra skal ósagt látið, enda smekksat- riði. Frystingin er talin vera að nokkru leyti jafn- gildi þess að láta kjötið meyrna eða hanga, en mörgum þykir það ekki nóg. Geðvont eða geðgott lamb Fleira er smekksatriði og bara það hvort kjötið er af gimbur Lambið er ekki bara fallegt á að horfa, það er líka bragðgott. eða hrút hefur sitt að segja finnst sumum og einnig hvort lambið var háfætt eða lágfætt. Að ekki sé talað um hvaðan það kom, á hverju það Iifði og við hvaða aðstæður. Allt þetta segja þeir sem gaman hafa af slíkum pælingum að geti skipt máli og ein- hveijir eru þeír sem þykjast geta fundið mun á bragði kjöts eftir öllu þessu. Einn viðmæl- enda Dags gekk svo langt að segja að neysla lamba- kjöts nálgaðist það að vera trúarbrögð „og ef menn hefðu skoðun á einhveiju, þá væri það lamba- kjöt.“ Og hana nú. Það hlýtur að hafa áhrif á kjötið hvað lamb- ið át í lifanda lífi. Bragðið ber keim af fæðunni og hvort Iambið komst í tæri við sjávarfang eða fjallagróður hefur vafalítið mikið að segja. ÖIIu verra er það þegar skapferli dýrs- ins er dregið inn í umræðurnar enda þótt sumir vilji meina að það geti skipt höfðumáli hvort dýrið er skelfingu lostið þegar því er slátrað eða hvort það er mátulega kærulaust. Islenskar jurtir eins og blóð- berg og graslaukur henta sérlega vel með Iambinu. Gott er að hrúga miklu magni af graslauk á botninn í fatinu sem lærið er sett í og þekja það svo með blóð- bergi og steikja. Meðlæti er auð- vitað nýuppteknar kartöflur með íslensku smjöri og steinselju. Einstakt í siimi röð I Lítilli bók um lambakjöt sem Landssamtök sauðfjárbænda gáfu út 1989 skrifar Steingrímur J. Sigfússon fomála og segir svo: „Það er nú ekki aldeilis vanda- laust að byija formála að bók um íslenska lambakjötið svona þegar maður fer að hugsa um það verkefni. A það að vera þetta með hreinu og óspilltu náttúruafurð- ina sem verður vandfundnari með hverju ári sem Iíður í heimi vaxandi mengunar? Eða hvernig íslenskar lambalærissneiðar og kótilettur eru eins og þær hafi í aldanna rás verið þróaðar til þess einkum og sér í lagi að vera hið fullkomna hráefni á úti- griliið? A ég að byrja á því hvernig löngunin í íslenskan mat, ekki síst lambakjötið, nagar mann að innan eftir nokkurra vikna dvöl í útlöndum; því að staðhæfa að ekki sé til í heiminum betra kjöt í pottrétti og þvíumlíkt en ís- Ienska lambið; þeirri játningu að gamla góða sunnudagssteikin, lambalæri í ofnskúffu sé toppur- in. Eða á ég að byrja á því að... Nú er ekki hreinlega einfald- ast að segja: íslenska lambakjöt- ið er frábært, einstakt í sinni röð. Það þarf því afbriðgðilega vondan kokk í sérlega bölvuðu skapi til að geta gert úr því ann- að en góðan mat. Þannig hrá- efni er íslenska lambakjötið.“ Svo mörg voru þau orð Stein- gríms og ætli við segjum ekki bara: Gjörið svo vell

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.