Dagur - 12.09.1998, Qupperneq 4

Dagur - 12.09.1998, Qupperneq 4
20 - LAUGARDAGUR 12.SEPTEMBER 199 8 Ttoptr MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bóka l Elias Snæland Jonsson ritstjóri HILLAN Hver sveik Önnu Frank? Dagbók Önnu Frank er ein vin- sælasta bók í heimi. Ef litið er á sölutölur yfir bækur almenns eðlis, eins og það heitir - en þá er átt við aðrar bækur en skáldrit - hefur aðeins eitt verk náð meiri útbreiðslu. Það er að sjálfsögðu Biblían. A þeirri hálfu öld sem liðin er síðan dagbókin var birt fyrsta sinni hefur hún selst í um 25 milljónum eintaka á 55 tungumálum. Og áhugi almennings á örlög- um þessarar ungu stúlku er jafn mikill og fyrr. Húsið þar sem hún var í felum fyrir nasistum er einn vinsælasti viðkomustaður ferða- manna í Amsterdam. Leikritið sem byggt var á dagbókinni er enn sýnt víða um heima. Það hefur líka verið kvikmyndað. Og einmitt í þessum mánuði kemur út í Bandaríkjunum og Bretlandi ný ævisaga þar sem meðal annars er reynt að gefa ný svör við spurningunni: hver sveik Önnu Frank? Hver vísaði Gestapó-lög- reglu nasista á felustað hennar? í felum í 25 mánuði Rifjum fyrst upp nokkrar stað- reyndir um stutt Iíf Önnu Frank og dagbókina hennar. Hún fæddist í Þýskalandi 12. júní 1929. Á valdatíma nasista flutti fjölskyldan til Amsterdam, sem Þjóðverjar lögðu undir sig árið 1940. í júní 1942, þegar Þjóðverjar voru að flytja hol- lenska gyðinga í útrýmingarbúð- ir, földu þau sig ásamt fleira fólki í þakherbergjum í atvinnuhús- næði í borginni; leiðinni þangað inn var lokað með stórum bóka- skáp. Anna hafði byrjað að færa dagbók skömmu áður og hélt því áfram allt til síðasta dags í þessu húsi. Það var 4. ágúst 1944 sem Gestapó-menn réðust til inn- göngu. Anna dó í Bergen-Belsen fangabúðunum rétt áður en stríðinu Iauk. Miep Gies, konan sem hjálpaði Frank-fjölskyldunni að fela sig þetta lengi, rakst á handskrifaða dagbók Önnu í ruslinu sem Gestapómennimir skildu eftir sig í íbúðinni og afhenti föður henn- ar bókina að stríðinu loknu, en hann var sá eini úr íjölskyldunni sem slapp lifandi úr fangabúðun- um. Hann valdi helstu kaflana úr dagbókinni og fékk hana útgefna árið 1947. Viðbrögðin þekkja allir. Ný útgáfa af dagbókinni var gefin út í fyrra; þar var í öllu fylgt upprunalega textanum eins og Anna Frank skrifaði hann. Sú bók er um þriðjungi lengri en fyrsta prentaða útgáfan, enda er þar fjallað ítarlegar um ýmis samskipti innan Qölskyldunnar. Styttri útgáfan þykir hins vegar koma öllum meginatriðum dag- bókarinnar vel til skila. Hver hrmgdi? Nýja ævisagan heitir „Anne Frank: A Biography" og er eftir þýsku blaðakonuna Melissu Muller. Hún hefur tekið ítarleg viðtöl við fjölda fólks, komist yfir ýmis bréf sem ekki hafa birst áður og margvísleg opinber skjöl. Miep Gies, sem áður er nefnd, ritar eftirmála. Það hefur lengi verið umdeilt hver það var sem hringdi í Gestapó og sagði frá felustað Frank-fjölskyldunnar. Lengi vel hefur grunur beinst að nætur- verði nokkrum, en það hefur ekki sannast. I nýju ævisögunni er hins veg- ar fullyrt að þjónustustúlka að nafni Lena Hartog hafi að öllum Iíkindum vísað yfirvöldunum á felustaðinn. MuIIer segist ekki halda því fram að hún hafi af- dráttarlausar sannanir, en líkurn- ar séu mjög sterkar. Hún byggir fullyrðingar sínar á gögnum í op- inberum skjalasöfnum og viðtöl- um við frænku hinnar grunuðu. Lena Hartog, sem dó árið 1963, á að hafa sagt vinkonu sinni frá því að fólk væri í felum í húsinu um það bil einu árið áður en Frank-íjölskyldan var handtekin. Höfundurinn telur að hún hafi ekki þorað annað en að hringja í lögreglunna af ótta við að eigin- maður hennar og sonur myndu missa vinnuna og jafnvel verða handteknir af hún leyndi þessum upplýsingum lengur. Ymsir sagnfræðingar eru ekki sannfærðir um þessa nýju sögu- skýringu, en segja samt að ástæða sé til að kanna málið bet- ur, sé þess nokkur kostur. „Anne Frank: A Biography" er gefin út af Metropolitan Books. Nýja útgáfan af dagbókinni: „The Diary of a Young Girl: The Def- initive Edition" kom út í fyrra á vegum Bantam Books. „Anne Frank Remembered: The Story of the Woman Who Helped to Hide the Frank Family" er líka eftirminnileg, en hún íjallar um þessa atburði frá sjónarhóli Miep Gies. Utgefandi er Simon & Schuster. Allar bækurnar má meðal annars fá í netbúðinni Amazon.com. JÓHANNESAKSPJALL Killer-Keikó og hval-ræðis- nidöur Islands éa . —~ - —J si LEIKFELAG $SgL ^REYKJAVÍKURjg BORGARLEIKHÚSIÐ KORTASALAN HEFST MÁNUDAGINN 7. SEPT. Stóra svið kl. 20:00 GREASE eftir Jim Jacobs og Warren Casey fim. 3/9, nokkur sæti laus fös. 4/9, nokkur sæti laus lau. 5/9, uppselt sun. 6/9, nokkur sæti laus fim. 10/9, laus sæti fös. 11/9, nokkur sæti laus SEX í SVEIT eftir Marc Camoletti Lau. 12/9, fös. 18/9, lau. 19/9 Miðasalan er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 Nú er drápshval- JÓHANNESAR- urinn Keikó lent- ur og syndandi kátur í kvínni við Eyjar. Og víst er að bera í Keikó- fulla kvína að skrifa meira um þessa dýrðar- skepnu en gert hefur verið, því varla er til sá at- vinnublekberi sem ekki hefur tjáð sig á prenti um hvalinn góða undanfarna mánuði. Og í þeim hópi er einmitt ég, hvalspjalla- maðurinn Jóhannes. Er mál að linni og það sem hér fer á eftir er síðasta innlegg mitt til umræðunnar um Keikó og allt hans slekti, a.m.k. í bili, eða allt til þess að kemur að minningar- greinaskrifum um hinn frjáls- borna son undirdjúpanna ellegar yfirborðsins. Hvalur Hvalsson Nú þegar Keikó er kominn heim hefur ýmsum spurningum verið svarað. Hann lifði af Ilugferðina til Islands. Flugvélin gat lent í Vestmannaeyjum, (en varð að vísu fyrir smáhnjaski í lendingu). Keikó lifði sömuleiðis af bílferðina frá flugvelli niður á kaja og prammaferðina há kaja yfir í kví. Og hann virtist þokkalega happý þegar hann tók fyrstu sundtökin í söltum íslenskum sjó í 20 ár eða svo. En hvað svo? Hvað tekur nú við í lífi þessa Marlons Brandós út- hafanna? Hvuiju svarar sá ljúfi og notalegi hvalræðismaður Islands, Hallur Hallsson, eða heitir hann kannski Hvalur Hvalsson? Fjölskyldumál I upphafi var mikið um það rætt að markmiðið með flutningi Keikós til Islands væri að reyna að sameina hann fjölskyldu sinni, en úr hennar náðarfaðmi var hann burtnuminn af gróða- fíknum íslenskum háhyrninga- sölumönnum fyrir margt löngu. Hvað hafa Hallur og Frelsum- Villa samtökin gert til þess að hafa upp á herra og frú Keikó, foreldrum Villa litla og systkin- um hans og frændsystkinum? Ef vel hefði átt að vera hefðu þurft að fara fram yfirgripsmiklar genarannsóknir á háhyrningum við ísland, sömuleiðis tónfræði- leg úttekt á gauli þeirra og væli, svo bera mætti saman við genin Keikós og gaul og átta sig þannig á hugsanlegum venslum og ætt- armóti. Nauðsynlegt hefði og verið að kalla til sérfróða úthafs- ektóplasmagreinendur, hvala- miðla, undirdjúpamúsíkólóga, orkuflæðisprófessora, hátíðni- bylgjudoktora, hvalafjöl- skylduterapista og fleiri slíka til að aðstoða við leitina að týndu íjölskyldunni. Þetta hefur ekki verið gert. Og því borin von að foreldrar Keikós fái nokkum tíma tækifæri til að slátra kálfi þegar glataði sonurinn kemur heim eftir ólifnaðarstúss í erlendum hringleikakvíum. Og þó þetta hefði verið gert er með öllu óvíst að familían hefði tekið við pilti, sem nú skartar ugglaust amerískum hreim og er orðinn ósjálfbjarga kók- og ham- borgarahálfviti eftir langdvöl með vesturheimskum. Þarna hefur þú, Hallur Halls- son og þínir meðreiðarsveinar, brugðist Keikó gjörsamlega og mun aldrei fyrirgefið. Frec Willy 3 Annað sem Hallur og hans fólk hafa látið undir höfuð leggjast að gera er að ganga úr skugga um sál- arástand og hugsanalega andfé- lagslega tendensa Keikós eftir svo langa dvöl í villta vestrinu. ITafa sjávardýrasálfræðingar lagt mat á geðheilsu Keikós? Er hann hugs- anlega haldinn úthafsfælni ellegar grunnsjávarfóbíu? Er möguleiki á að hann sé farinn að halda að hann sé maður en ekki hvalur og forðist því samneyti við eigið kyn? Og ef svo fer að háhyrningar koma að kvínni, er þá hætta á að þeir fari að stríða Keikó og leggja í ein- elti með því t.d. að gera hróp að honum og góla: (lauslega snarað úr háhyrnsku): „Keikó feitaholla, Keikó sleikjó!" eða annað í þeim dúr. Er hann kannski orðinn ófor- betranlegur ónanisti eftir einver- una löngu, eins og DV greindi frá á dögunum? Trúir Keikó á guð? Er Keikó frá Venus eða Mars? Og svo mætti lengi spyrja og Hallur gæti a.m.k. örugglega svarað síðustu spurningunni. Rs. Að síðustu legg ég svo til að Friðrik Þór hefji hið snarasta undirbúning að gerð myndarinn- ar Free Willy 3. Þar gæti Hallur leikið góða gæjann (enda lítur hann út eins og góður gæji), sem stendur uppstyttulaust vörð við kvína í Klettsvík. Og Kristján Loftsson (sem líka hefur útlitið með sér í sína rullu) leikið sál- sjúkan hvalafjöldamorðinga sem situr um líf Keikós. Það yrði örugglega metaðsókn- armynd. SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.