Dagur - 12.09.1998, Qupperneq 9

Dagur - 12.09.1998, Qupperneq 9
-iwfcjsíir LÍFIÐ í LANDINU í », s *v **'*? . c * w\í;unfl * /i — LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 - 25 Inga Bjamason leikstjórí heldur námskeiðfyrírfólk með mataróreglu. Þetta er henni hugsjón því að sjálf fékk hún anorexíu og húlim- íu sem ungurleikdansarí í Bretlandi. Hún telurað ofát sé sjúkdómurframtíðar- innar. „Ég þurfti að grennast mjög hratt um sjö kíló fyrir leikrit. Ég var að leika mann- eskju með geðklofa. Svo missti ég tökin. Mér leið æðislega vel því að þetta var eins og að vera á amfetamíni en síðan varð þetta að algjörri martröð. Þó maður sé að drepast úr hor sér maður sig alltaf feitan. Það er alltaf markmiðið að grennast pínulítið meira. Ég var heppin. Eftir þrjú ár var ég farin að æla blóði fyrir hverja sýningu og varð að velja hvort ég vildi vera áfram í leikhúsinu eða þessu. Mér þótti vænna um Ieikhúsið. Þar að auki fékk ég mjög góða hjálp hjá íslenskum geðlækni í Bretlandi en enn þann dag í dag þá verð ég að passa að borða þegar ég er undir álagi,“ segir Inga Bjarnason, leik- stjóri í Hvunndagsleikhúsinu. Inga fékk krabbamein í brjóst í fyrra og var frá vinnu allt sumarið en þegar hún fór að hugsa sér til hreyfings í fyrrahaust langaði hana til að prófa eitthvað nýtt. Hún átti litla \4nkonu sem henni sýndist vera að veikjast og þá datt henni í hug að útbúa námskeið fyrir konur með mataró- reglu, sem í daglegu tali eru kallaðar anorexíur og búlimíur. Konur með þessa sjúkdóma eru afar tregar til að Ieita sér hjálpar en vilja hins vegar gjarnan styrk og stoð frá einhverjum sem hefur lent í svipuðum sporum. Inga er þegar búin að vera með nokkra hópa og fylgist enn með búlimíunum. Þær koma til hennar reglu- Iega til að spjalla og styðja hver aðra. Fáar hafa nóg úthald Mikil Ieynd hvílir yfir mataróreglu enda er stundum litið á hana sem sjúkdóm ein- manaleikans og lítið talað um þennan laumusjúkdóm í þjóðfélaginu því að sjúk- lingarnir skammast sfn gífurlega og eru duglegir að fela sjúkdóminn. Oft er líka talað um mataróreglu sem systursjúk- dóm alkóhólism- ans því að matar- óreglan lýsir sér að mörgu leyti svipað. Inga hefur lært meðferð við mataróreglu í Bandaríkjunum og kveðst líta á hana sem fíknarsjúkdóm á borð við alkóhólisma. Algengt sé að megrunaræðið, sem grípur ungar stúlkur, þróist og verði að fíkn sem þurfi að með- höndla á svipaðan hátt og alkóhólisma. Geysi- Konur eru skapaðar eins og tölustafurinn átta með mjaðmir og brjóst. / gamia daga voru fyrirmyndir kvenna þannig í iag- inu, til dæmis Mariiyn Monroe ... Inga Bjarnason fékk anorexiu og búlimíu þegar hún var í Bretlandi fyrir mörgum árum og þurfti að grennast hratt fyrir leikrit. Hún hefur einnig þjáðst þrisvar sinnum af ofáti og telur að fólki muni í auknum mæli þjást afþeim sjúkdómi í framtíðinni. Inga hjálpar fólki með mataróreglu afhugsjón. mynd: hilmar þór Iega mikinn viljastyrk þurfi í sveltið og því hafi kannski fæstar stúlkur nægilegt út- hald í það. Þær sem verði helteknar séu yfirleitt ungar stúlkur, sem eru nákvæm- ar, samviskusamar og leyfa sér ekki að gera mistök. „Svo þróast þetta út í búlimíu. Þær fara að borða af því að líkaminn tekur völdin og þær láta stjórnast af þessari eðlilegu hvöt að borða. Þær fara að borða og æla. Þetta getur farið út í það að borða og æla allt að sjö sinnum á dag og sjúklingurinn gerir ekkert annað. Ég hef verið með stúlkur í erfiðu háskólanámi. Þær sitja uppi á bókasafni og geta ekki einbeitt sér því að þær eru allan tímann að hugsa „á ég að borða eða á ég að æla, á ég að borða eða á ég að æla?“,“ segir hún. Æla í kór Talið er að tískan og fjölmiðlarnir ýti undir mataróreglu með því að búa til ímyndir sem henta ekki konum og Inga telur að þetta megi rekja til Twiggy-æðis- ins á sjöunda áratugnum. „Konan er sköpuð eins og átta en tískuhönnuðirnir vilja að hún sé eins og sleikipinni. Það er aðeins þrjú til fimm prósent kvenna sem eru vaxnar þannig. Hinar eru í svelti. Við erum skapaðar til að hafa brjóst, mjaðmir og mitti. Við erum skapaðar til að vera mæður þannig að þetta er mjög óeðli- legt,“ segir hún og bætir við að það sé engin tilviljun sem rannsóknir sýna að 90 prósent af topp fyrirsætum séu fárveikar eða að 20 prósent af stúdínum í Banda- ríkjunum séu búlimíur. „Þær æla í kór. Hálf bandaríska þjóðin er alltaf í megr- un,“ segir hún. Anorexía var fyrst greind fyrir um 300 árum en læknar þekktu ekki búlimíuna fyrr en um 1970. I gamla daga var talað um að konur Iegðust í rúmið og sveltu sig í hel út af ástarsorg. Gamlar fyrirmyndir á borð við Marilyn Monroe, Sophiu Lor- en og Elizabeth Taylor leyfðu konum að vera konur. Marilyn Monroe var til dæm- is um 1,68 cm á hæð og 75 kíló en með Twiggy breyttist þetta. Inga segist álíta átóregluna eina „mestu kvennakúgun 20 aldarinnar. Þetta er sá sjúkdómur sem er hættulegastur fyrir ungar stúlkur. Þetta er sá sjúkdómur sem er orsök flestra sjálfsmorða eða sjálfsmorðstilrauna vegna þess að vanlíðanin er svo gífurleg," segir hún. Ofátið er framtíðin Inga hefur líka áhyggjur af ofætum og telur að ofát verði sjúkdómur framtíðar- innar meðan sjúkdómarnir anorexía og búlimía séu háðari tískusveiflum. Sjálf hefur hún þrisvar sinnum lent í ofáti og segir að það sé engu betra en þó mun auðlæknanlegra. Ofæturnar séu betur í stakk búnar að hjálpa sér sjálfar með því að sækja fundi hjá OA-samtökunum. „Maður verður ekki eins ruglaður í höfðinu. Anorexía og búlimía rugla nefni- lega alla hormónastarfsemi, maður hættir að hafa tíðir, sem gerist ekki í ofáti. Of- ætur eru ekki komnar í lífshættu fyrr en þær eru um 50 kíló yfir kjörþyngd en auðvitað fer ofátið ekki vel með lík- amann. Þær geta fengið sykursýki, hjarta- áfall, heilablóðfall og þetta hefur líka mjög slæm sálræn áhrif. Þær hætta að halda sér til. Ein af stúlkunum mínum, gullfalleg stúlka, var hætt að labba niður Laugaveginn því að hún var svo „ógeðs- Ieg“,“ segir hún. Viss matur eykur fíkn Inga hefur haldið nokkur námskeið fyrir einstaklinga með átóreglu undanfarið ár, sérstaklega einstaldinga með búlimíu, og upp úr einu þeirra var stofnuð OA-deild, deild fyrir konur með ofát. Fyrir voru að- eins tvær deildir í landinu þegar þær ættu að vera 50 miðað við um 120 AA-deildir á Reykjavíkursvæðinu, að hennar sögn. Námskeiðið er einu sinni í viku en þátt- takendur geta hringt í Ingu hvenær sem er. Hún segir að einn hópurinn hafi verið í gangi hjá sér í heilt ár og árangurinn hafi verið góður. Margar stúlknanna séu hættar að æla en ekki orðnar nógu sterk- ar til að stofna sinn eigin hóp. Inga byrjar með nýtt meðferðarnám- skeið á fimmtudaginn og tvö pláss eru laus. „Ég byrja á því að halda 50 mínútna fyrirlestur um sjúkdóminn og það hvernig fíknin nær smám saman yfirhöndinni. Það eru vissar matartegundir sem virðast auka fíkn, til dæmis sykur, hvítt hveiti, dýrafita, salt, kaffi og áfengi. Alkinn fær sér einn bjór og trúir því að hann ætli sér að drekka bara einn bjór en endar með því að drekka 30 bjóra. Venjuleg mann- eskja fær sér einn konfektmola en mann- eskja með átóreglu borðar heilan konfekt- kassa eða tvo þó að hún hafi bara ætlað að fá sér einn mola. Með því að hætta að borða þessar matartegundir og borða reglulega litlar máltíðir nær maður ár- angri en það tekur langan tíma og miklu lengri tíma hjá búlimíum og anorexíum en ofætum," segir hún. Hræddar við lækna Námskeiðin eru hugsjónastarf hjá Ingu. Hún reynir að beina konunum til geð- lækna og sálfræðinga en segir að yfirleitt séu þær hræddar við sérfræðinga og erfitt sé að halda þeim í meðferðinni. Þær séu svo hræddar um að vera lagðar inn á geð- deild enda hafi margar þeirra slæma reynslu af því. Þær hafi kannski komið veikari út aftur. Hún telur að meðferðarmál sjúklinga með mataróreglu séu í svipuðum farvegi og brennivínsmálin fyrir daga SAA og áður en fíklarnir sjálfir tóku í taumana. „Fíkill virðist þurfa að hjálpa fíldi. Ffkl- arnir virðast treysta betur þeim sem hafa gengið í gegnum sömu reynslu. Þetta er félagslegur, andlegur, tilfinningalegur og líkamlegur sjúkdómur með ýmsa fylgi- kvilla, til dæmis kvíða og þunglyndi. Það er mjög mikilvægt að konurnar leiti sér allrar þeirrar aðstoðar sem hægt er,“ segir hún. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér námskeiðið geta haft samband við Ingu Bjarnason hjá Htoinndagsleikhúsinu. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um framsagnarnámskeið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.