Dagur - 12.09.1998, Side 10
26 - LAUGARDAGUR 12. SF.PTEMBER 1998
LÍFIÐ í LANDINU
Höfnin í Kulusuk full afís, og enn
sumar! Síðar má sjá að sleðahundar
geta verið fallegir, en varasamir
enda engin gæludýr. Yfir sumartím-
ann eru þeir tjóðraðir utandyra.
Margt fágæti má líta á minjasafninu
í Nuuk, til dæmis móður og barn
sem geymst hafa mjög vel í sífrera
síðustu tvö þúsund ár.
„Brædet" er sláturmarkaður í Nuuk þar sem meðal annars má fá hreindýra-, sel-, rostunga- og hvalkjöt aukýmissa fugla. Hráefnið er ferskt, jafnvel gert að þvi
á markaðnum. myndir: gg
Kalaall i t Nunaat
- land fnlkins
í hnotskum
Grænlendingar kalla landið
sitt Kalaaliit Nunaat, sem
þýðir land fólksins. Grænland
er stærsta eyja jarðarinnar en
85 prósent hennar, eða
l. 833.900 ferkílómetrar eru
þaktir jökli. Saga jarðfræðinn-
ar er ein sú eista í heiminum,
eða 3.700 milljón ára gömul.
Grænlendingar eru um 55
þúsund talsins, frumbyggjarn-
ir eru Inuitar sem komu upp-
haflega frá Mið-Asfu, gegnum
Síberíu, Alaska og Kanada.
Um 20 prósent íbúanna eru í
dag af erlendu bergi brotnir,
aðallega danskir, enda lýtur
Iandið dönsku krúnunni, en
með heimastjórn sfðan 1979.
Grænlendingar eiga tvo þing-
menn á danska þinginu.
Grænlendingar hafa á síðustu
árum orðið æ meðvitaðri um
eigin tungu og sérstöðu, sem
m. a. kemur fram í því að bæir
og þoqj eru nú kölluð sínum
grænlensku nöfnum eins og
höfuðborgin Nuuk (Godtháb),
sem er langstærst og þýðir
nesið; Iiggur á svipuðum
breiddarbaug og Reykjavík
með 13.500 íbúa
Tungan er jafnvel sterkari í
dag en nokkru sinni áður.
Ferðamannastraumur til
Grænlands er vaxandi. A
þessu ári er fjöldi ferðamanna
áætlaður 1 7 þúsund og verði
orðinn 60 þúsund árið 2005.
Fyrir aðeins sex árum, 1992,
voru ferðamenn „aðeins“
3.500. Samkvæmt könnun
„Greenland Tourism" koma
ferðamenn til að sjá náttúr-
una, ekki síst ísinn og jökul-
inn, dýralífið, menninguna,
fólkið og fræðast um sögu
landsins en mestu vonbrigðin
eru mýflugur og ruslið úti í
náttúrunni.
Austurströndin
er á grænlensku
kölluð Tunu,
sem þýðir bak-
hlið landsins,
enda er eins og
að stíga hund-
ruð ár aftur í
tímann að koma
til bæjar eins og
Kulusuk sem
stendur skammt norðan
Ammassalik. Vegna einangrunar
frá vesturströndinni hafa vest-
ræn áhrif á menningu og líf
fólks á austurströndinni ekki
verið eins sterk enda ekki nema
ein kynslóð síðan Grænland
breyttist úr Iokuðu fiski- og
veiðimannasamfélagi í nútíma
þjónustusamfélag. Lífið á vest-
urströndinni er miklu „vest-
rænna“ en á austurströndinni,
og þar er líka töluð önnur mál-
Iýska þó íbúar skilji vel hver
annan.
Það eru ekki nema um 100 ár
síðan fyrstu Evrópubúarnir stigu
fæti sínum á austurströndina,
og enn er allt þar mjög frum-
stætt í augum Vesturlandabúa.
Vatn er sótt í fötum í nærliggj-
andi brunna, ekki eru salerni í
öllum húsum (vegna vatnsleysis)
og allt atvinnulífið snýst um
veiðar á sel og öðru sem hafið
gefur af sér. Is er á firðinum
sem Kulusuk stendur við allan
ársins hring, þó ekki þéttur yfir
sumartímann. Jarðvegur er sára-
lítill, lítið annað að sjá en haf,
ís, ldetta og grjót. Vegna vetrar-
hörku tíðkast víða að jarðsetja
ekki hina látnu yfir vetrartím-
ann, það er einfaldlega ekki
mögulegt. Líkkisturnar eru þakt-
ar grjóti þar tíl kemur fram í
júnímánuð, þá fyrst gefst tæki-
færi til að jarðsetja. Flestir eru
jarðsettir í kirkjugörðum, þó
ekki allir, og víða má sjá í af-
skekktari byggðum grafir utan
kirkjugarða, til dæmis fast við
vegi eða uppi á hólum. Krossar
eru á leiðum en yfirleitt ekki á
þeim nein nöfn, enda er það trú
Grænlendinga á austurströnd-
inni að nafnið fari með sál þess
Iátna, og því sé ekkert nafn til
að setja á krossinn. Sé nafn sett
á krossinn er ekld hægt að skíra
barn eftir þeim látna.
Fðrgun sorps vandamál
Förgun sorps er stórt vandamál,
enda má víða sjá sorp á víða-
vangi sem truflar ímynd lands-
ins fyrir athugulum náttúru-
skoðurum. Rætt hefur verið um
það í fúlustu alvöru að flytja
sorp frá austurströndinni til
Danmerkur.
Fyrr á öldum voru Grænlend-
ingar sjálfum sér nógir í veiði-
mannasamfélagi, sem það er
reyndar enn með nútímasniði.
Þá sóttu veiðimenn sitt fang
hver fyrir sig við veiðar á hval,
sel eða rostung, eða veiddu dýr á
Iandi. Enn eru selveiðar stund-
aðar með góðum árangri, en nú
á nýtísku bátum. Það kemur
einkennilega fyrir sjónir að lesa
skilti sem komið hefur verið fyr-
ir í stigagangi í fjölbýlishúsi að
verkun sels sé bönnuð þar!
Höfnuðu sölu á
laxveiðiheimilduni
A síðustu áratugum hefur ný-
tísku útgerð stóraukist, til dæm-
is togaraútgerð. Aðallega er gert
út á rækju, enda heimamiðin
mjög gjöful. Um 85 prósent út-
flutningsverðmæta Grænlend-
inga eru fiskafurðir. Grænlend-
ingar hafa nýlega hafið laxveiði í
sjó, og þannig hunsað tilmæli
Alþjóðahafrannsóknarráðsins og
íslendinga um að veiða ekki lax í
sjó. Boði laxaverndarsamtaka
um kaup á heimildunum gegn
veiðibanni var hafnað en heild-
arkvótinn mun vera um 180
tonn.
Þær þjóðfélagsbreytingar sem
gerst hafa með einni kynslóð
hafa orðið til jiess að samfélagið
hefur orðið þungamiðjan í
mannlífinu en ekki manneskjan
sjálf eins og áður. Félagsleg
vandamál urðu til þegar fólkið
flutti meira saman til dæmis í
stór fjölbýlishús. Þekkt er
drykkjuvandamál Grænlendinga,
sem því miður er ekki orðum
aukið. Það er erfitt að koma
auga á að það vandamál leysist
að einhverju marki fyrr en með
með nýrri kynslóð Grænlend-
inga sem er fædd og uppalin við
nútíma þægindi. Það sem af er
þessu ári hafa verið framin 13
morð á Grænlandi, þar af fjögur
börn; kynferðislegt ofbeldi og
nauðganir eru tíðar og hlutfall
sjálfsmorða á Grænlandi er með
Jm' hæsta í heiminum.
En J>að er náttúran sem er
minnisstæðust eftir heimsókn til
Grænlands, hún er hreint meist-
araverk. Ueimsókn til Kalaallit
Nunaat er nokkuð sem er vel
þess virði. Landið. er svo hreint,
ósnortið af mengun (að ruslinu
undansldldu), og á vissan hátt
hrikalegt. Ferðalag um það var
ógleymanleg u’pplifun og Iífs-
reynsla.
Geír A.
Guðsteinsson
skrifar