Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 4
ágSfl iFIKFF.LAcTliaÉ ©^RF.YKJAVÍKURJ® BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið kl.14:00 Pétur Pan eftir Sir J.M. Barrie i dag lau. 17/4 - nokkur sæti laus • sun. 18/4 - örfá sæti laus • sumard. fyrsta, fim. 22/4 • lau. 24/4 • sun 25/4 Stóra svið kl. 20.00 Stjórnleysingi ferst af slysförum eftir Dario Fo Þýðing: Halldóra Friðjónsd. Lýsing: Lárus Björnsson Hljóð: Ólafur örn Thoroddsen Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir Búningar: Stefanía Adolfsd. Leikmynd: Finnur A. Arnarss. Leikstjórn: Hilmar Jónsson Leikendur: Ari Mattíasson, Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir. Frumsýning í kvöld, lau. 17/4 - uppselt. • 2. sýn. fim. 22/4 • 3. sýn. sun 25/4 Stóra svið kl. 20.00 Horft frá brúnni eftir Arthur Miller Fös. 23/4 - Verkiö kynnt í forsal kl. 19:00 - Síðasta sýning. Stóra svið kl. 20.00 Sex í sveit eftir Marc Camoletti 77. sýn síðasta vetrard. mið. 21/4 - uppselt • 78. sýn. lau. 24/4 - nokkur sæti laus • 79. sýn. fös. 30/4 Stóra svið kl. 20.00 ísienski dansflokkurinn Diving og Flat Space Moving eftir Rui Horta - Kæra Lóló eftir Hlíf Svavarsd. • sun.18/4 - síðasta sýn. Litla svið ki. 20.00 Fegurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh Föd. 23/4 • sun. 25/4 • fim 29/4 Miðasalan er opin daglega frá kl. 12 - 18 og fram aö sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiöslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði Tveir tvöfaldir Ray Cooney í kvöld Id. uppselt • Id. 24/4 - örfá sæti laus • föd. 30/4 • föd. 7/5 Brúðuheimili - Henrik Ibsen Menningarverðlaun DV 1999: Elva Ósk Ólafsdóttir. • Á morgun sud. - örfá sæti laus, næst-síðasta sýning • föd. 23/4, síðasta sýning Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigriðar Margrétar Guðmundsd. Fyrri sýning: Bjartur - Landnámsmaflur íslands 7.sýn. mvd. 21/4 kl. 20:00 - uppselt • Aukasýning sud. 25/4 kl. 15:00 • Aukassýn. sud. 2/5 kl. 15:00 • 8. sýn fid. 6/5 kl. 20:00 • 9. sýn Id. 8/5 kl. 20:00 Síðari sýning: Ásta Sóllilja 5. sýn. fid. 22/4 kl. 20:00 - nokkur sæti laus • Aukasýning sud. 25/4 kl. 20:00 • 6. sýn. fid. 29/4 kl. 20:00 • Aukasýn. sud. 2/5 kl. 20:00 • 7. sýn. sud. 9/5 Bróðir minn Ljónshjarta - Asírid Lindgren Á morgun sud. kl. 14:00 - örfá sæti laus, síðasta sýning • Id. 24/4 kl. 14:00 - allra síðasta sýning Sýnt á Litla svíði kl. 20.00 Abel Snorko býr einn - Erik-Emmanuel Schmitt I kvöld Id. - uppselt • sud. 18/4 - uppselt • föd. 23/4 - uppselt • Id. 24/4 - nokkur sæti laus • föd. 30/4 • Id. 1/5 • föd. 7/5. A.t.h. ekki er hægt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smfðaverkstæði kl.20.30 Maður í mislitum sokkum - Arnmundur Backman í kvöld Id. - uppselt • á morgun sud. kl. 15:00 - nokkur sæti laus • mvd. 21/4 • fid. 22/4 • föd. 23/4 - örfá sæti laus • Id. 24/4 - uppselt • fid. 29/4 • föd. 30/4 • Id. 1/5 • föd. 7/5 • Id. 8/5 - örfá sæti laus • sud. 9/5 kl. 15:00. A.t.h. ekki er hægt að hleypa gestum í salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur leikhúskjallarans SJÁLFSTÆTT FÓLK - Mád. 19/4 kl. 20:30 - Dagskrá í tengslum við sýningu Pjóðleikhússins á Sjáifstæðu fólki e. Halldór Laxness. Lesið úr verk- inu og umræður. Umsj. Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Miðasalan er opin mán.- þri. 13-18 mid-sud. 13-20. Símapantanir frá kl.10 virka daga. Sími 551-1200. MENNINGARLÍF^ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Þvílík vika fyrir B0KA- bandartska rit- HILLAN höfundinn Michael Ciinn- ingham. Fyrst hlaut hann eft- irsótt bók- menntaverð- Iaun, sem kennd eru við Nóbelsskáldið W i 1 1 i a m Faulkner og PEN-samtök rithöfunda, fyrir fjórðu skáld- sögu sína - „The Hours“ (útgef- andi Farrar, Straus & Giroux) - en þeim verðlaunum fylgir ávís- un upp á 15 þúsund dollara (ríf- lega eina milljón króna). Aðeins fjórum dögum síðar kom í kjöl- farið ein virtasta viðurkenning bandarísks menningarlífs - sjálf Pulitzer-verðlaunin. Og allt þetta hlotnaðist þessum 46 ára gamla höfundi fyrir að vera óhræddur við Virginíu Woolf! Cunningham, sem hefur dval- ið bæði í Bandaríkjunum og Evr- ópu, hlaut menntun sína við Stanford-háskólann f Kaliforníu. Þaðan hélt hann til miðríkjanna árið 1978 og stundaði nám og þjálfun í ritun skáldverka í „Iowa Writer’s Workshop" - en þau námskeið reyndust honum harð- ur en góður skóli. Fyrsta skáldsagan hans, „Golden States," kom út árið 1984. „A Home at the End of the World“ fylgdi í kjölfarið sex árum Michael Cunningham: 36 ára kennari fær tvenn verðlaun á einni viku. síðar (1990) og vakti nokkra at- hygli á höfundinum meðal þeirra sem fylgjast með nj/jum skáldum. Þriðja sagan, „Flesh and Blood," er frá árinu 1995, en sú fjórða, sem nú hefur sankað að sér framangreindum verðlaunum, kom á marlcað í nóvember síðast- Iiðinn. Spuni krinqum Virginíu Woolf Verðlaunasagan er lítil að vöxtum og óvenjuleg að efni og uppbygg- ingu. Hún er í reynd bókmennta- Iegur spuni kringum ensku skáldkonuna Virginíu Woolf og eina af sögum hennar - „Mrs. Dalloway“ - bæði að formi og innihaldi. Virginfa er sjálf meðal söguper- sóna Cunninghams. Þannig hefst sagan á eins konar formála sem er áhrifamikil lýsing á sjálfs- morði ensku skáldkonunnar, en hún stökk fram af brú í London árið 1941. Síðan segir höfundurinn sögur af þremur persónum og byggir þar á formi „Mrs. Dalloway.“ Ein þeirra er reyndar Virginía Woolf sjáft dag einn árið 1923 þegar hún er að takast á við ritun „Mrs. Dalloway.“ Önnur er frú Brown sem er að lesa margnefnda sögu í Kaliforníu árið 1949. Þriðja meginpersónan býr í New York í nútímanum, heitir Clarissa en hefur lengi verið nefnd „frú Dallo- way“ af vini sínum. Þannig eru allar persónurnar tengdar Virgin- íu og sögu hennar, og flest af því sem gerist í lífi þeirra á samsvör- Elías Snæland Jónsson ritstjóri un við það sem gerist í „Mrs. Dalloway." Allir þessir þræðir tengjast svo saman í lokin í endi sem kemur flestum nokkuð á óvart. Eins og þessi stutta og ófull- komna lýsing ber væntanlega með sér er þetta skáldsaga sem höfðar ekki hvað síst til annarra rithöfunda og bókmenntamanna. Cunningham stundar kennslu meðfram ritstörfunum. Leikrit leikskólakennara Fleira kom reyndar á óvart við ákvörðun Pulitzer-nefndarinnar að þessu sinni. Þannig hlaut Margaret Edson, leikskólakenn- ari í Atlanta, leikskáldaverðlaun- in íyrir leikritið „Wit“ - en það segir frá háskólakennara sem er að deyja úr krabbameini. Þegar hún frétti af verðlaunaveiting- unni var hún einmitt með börn- unum að rannsaka skordýr og mátti ekkert vera að því að tala við blaðamenn. Ævisöguritarinn A. Scott Berg fékk Pulizter fyrir „Lindbergh11 - nýja ævisögu bandarísku þjóð- hetjunnar sem hneigðist til stuðnings við nasista á milli- stríðsárunum. Fyrir rit almenns eðlis hlaut John McPhee, prófessor við Princeton háskólann, Pulitzer- inn fyrir mikið rit um jarðsögu Bandaríkjanna, „Annals of the Former WorId.“ Áhrifalítil málssókn „Það má hins vegar segja Travoita það til hróss að hann er einn þeirra leikara sem fylla hvíta tjaldið með sterkri persónu sinni og útgeislun, og bjargar því myndinni fyrir horn." ★ ★ A Civil Action Leikstjóri. Steven Zaillian Aðalleikarar: John Travolta, Robert Duvall, William H. Macy, Kathleen Quinlan og John Lith- gow.Sýnd í Háskólabíó Sú saga sem sögð er í Civil Act- ion er byggð á sönnum atburð- um. Peningahyggjumaðurinn og lögfræðingurinn Jan Schlict- mann tekur að sér að reka mál sem fjölskyldur höfða á hendur tveimur iðníyrirtækjum en Qöl- skyldurnar telja fyrirtækin bera ábyrgð á mengun vatnsbóls sem hafi dregið börn þeirra til dauða. Schlictmann sér gróðavon í mál- inu en eftir því sem á Iíður fer réttlætisþáttur málsins að skipta hann æ meiri máli og hann legg- ur allt í sölurnar til að vinna mál sem fyrirfram virðist tapað. Þetta er áhrifamikil saga en í myndinni fer ýmislegt úrskeiðis. Aðalgalli myndarinnar er handrit sem leggur ekki nægilega rækt við persónur. Persóna Travolta er í fyrirrúmi í myndinni en sinna- skipti hennar verða of hröð og ekki nægilega sannfærandi. Það má hins vegar segja Travolta það til hróss að hann er einn þeirra leikara sem fylla hvíta tjaldið með sterkri persónu sinni og út- geislun, og bjargar því myndinni fyrir horn. Besta innleggið á þó Bobert Duvall í hlutverki harð- sótts lögfræðings. Hann stelur hveri senunni á fætur annarri og ekki kemur á óvart að hann var tilnefndur til Óskarlsverðlauna fyrir bestan Ieik í aukahlutverki. Samstarfsmenn Schlictmanns fá ekki æskilegt rými og því hef- ur jafn góður leikari og William H. Macy ekki úr miklu að moða en á mjög góðan leik þegar hon- um er leyft að sýna sig. Kathleen Quinlan leikur móðurina og ekk- ert er gert úr hlutverki hennar. Leikstjórinn Sydney Pollack á góða spretti í litlu hlutverki sem hann mjólkar eins og hægt er. Þeim John Lithgow og Stephen Fry bregður fyrir stutta stund, svona rétt til að sýna andlit sín og minna á tilvist sína og hverfa síðan úr myndinni. Furðulegt áhugaleysi handrits- höfundar á persónum myndar- innar gerir það að verkum að áhorfandinn fær ekki nægilega innsýn inn í þann harmleik sem átti sér stað og myndin verður aldrei sérlega áhrifamikil. Þrátt fyrir nokkuð þunglama- lega leikstjórn á myndin nokkra góða spretti, sem felast aðallega í leik, og sagan er einfaldlega of góð til að hægt sé að klúðra henni algjörlega. Hins vegar hefði Civil Action getað orðið mun betri mynd ef handritið hefði verið unnið af nægilegri natni. Það er leikstjóri myndar- innar, Steven Zaillian, sem jafn- framt skrifar handrit myndarinn- ar en hann er höfundur handrita Schindler’s List og Awakenings. Hér á hann ekki einn af sínum bestu dögum. Civil Action er því mynd sem skilur fremur lítið eft- ir. Það er miður því efni hennar er átakameira en maður á að venjast úr bandarískum kvik- myndum samtímans. KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.