Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 17.04.1999, Blaðsíða 14
T LÍF OG HEILSA LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1999 Jurtate eru til margra hluta góð ef rétt er með farið. Notkun manna á jurtum í te og fleira til heilsubótar og lækningar er aldagömul. I bókinni Islenskar lækninga- jurtir sem fyrst kom út hjá Erni og Orlygi 1992 og svo aftur á Iiðnu ári hjá Máli og menningu eru yfirgripsmikl- ar upplýsingar um jurtir, út- breiðslu þeirra, áhrif, notk- un og fleira. Arnbjörg L. Jó- hannsdóttir jurtaráðgjafi tók þessar upplýsingar saman í framhaldi af vinnu sinni að ritgerð þegar hún var við nám í grasalækningum. Fáar eitraðar Ambjörg Linda segir tiltölu- lega auðvelt að safna jurtum á Islandi. En getur hver sem er gengið út í móa með bók- ina hennar eða aðrar bækur og byrjað að tína? „Já, sérstaklega hérna á Is- landi. Það er mjög Iítið eða ekkert um eitraðar jurtir hérna,“ segir hún en leggur jafnframf áherslu á að vanda Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir jurtaráðgjafi: „Það þarfalltafað passa sig á því að maður sé að taka réttu jurtina. Þó það séu ekki baneitraðar jurtir hérna þá getur jurt sem er í lagi fyrir einn verið slæm fyrir annan." myndihilli. það er hægt að nota jurtir í stað Iyfja þá finnst mér sjálfsagt að gera það,“ segir Arn- björg Linda en tekur fram að jurt- ir geti ekki í öllum tilvikum komið í stað lyfja. Hún segir lækna eigin- lega ekki bera neina virðingu fyr- ir jurtalækning- um. „Það er mjög skrýtið því öll þeirra lyf koma upprunalega úr jurtum. Það er miklu meiri virð- ing borin fyrir öðr- um óhefðbundn- um lækningum," segir Arnbjörg Linda. - Hvað þarf að hafa í huga þegar maður kau-pir jurt- ir til að nota í te t heilsubótarskyni? „Það er mjög erfitt að segja til um það. Þetta byggist mikið upp Berum virðingu fýrir jurtunum þurfi til og fólk þurfi að vera í vissu um að það sé með réttu jurtina í höndunum. „Sumar þessara jurta eru mjög sjaldgæfar og þá þarf að fara varlega í að tína þær. Maður tekur ekki sumar jurtir nema mað- ur sjái einhverja breiðu. Reglan er að tína aldrei allt og reyna að halda einhverju af plöntunni eftir þannig að hún geti vaxið aftur.“ - Hvað þarffólk helst að varast? „Það þarf alltaf að passa sig á því að maður sé að taka réttu jurtina. Þó það séu ekki baneitraðar jurtir hérna þá getur jurt sem er í lagi fyrir einn verið slæm fyrir annan þannig að það þarf að hafa svolít- inn vara á. Þetta eru lyf ef jurtir eru not- aðar þannig og maður þarf að bera virð- ingu fyrir jurtunum." Minni aukaverkanir - Hver er kostur jurta í samanburði við hefðbundin lyf? „Það eru minni aukaverkanir af jurtun- um og þær eru auðvitað náttúrulegri. Lík- amanum fellur þetta betur þannig og ef á trausti. Það er mjög erfitt fyrir ófaglærð- an mann að vita hvaða jurt er góð og hvaða jurt er gömul. Mikið af þeim jurta- teum sem eru seld eru orðin eldgömul og efnin gjörsamlega óvirk, því virknin hverf- ur eftir árið eða fyrr. Sumar þessara jurta voru kannski tíndar og þeim pakkað fyrir tveimur til þremur árum síðan og þá er þetta bara bragðte en enginn lækninga- máttur í því lengur. Eins skiptir líka máli hvar jurtin er tínd, á hvaða tíma og margt fleira." - HI rDnpr Bóluþang Bóluþangið vex í grýttum klappafjörum og er algengt um allt land þar sem svo háttar til. Öll plantan er nýtt og hægt að safna allt árið. Áhrif: n æ r a n d i , blóðhreins- andi, örvar skjaldkirtil og þar með öll efnaskipti lík- amans. Bóluþang er notað við vanvirkum skjaldkirtli. Það er einnig gott fyrir fólk sem þjáist af stöðugri þreytu og slapp- leika. Þangbakstrar eru góðir á bólgna Iiði og vöðva. Jurtin er ekki æskileg fyrir börn. Aðalbláberjalyng Algengt í kjarr- og mólendi, þar sem snjóalög hlífa að vetrinum. Blöð og ber eru nýtt og best er að safna snemma í ágúst. Áhrif: Barkandi, sýkladrepandi, kælandi. Blöðin minnka sykurmagn í blóðinu. Þ u rrku ð ber og blöð eru mjög góð gegn þrálátum niðurgangi og einnig gegn sær- indum og bólgu í þörmum. Þá má nota þau í skol gegn bólgu og s æ ri n d - um í munni. Lersk ber virðast koma reglu á hægðir (nema þau séu etin í óhóflegu magni, þá geta þau valdið niðurgangi hjá sumum). Berin örva matarlyst og eru talin reka út spólu- orma. Blöðin eru góð við blöðrubólgu (sérstaklega þeirri sem orsakast af saur- gerlum) og til þess að minnka blóðsykur. Það sem ber að varast: Blöðin geta valdið eitrun séu þau notuð lengur en 3-4 vikur í senn. Blöðin eru ekki æskileg fyrir börn. Fullnæging karla Karlar geta ýmislegt gert til að auka á sinn kynferðislega unað og magna upplifun fullnægingarinnar. Nokkur atriði eru mismunandi milli kynjanna og auðveldast er að færa rök fyrir þeim sem hafa augljósa birting- armynd eins og útliti, og ef að- eins dýpra er kafað eru all- nokkur atriði mismunandi í lífeðlisfræðilegri starfsemi kroppa kvenna og karla. Þetta er jafnvel hægt að sannfæra harðsvfruðustu mannfræðinema og non-genderista um án þess að til verulegra árekstra komi. Nú langar mig að draga út eitt atriði sem skilur kynin að á kynferðis- sviðinu - fullnæginguna. Aftur og aftur Þeir eru nokkrir karlmennimir sem hafa öfundað kynríkar ást- konur sínar af því að geta aftur og aftur kastast inní blossa full- nægingar í sama ástarleiknum. Þar með er ekki sagt að allar kon- ur upplifi fleiri en eina fullnæg- ingu í senn, þ.e. á sama örvunar- tímabilinu (úpps eitt nýtt og ljótt orð - ég á við að ekki sé tekin góð slökunarpása milli tveggja eða fleiri fullnæginga), en það er sannarlega algengara meðal kvenna heldur en karla. Hins vegar er öfund með öllu ástæðu- Iaus því að það er ýmislegt sem karlar geta gert til að auka á sinn kynferðislega unað og magna upplifun fullnægingarinnar. Þó eru þeir fáir (ég þekki bara einn að mér vitandi) sem ná því að upplifa raðfullnægingu á svipað- an hátt og konur og venjulega eiga þeir að baki nokkrar stund- irnar í heimavinnu því þetta er ekki eitthvað sem dettur eins og hundur úr heiðskíru lofti. Ekki aftur snúið Það má kannski líkja fullnægingu karlmanns við fallhlífastökk. Próf- um að bera þetta saman og köll- um elskhugann/stökkvarann Jonna. Llugferðin og undirbún- ingurinn samsvara þá örvun og stígandi kynæsingi. Löngun Jonna kviknar við áreiti, t.d. snertingu og æsandi hvísl í eyra með blautu narti í háls og þéttri stroku á inn- anvert læri - þá er Jonni sumsé að ldæða sig í fallhlífargallann og stíga upp í flugvélina (ekki er van- þörf á að fjalla aðeins um kynörv- andi atvinnubúninga á næstunni; punkta það hjá mér). Svo æsast leikar, atlotin verða ágengari, stinning vex - þá er okkar maður kominn upp í fokkerinn og er stíg- andi í einhverra þúsund feta hæð. Svo er allt komið í rífandi gang, suðurferðir, norður ferðir, handa- vinna og jafnvel innlimun (þýð: munngælur þar sem þiggjandi liggur, munngælur þar sem gef- andi liggur, gælur með höndum og limur settur í t.d. leggöng), hann finnur að fullnægingin nálg- ast - flugvélin er semsé komin í eitthvaðþúsund fetin og búið að opna hlerann. Skyndilega finnur Jonni rafhroll um kropp sinn all- an, mestan um miðbikið, hann veit að hann er kominn á barm fullnægingar og nú er engin leið fyrir hann að snúa til baka, nú fær Jonni sáðlát hvað sem tautar og raular, hann getur með engu móti stöðvað sáðlátið á þessu stigi - já einmitt, nú er hann stokkinn út úr vélinni og engin Ieið að komast upp í hana aftur. Svo verður Jonni ægilega úrvinda í dálítinn tíma eftir sáðlátið en hann er mjög skotinn í konunni sinni og þau kela og knúsast og kannski taka þau aðra umferð eftir dálitla hvíld - fallhlffin opnast og stökkvarinn svífur niður og fær mjúka lend- ingu í Hljómskálagarðinum. Það tekur svo dálítinn tíma að pakka saman og gera græjumar klárar fyrir næsta stökk. í næsta pistli mun ég fjalla um aðferðir sem karlmenn geta beitt til að auka sinn kynferðislega unað og stjóm á fullnægingar- ferlinu. KYIMLIF Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.